Fara í efni

Bæjarstjórn

409. fundur 30. mars 2022 kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal
Nefndarmenn
  • Gunnlaugur Smárason aðalmaður
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir aðalmaður
  • Haukur Garðarsson aðalmaður
  • Ásmundur Sigurjón Guðmundsson aðalmaður
  • Erla Friðriksdóttir aðalmaður
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir (HH) forseti
  • Lárus Ástmar Hannesson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þór Örn Jónsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Þór Örn Jónsson bæjarritari
Dagskrá

1.Bæjarráð - 638

Málsnúmer 2203005FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 638. fundar bæjarráðs.
Lagt fram til kynningar.

Til máls tóku:HH,JBJ og LÁH

2.Skipulags- og bygginganefnd - 258

Málsnúmer 2203004FVakta málsnúmer

Lögð fram 258. fundargerð skipulags- og bygginganefndar.
Lagt fram til kynningar.

3.Ungmennaráð - 19

Málsnúmer 2203002FVakta málsnúmer

Lögð fram 19. fundargerð ungmennaráðs.
Lagt fram til kynningar.

4.Skóla- og fræðslunefnd - 191

Málsnúmer 2203001FVakta málsnúmer

Lögð fram 191. fundargerð skóla- og fræðslunefndar.
Lagt fram til kynningar.

5.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 20

Málsnúmer 2202004FVakta málsnúmer

Lögð fram 20. fundargerð afgreiðslufunda byggingafulltrúa.
Lagt fram til kynningar.

6.Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar

Málsnúmer 2005070Vakta málsnúmer

Lagðar fram fundargerðir Breiðafjarðarnefndar frá fundum 197, 198 og 199.
Lagt fram til kynningar.

7.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 2112008Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 906. fundar sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi

Málsnúmer 2003023Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 166. og 167. fundar stjórnar SSV.
Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerðir stjórnar Hafnarsambands Íslands

Málsnúmer 2003028Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 442. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var föstudaginn 18. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerðir félagsmálanefndar Snæfellinga

Málsnúmer 2106002Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 199. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga.
Lagt fram til kynningar.

11.Samráðshópur um öldrunarmál á Vesturlandi

Málsnúmer 2203010Vakta málsnúmer

Lögð fram lokaskýrsla samráðshóps um öldrunarmál á Vesturlandi ásamt fylgiskjölum.
Lagt fram til kynningar.

12.Færsla hjúkrunarheimilis og staða framkvæmda við HVE Stykkishólmi

Málsnúmer 1909042Vakta málsnúmer

Lagt fram undirritað samkomulag um framlengingu á samningi um rekstur og þjónustu hjúkrunarheimilis að Skólastíg 14 og samningur Stykkishólmsbæjar og heilbrigðisráðuneytisins um flutning á þjónustunni til HVE. Einnig er lögð fram fundargerð 22. fundar stýrihóps vegna framkvæmda á HVE í Stykkishólmi.
Lagt fram til kynningar.

Til máls tóku:HH og LÁH

13.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða og lögum um veiðigjald (öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni).

Málsnúmer 2202012Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar viðbótarumsögn Stykkishólmsbæjar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn sandkola og hryggleysingja).
Lagt fram til kynningar.

14.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf.

Málsnúmer 2203019Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga 2022.
Fundurinn verður á Hotel Nordica klukkan 15:00 föstudaginn 1. apríl 2022.
Lagt fram til kynningar.

15.Ársreikningur hafnasambands Íslands 2021

Málsnúmer 2202021Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að ársreikningi Hafnasambands Íslands fyrir árið 2021. Samkvæmt 5. mgr. 5. gr. laga Hafnasambands Íslands skal stjórn samþykkja ársreikninga eftir að þeir hafa verið kynntir aðildarhöfnunum.

Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu berast fyrir 12. apríl nk.
Lagt fram til kynningar.

