Viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2022-2025
Málsnúmer 2210016
Vakta málsnúmerBæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 4. fundur - 20.10.2022
Lagður fram viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2022-2025.
Bæjarráð samþykkir viðauka 3 við Fjárhagsáætlun 2022-2025 og leggur til við bæjarstjórn að staðfesta hann.
Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 5. fundur - 27.10.2022
Gyða Steinsdóttir sérfræðingur hjá KPMG kom inn á fundinn í gegnum Teams.
Lagður fram viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2022-2025. Bæjarráð samþykkti, á 4. fundi sínum, viðauka 3 við Fjárhagsáætlun 2022-2025 og lagði til við bæjarstjórn að staðfesta hann.
Gyða Steinsdóttir, frá KPMG, gerur grein fyrir Viðaauka 3 við fjárhagsáætlun 2022-2025 og svaraði spurningum.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka 3 við Fjárhagsáætlun 2022-2025 með fjórum atkvæðum og þrír sátu hjá.
Til máls tóku:HH,GS,JBJ og HG
Bókun Í-lista
Við afgreiðslu Fjárhagsáætlunar Stykkishólmsbæjar 2022 ? 2025 á 405. Bæjarstjórnar 9. desember 2021 samþykkti minnihluti ekki áætlunar. Í bókun var viðrað meðal annars að þörf væri kominn á stækkun innviða í grunn- og tónlistarskóla sem ekki væri gert ráð fyrir í áætlun, að gert væri ráð fyrir miklum tekjum með sölu eigna en óljóst hvort og hvenær yrði af sölu, lántökur væru ríflegar og í raun meiri en var í sérstöku fjárfestingarátaki til að spyrna við COVID, sú staðreynd að veltufé frá rekstri dugði ekki fyrir afborgunum lána og þrátt fyrir að fjögurra ára áætlun sýndi alltaf bót á því á síðasta áætlunarári ? þá færðist sú lausn alltaf fram um eitt ár. Í kjölfarið lýsti meirihlutinn vonbrigðum með að um pólitíska leiki væri að ræða í aðdraganda kosninga, með því að varpa fram óábyrgum fullyrðingum um fjárfestingar og lántökur á sama tíma og við værum með varnarorð um þá hluti. Við í minnihlutanum stöndum enn við okkar málflutning í desember 2021.
Stærstu liðir í þessum viðauka er færsla á 132,4 milljónum skuldum Dvalarheimilisins yfir í A-hluta sveitarfélagsins, lækkun á tekjum um 140 milljónir þar sem ekki verður af sölu eigna, hækkun á tekjum um 130 milljónir vegna fyrstu greiðslu á sameiningarframlagi frá jöfnunarsjóði. Vert er að skoða mismun á upphaflegu fjárhagsáætlunar fyrir 2022 og viðauka 3;
-
Rekstrarniðurstaða var upphaflega áætluð 111,3 milljónir í hagnað en er núna -121,8 milljónir í tap, mismunur er um 233 milljónir.
-
Fjárfestingar voru áætlaðar 348,5 milljónir en eru núna 132,7 milljónir, mismunur er um 248 milljónir.
-
Tekjur af fjárfestingum, þ.e. sala eigna, styrkir og gatnagerðargjöld, voru upphaflega áætluð 239,7 milljónir en eru núna 58 milljónir, mismunur er um 182 milljónir.
-
Lántökur voru áætlaðar 250 milljónir en eru nú 100 milljónir, mismunur er 150 milljónir.
-
Veltufé frá rekstri var 148,3 milljónir en er núna 197,6 milljónir, mismunur er ríflega 49 milljónir í aukningu.
Ljóst er að verbólga hefur haft mikil áhrif á rekstur hjá okkur en gert var ráð fyrir 3,3% verðbólgu í upphaflegu fjárhagsáætlun en við erum í dag með 9,4% verðbólgu, hvert prósentustig eykur kostnað eitthvað nærri 23 milljónir og má því gera ráð fyrir að áhrif af verðbólgu sé einhverstaðar í kringum 130 milljónir eða svipuð upphæð og fyrsta framlag vegna sameiningar. Vert er að hafa í huga að áhrif verðbólgu eru engin á veltufé en framlag vegna sameiningar er bein tekjuaukning og er til hækkunar á veltufé frá rekstri.
