Fara í efni

Staða hafnarvarðar

Málsnúmer 2203022

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 638. fundur - 24.03.2022

Lögð fram auglýsing á stöðu hafnarvarðar við Stykkishólmshöfn.
Samkvæmt starfsreglum bæjarstjórnar um ráðningu starfsmanna fer bæjarstjórn með ráðningu Hafnarvarðar. Nýverið var auglýst laust til umsóknar starf hafnarvarðar. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að annast ráðningaferli vegna starfsins fyrir sína hönd, í samráði við oddvita allra lista og formann hafnarstjórnar. Bæjarstjóri annast mat á umsóknum, boðun í viðtöl, viðtöl og loka mat í kjölfar viðtala að undasngengnu samráði við oddvita allra lista og formann hafnarstjórnar og gerir að því loknu rökstudda tillögu um ráðningu sem lögð verði fyrir bæjarstjórn til umfjöllunar.

Bæjarstjórn - 409. fundur - 30.03.2022

Lögð fram auglýsing á stöðu hafnarvarðar við Stykkishólmshöfn ásamt eftirfarandi bókun bæjarráðs sem lögð er fram til staðfestingar.

Samkvæmt starfsreglum bæjarstjórnar um ráðningu starfsmanna fer bæjarstjórn með ráðningu Hafnarvarðar. Nýverið var auglýst laust til umsóknar starf hafnarvarðar. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að annast ráðningaferli vegna starfsins fyrir sína hönd, í samráði við oddvita allra lista og formann hafnarstjórnar. Bæjarstjóri annast mat á umsóknum, boðun í viðtöl, viðtöl og loka mat í kjölfar viðtala að undasngengnu samráði við oddvita allra lista og formann hafnarstjórnar og gerir að því loknu rökstudda tillögu um ráðningu sem lögð verði fyrir bæjarstjórn til umfjöllunar.
Bæjarstjórn staðfestir bókun bæjarráðs.

Til máls tóku:HH og EF


Bókun O-listans:
Samkvæmt verklagsreglum um ráðningamál undir 50. gr. samþykktar um stjórn Stykkishólmsbæjar er það hlutverk bæjarstjórnar að ráða hafnarvörð. Undirrituð gera athugasemd við að bæjarstjórn hafi hvorki verið upplýst um uppsögn hafnarvarðar né höfð með í ráðum þegar staðan var auglýst, í tvígang. Þegar bæjarfulltrúar fengu upplýsingar um uppsögn hafnarvarðar var aðeins um mánuður til stefnu til að ráða í stöðuna.

Okkar Stykkishólmur
Haukur Garðarsson
Erla Friðriksdóttir

Bæjarstjórn - 411. fundur - 28.04.2022

Lagt fram minnisblað og tillaga bæjarstjóra til bæjarstjórnar um ráðningu hafnarvarðar.
Bæjarstjórn staðfestir ráðningu Kjartans Jóhannesar Karvelssonar í starf hafnarvarðar skv. auglýsingu um starfið frá 18. mars 2022, í samræmi við tillögu bæjarstjóra.
Getum við bætt efni síðunnar?