16.Frumvarpi til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 1382011. (Íbúakosningar á vegum sveitarfélaga)

Málsnúmer 2203014Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá innviðaráðuneytinu þar sem vakin er athygli á drögum að frumvarpi til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011. (Íbúakosningar á vegum sveitarfélaga). Einnig er lögð fram umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Bæjarráð tók, á 638. fundi sínum, undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

17.Staða hafnarvarðar

Málsnúmer 2203022Vakta málsnúmer

Lögð fram auglýsing á stöðu hafnarvarðar við Stykkishólmshöfn ásamt eftirfarandi bókun bæjarráðs sem lögð er fram til staðfestingar.

Samkvæmt starfsreglum bæjarstjórnar um ráðningu starfsmanna fer bæjarstjórn með ráðningu Hafnarvarðar. Nýverið var auglýst laust til umsóknar starf hafnarvarðar. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að annast ráðningaferli vegna starfsins fyrir sína hönd, í samráði við oddvita allra lista og formann hafnarstjórnar. Bæjarstjóri annast mat á umsóknum, boðun í viðtöl, viðtöl og loka mat í kjölfar viðtala að undasngengnu samráði við oddvita allra lista og formann hafnarstjórnar og gerir að því loknu rökstudda tillögu um ráðningu sem lögð verði fyrir bæjarstjórn til umfjöllunar.
Bæjarstjórn staðfestir bókun bæjarráðs.

Til máls tóku:HH og EF


Bókun O-listans:
Samkvæmt verklagsreglum um ráðningamál undir 50. gr. samþykktar um stjórn Stykkishólmsbæjar er það hlutverk bæjarstjórnar að ráða hafnarvörð. Undirrituð gera athugasemd við að bæjarstjórn hafi hvorki verið upplýst um uppsögn hafnarvarðar né höfð með í ráðum þegar staðan var auglýst, í tvígang. Þegar bæjarfulltrúar fengu upplýsingar um uppsögn hafnarvarðar var aðeins um mánuður til stefnu til að ráða í stöðuna.

Okkar Stykkishólmur
Haukur Garðarsson
Erla Friðriksdóttir

18.Samstarf um uppbyggingu aðstöðu - Skógræktarfélag Stykkishólms

Málsnúmer 2203009Vakta málsnúmer

Lagt er til að hafinn verði undirbúningur að því að bæta aðstöðu Skógræktarfélags Stykkishólms í samstarfi við félagið með áherslu á að koma upp salernisaðstöðu og inniaðstöðu á fyrirliggjandi byggingarreitum þar sem m.a. verði horft til þess að koma til móts við núverandi þarfir þeirra stofnana og félagasamtaka sem nýta skógræktina í sinni starfsemi, þ.m.t. Leikskólann í Stykkishólmi, Grunnskólann í Stykkishólmi, Royal Rangers Stykkishólmi, Aftanskin og önnur félagasamtök.

Bæjarráð samþykkti tillögu bæjarstjóra á 638. fundi sínum og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja hana.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarstjóra um uppbyggingu aðstöðu í samvinnu við Skógræktarfélag Stykkishólms.

Til máls tóku:HH og LÁH

19.Þátttaka í stofnun sjálfseignarstofnunar um nýsköpunarnet Vesturlands

Málsnúmer 2203020Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi um stofnun sjálfseignarstofnunar um nýsköpunarnet Vesturlands.

Bæjarráð samþykkti, á 638. fundi sínum, þátttöku Stykkishólmsbæjar í stofnun sjálfseignastofnun um Nýsköpunarnet Vesturlands og vísaði afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreislu bæjarráðs.

20.Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga

Málsnúmer 2203024Vakta málsnúmer

Lagður fram lánssamningur ásamt fylgigögnum milli Lánasjóðs sveitarfélaga sem lánveitanda og Stykkishólmsbæjar sem lántaka um lán að fjárhæð kr. 100.000.000 hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. í samræmi við fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar.