Íbúalistinn
Haukur Garðarsson
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Ragnar Már Ragnarsson
Bæjarstjórn samþykkir viðauka 3 við Fjárhagsáætlun 2022-2025 með fjórum atkvæðum og þrír sátu hjá.
Til máls tóku:HH,GS,JBJ og HG
Bókun Í-lista
Við afgreiðslu Fjárhagsáætlunar Stykkishólmsbæjar 2022 ? 2025 á 405. Bæjarstjórnar 9. desember 2021 samþykkti minnihluti ekki áætlunar. Í bókun var viðrað meðal annars að þörf væri kominn á stækkun innviða í grunn- og tónlistarskóla sem ekki væri gert ráð fyrir í áætlun, að gert væri ráð fyrir miklum tekjum með sölu eigna en óljóst hvort og hvenær yrði af sölu, lántökur væru ríflegar og í raun meiri en var í sérstöku fjárfestingarátaki til að spyrna við COVID, sú staðreynd að veltufé frá rekstri dugði ekki fyrir afborgunum lána og þrátt fyrir að fjögurra ára áætlun sýndi alltaf bót á því á síðasta áætlunarári ? þá færðist sú lausn alltaf fram um eitt ár. Í kjölfarið lýsti meirihlutinn vonbrigðum með að um pólitíska leiki væri að ræða í aðdraganda kosninga, með því að varpa fram óábyrgum fullyrðingum um fjárfestingar og lántökur á sama tíma og við værum með varnarorð um þá hluti. Við í minnihlutanum stöndum enn við okkar málflutning í desember 2021.
Stærstu liðir í þessum viðauka er færsla á 132,4 milljónum skuldum Dvalarheimilisins yfir í A-hluta sveitarfélagsins, lækkun á tekjum um 140 milljónir þar sem ekki verður af sölu eigna, hækkun á tekjum um 130 milljónir vegna fyrstu greiðslu á sameiningarframlagi frá jöfnunarsjóði. Vert er að skoða mismun á upphaflegu fjárhagsáætlunar fyrir 2022 og viðauka 3;
-
Rekstrarniðurstaða var upphaflega áætluð 111,3 milljónir í hagnað en er núna -121,8 milljónir í tap, mismunur er um 233 milljónir.
-
Fjárfestingar voru áætlaðar 348,5 milljónir en eru núna 132,7 milljónir, mismunur er um 248 milljónir.
-
Tekjur af fjárfestingum, þ.e. sala eigna, styrkir og gatnagerðargjöld, voru upphaflega áætluð 239,7 milljónir en eru núna 58 milljónir, mismunur er um 182 milljónir.
-
Lántökur voru áætlaðar 250 milljónir en eru nú 100 milljónir, mismunur er 150 milljónir.
-
Veltufé frá rekstri var 148,3 milljónir en er núna 197,6 milljónir, mismunur er ríflega 49 milljónir í aukningu.
Ljóst er að verbólga hefur haft mikil áhrif á rekstur hjá okkur en gert var ráð fyrir 3,3% verðbólgu í upphaflegu fjárhagsáætlun en við erum í dag með 9,4% verðbólgu, hvert prósentustig eykur kostnað eitthvað nærri 23 milljónir og má því gera ráð fyrir að áhrif af verðbólgu sé einhverstaðar í kringum 130 milljónir eða svipuð upphæð og fyrsta framlag vegna sameiningar. Vert er að hafa í huga að áhrif verðbólgu eru engin á veltufé en framlag vegna sameiningar er bein tekjuaukning og er til hækkunar á veltufé frá rekstri.
Íbúalistinn
Haukur Garðarsson
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Ragnar Már Ragnarsson
Gyða vék af fundi.