Samstarf um uppbyggingu aðstöðu - Skógræktarfélag Stykkishólms
Málsnúmer 2203009
Vakta málsnúmerBæjarráð - 638. fundur - 24.03.2022
Lagt er til að hafinn verði undirbúningur að því að bæta aðstöðu Skógræktarfélags Stykkishólms í samstarfi við félagið með áherslu á að koma upp salernisaðstöðu og inniaðstöðu á fyrirliggjandi byggingarreitum þar sem m.a. verði horft til þess að koma til móts við núverandi þarfir þeirra stofnana og félagasamtaka sem nýta skógræktina í sinni starfsemi, þ.m.t. Leikskólann í Stykkishólmi, Grunnskólann í Stykkishólmi, Royal Rangers Stykkishólmi, Aftanskin og önnur félagasamtök.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja hana.
Bæjarstjórn - 409. fundur - 30.03.2022
Lagt er til að hafinn verði undirbúningur að því að bæta aðstöðu Skógræktarfélags Stykkishólms í samstarfi við félagið með áherslu á að koma upp salernisaðstöðu og inniaðstöðu á fyrirliggjandi byggingarreitum þar sem m.a. verði horft til þess að koma til móts við núverandi þarfir þeirra stofnana og félagasamtaka sem nýta skógræktina í sinni starfsemi, þ.m.t. Leikskólann í Stykkishólmi, Grunnskólann í Stykkishólmi, Royal Rangers Stykkishólmi, Aftanskin og önnur félagasamtök.
Bæjarráð samþykkti tillögu bæjarstjóra á 638. fundi sínum og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja hana.
Bæjarráð samþykkti tillögu bæjarstjóra á 638. fundi sínum og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja hana.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarstjóra um uppbyggingu aðstöðu í samvinnu við Skógræktarfélag Stykkishólms.
Til máls tóku:HH og LÁH
Til máls tóku:HH og LÁH