Bæjarráð samþykkt lántökuna á 638. fundi sínum og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 100.000.000 samræmi við fyrirliggjandi skilmála að lánasamningi og viðauka.
Bæjarstjórn Skykkishólmsbæjar samþykkir að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 100.000.000, með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem lá fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnin hafði kynnt sér. Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkti að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 100.000.000 kr. Til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta,dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til fjármögnunar á gatnagerð og framkvæmdum við leikskóla, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt var Jakob Björgvini Jakobssyni kt. 060982-5549 , veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari,þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

21.Víkurhverfi - Deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2111004Vakta málsnúmer

Lögð er fram afgreiðsla skipulags- og byggingarnefndar og bæjarráðs um tillögu að breytingu á deiliskipulagi Víkurhverfis.

Gildandi deiliskipulag fyrir Víkurhverfi er frá 2007. Deiliskipulagssvæðið er um 2,3 ha að stærð og nær til miðhluta hverfisins n.t.t. norður af Borgarbraut að Hyrnuvík. Ákvörðun um breyta deiliskipulaginu er tilkomin vegna mælinga sem unnar voru á svæðinu s.l. sumar en þá kom í ljós að suðurendi svæðisins er að hluta til óbyggilegur vegna jarðvegsdýptar.

Meginmarkmiðin með deiliskipulagsbreytingunni eru að:
- Ná fram meiri hagkvæmni og betri nýtingu lands með fjölgun lóða úr 13 í 16, fjölgun íbúðareininga úr 28 í 37 og styðjast við nýja nálgun við íbúðarlausnir og hagkvæmari nýtingu lóða. Jafnframt er leitast við að vernda svæði sem mikilvæg eru fyrir leik og útivist.
- Stýra lausnum í byggingarheimildum í átt til meiri gæða í íbúðarlausnum með áherslu á sól og skjól og bjartari íbúðir.
- Ná fram fallegu heildaryfirbragði byggðarinnar með því að hanna aðlaðandi götumyndir, áhugaverð rými á milli húsa, gönguvænna umhverfi og blandaða stærð íbúðareininga með mismunandi húsum og þakformum.
- Leggja áherslu á lýðheilsu og mannrækt með gatnahönnun sem tekur mið að umferðaröryggi, gróðri, götugögnum og góðri lýsingu ásamt samfélagsmótandi þáttum og aðgengi að náttúru og útivistarmöguleikum.

Skipulags- og byggingarnefnd fagnaði, á 258. fundi sínum, framlagðri tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Víkurhverfi og telur að hugmyndafræðin sem þar er kynnt, samræmist stefnu bæjarins um sjálfbærni, fjölbreytta og áhugaverða íbúðarkosti, hagkvæmni í landnýtingu, gatnahönnun sem tekur mið af umferðaröryggi, áherslu á gönguvænt umhverfi og aðgengi að frábærum útivistamöguleikum.

Nefndin samþykkti fyrir sitt leyti tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Víkurhverfi og lagði til við bæjarstjórn að auglýsa tillöguna.

Bæjarráð samþykkti, á 638. fundi sínum, afgreiðslu nefndarinnar með þeirri breytingu að breidd Borgarbrautar innan deiliskipulagsbreytingarinnar verði 6,5 m með 2 m gangstétt öðru megin (gatan er safngata og tenging síðar við hugsanlega baðaðstöðu) og að Bauluvík verði 6,5 m með 1,5 m gangstétt öðru megin (einnig safngata) og Imbuvík og Daddavík verði 5,5 m að breidd og verði vistgötur og hannaðar sem slíkar. Bæjarráð óskar eftir að kannað verði með að hönnun hverfis uppfylli vistvottun og felur bæjarstjóra að leggja uppfærðan uppdrátt fyrir bæjarstjórnarfund.

Fyrir bæjarstjórn er lagður uppfærður uppdráttur í samræmi við bókun bæjarráðs.
Fyrir fundinum lá fyrir tillaga um að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Víkurhverfis í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 31. gr. og 1. mgr. 41. gr. sömu laga.

Tillaga Erlu Friðriksdóttur, bæjarfulltrúa O-listans:
Undirrituð leggja til að skref í átt að vistvottuðu skipulagi fyrir hverfið í heild verði stigið til fulls og vinna við að skoða kosti og kostnað hafin. Vistvottun skipulags kallar meðal annars á ríkari aðkomu íbúa að skipulagsgerðinni en ella og samræmist því vel gildum um íbúalýðræði.

Tillaga Lárusar Ástmars Hannessonar, bæjarfulltrúa L-listans:
Leggur til að visa tillögu O-lista til næsta bæjarráðsfundar.

Fundarhlé.

Lögð fram eftirfarandi tillaga eftir fundarhlé og samráð milli bæjarfulltrúa allra lista:
Bæjarstjórn vísar tillögu til næsta bæjarráðsfundar og veitir bæjarráði umboð til fullnæðarafgreiðslu málsins.

Samþykkt samhljóða.


Bókun bæjarfulltrúa O-lista:
Deiliskipulag Víkurhverfis var unnið árið 2007. Frá þeim tíma hefur hugsanaháttur fólks breyst og kröfur þess varðandi búsetu og umhverfi. Sífellt meiri áhersla er nú lögð á græn svæði og vistvænt skipulag. Svæðið sem um ræðir er opið svæði sem er nú nýtt til ýmissar útivistar.

Undirrituð fagna því að vilji er til þess að endurskoða skipulagið og taka undir þá útgangspunkta sem hafðir hafa verið til hliðsjónar við framlagðar breytingartillögur. Við teljum þó mikilvægt að skipulagið verði endurskoðað í heild sinni.

Okkar Stykkishólmur
Haukur Garðarsson
Erla Friðriksdóttir


Til máls tóku:HH,LÁH,GS og EF

22.Hamraendi 6-8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi - Grenndarkynning

Málsnúmer 2202020Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Skipavíkur ehf. um byggingarleyfi fyrir iðnaðarhúsnæði á tveimur hæðum við Hamraenda 6-8. Með erindinu fylgdu aðaluppdrættir frá W7 slf. dags. 22.02.2022.

Í ljósi þess að ekki liggur fyrir deiliskipulag á svæðinu vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulags- og byggingarnefndar.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti á 258. fundi sínum, að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verður fyrir eigendum bygginga við Hamraenda nr. 1, 2, 3, 5 og 10 a-d, ásamt Hesteigendafélaginu Fákaborg. Að grenndarkynningu lokinni og að því gefnu að engar athugasemdir hafi borist, vísaði nefndin málinu til afgreiðslu hjá byggingarfulltrúa.

Bæjarráð samþykkti á 638. fundi sínum afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar og vísaði henni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar.

Til máls tóku: HH og JBJ

23.Sameining Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar

Málsnúmer 2112004Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað vegna næstu skrefa í kjölfar þess að sameining Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar var samþykkt. Fyrir liggur að skipa þarf undirbúningsstjórn vegna stofnun nýs sveitarfélags þar sem bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og sveitarstjórn Helgafellssveitar skal hver um sig skipa tvo til þrjá fulltrúa í stjórnina eftir samkomulagi. Jafnframt þurfa sveitarfélögin að kjósa sameiginlega þrjá fulltrúa í yfirkjörstjórn og þrjá til vara, en kjörstjórnir þær sem kosnar voru í upphafi yfirstandandi kjörtímabils skulu vera undirkjörstjórnir í hvoru sveitarfélagi fyrir sig.
Sveitarstjórnir sveitarfélaganna kjósa sameiginlega þrjá fulltrúa í yfirkjörstjórn og þrjá til vara. Kjörstjórnir þær sem kosnar voru í upphafi yfirstandandi kjörtímabils, skv. 14. gr. laga nr. 5/1998, um kosningar til sveitarstjórnar, skulu vera undirkjörstjórnir í hvoru sveitarfélagi fyrir sig við sveitarstjórnarkosningar.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar kýs til setu í yfirkjörstjórn vegna sveitarstjórnarkosninga 2022 til viðbótar við kosningu sveitarstjórnar Helgafellssveitar á aðalmanni og varamanni.

Aðalmenn:
Gunnlaugur Árnason
Þóra Stefánsdóttir
Jóhannes Eyberg Ragnarsson

Varamenn:
Hjörleifur Kristinn Hjörleifsson
Guðbjörg Egilsdóttir
Kristján Hildibrandsson

Bæjarstjórn kýs til setu í undirkjörstjórn Stykkishólmsbæjar vegna sveitarstjórnarkosninga 2022, sbr. einnig 2. mgr. 49. gr. sveitarstjórnarlaga:

Aðalmenn:
Guðrún Hauksdóttir
Berglind Þorbergsdóttir
Davíð Sveinsson

Varamenn:
Símon Már Sturluson
Guðný Pálsdóttir
Steinunn María Þórsdóttir

Varðandi undirkjörstjórn í Helgafellssveit er vísað til afgreiðslu/bókunar sveitarstjórnar Helgafellssveitar þar um.

Með vísan til 1. mgr. 122. gr. sveitarstjórnarlaga samþykkir bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar að skipa Jakob Björgvin Jakobsson og Hrafnhildi Hallvarðsdóttur í Undirbúningsstjórn sem skal undirbúa sameiningu sveitarfélaganna.

24.Uppbygging innviða vegna sölu á Íslandsbanka hf. - Skógarstrandarvegur og Breiðafjarðarferjan Baldur

Málsnúmer 1912009Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Bankasýslu ríkisins um sölumeðferð á eftirstæðum eignarhlut í Íslandsbanka hf., umsögn fjárlaganefndar um greinargerð fjármála- og efnahagsráðherra vegna framhalds á sölu á hlutum í Íslandsbanka, greinargerð fjármála- og efnahagsráðherra vegna framhalds á sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka og önnur gögn tengd sölufyrirkomulagi Íslandsbanki ásamt bókun 405. fundar bæjarstjórnar vegna málsins og minnisblað samstarfsnefndar um sameiningu Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar um áhersluatriði í samskiptum við Alþingi og ríkisstjórn.
Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar vill benda á að með sölu 22,5% af hlutafé ríkisins í Íslandsbanka hf., en söluandvirðið nam 52,65 milljörðum króna, gefst aukið svigrúm til fjárfestingar í innviðum samfélagsins í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs þar sem lögð er áhersla á að nýta það fjármagn sem fæst með sölunni til uppbyggingu innviða.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar gerir þá kröfu að hluti þeirra fjármuna sem fengust með sölunni á Íslandsbanka hf. verði nýttir til uppbyggingar á grunnneti samgöngukerfisins, eins og það er skilgreint í samgönguáætlun, og í því sambandi verði lögð áhersla á að byggja upp þá samgönguinnviði í grunnneti samgöngukerfisins sem eru í óboðlegu ástandi í dag, líkt og Snæfellsnesvegur nr. 54 um Skógarströnd og Breiðafjarðarferjan Baldur eru. Sé það markmiðið að söluandvirðið verði nýtt til samfélagslega arðbærra fjárfestinga þá er ljóst að þeir grunninnviðir sem eru í óboðlegu ástandi, á alla mælikvarða, eigi að vera í forgangi hvað varðar ráðstöfun fjármuna. Minnir bæjarstjórn á að umræddar fjárfestingar eru forgangsmál samkvæmt samgönguáætlun Vesturlands sem samþykkt hefur verið af sveitarfélögum á Vesturlandi. Þá var í nýafstöðnum kosningum um sameiningu Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar, sem var samþykkt af íbúum beggja sveitarfélaga, umrædd innviðauppbygging meðal þeirra áhersluatriða sem lágu til grundvallar þeirri sameiningu og forgangsröðun ríkisstjórnar ætti jafnframt að taka mið af þeim.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar vísar að öðru leyti til fyrri ályktana og bókana vegna Skógarstrandarvegar og Breiðafjarðarferjunnar Baldurs sem sendar verða með ályktun þessari.

Til máls tóku:HH og LÁH

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?