Bæjarstjórn
Dagskrá
1.Bæjarráð - 30
Málsnúmer 2502004FVakta málsnúmer
Lögð fram fundargerð 30. fundar bæjarráðs.
2.Stjórn Náttúrustofu Vesturlands - 5
Málsnúmer 2502001FVakta málsnúmer
Lögð fram fundargerð 5. fundar stjórnar Náttúrustofu Vesturlands.
Lagt fram til kynningar.
3.Skóla- og fræðslunefnd - 18
Málsnúmer 2501005FVakta málsnúmer
Lögð fram fundargerð 18. fundar skóla- og fræðslunefndar.
Lagt fram til kynningar.
Til máls tóku RMR og HH
Til máls tóku RMR og HH
4.Skipulagsnefnd - 27
Málsnúmer 2502002FVakta málsnúmer
Lögð fram fundargerð 27. fundar skipulagsnefndar.
Lagt fram til kynningar.
5.Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga
Málsnúmer 2102003Vakta málsnúmer
Lagðar fram fundargerðir 960., 961. og 962. fundar stjórnar Sambandsins frá 13. desember 2024, 17. og 22. janúar 2025.
Lagt fram til kynningar.
6.Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar
Málsnúmer 2005070Vakta málsnúmer
Lögð fram fundargerð 228. fundar Breiðafjarðarnefndar.
Lagt fram til kynningar.
7.Þjóðhátíðarnefnd
Málsnúmer 2211003Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga að þjóðhátíðarnefnd sem sér um hátíðarhöld í Stykkishólmi 17. júní ásamt skýrslu formanns frá síðasta ári.
Bæjarráð vísaði, á 30. fundi sínum, skipun nefndarinnar til næsta bæjarstjórnarfundar.
Bæjarráð vísaði, á 30. fundi sínum, skipun nefndarinnar til næsta bæjarstjórnarfundar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að skipa eftirtalda í Þjóðhátíðarnefnd 2025:
1. Björg Guðrún Einarsdóttir, formaður
2. Snjólfur Björnsson
3. Árni Ásgeirsson
4. Steinar Björnsson
5. Adda Sigríður Ásmundardóttir
6. Bergdís Eyland Gestsdóttir
7. Guðni Sumarliðason
8. Birkir Freyr Björgvinsson
9. Birgitta Mjöll Magnúsdóttir
10. Bæring Nói Dagsson
11. Cyrenn Sarah Bernaldez Casas
12. Orri Arason
13. Þröstur Ingi Auðunsson
14. Klaudia Sylwia Gunnarsdóttir
1. Björg Guðrún Einarsdóttir, formaður
2. Snjólfur Björnsson
3. Árni Ásgeirsson
4. Steinar Björnsson
5. Adda Sigríður Ásmundardóttir
6. Bergdís Eyland Gestsdóttir
7. Guðni Sumarliðason
8. Birkir Freyr Björgvinsson
9. Birgitta Mjöll Magnúsdóttir
10. Bæring Nói Dagsson
11. Cyrenn Sarah Bernaldez Casas
12. Orri Arason
13. Þröstur Ingi Auðunsson
14. Klaudia Sylwia Gunnarsdóttir
8.Kallhamar og Hamraendar - Skipulagsáætlanir (ASK br. og DSK)
Málsnúmer 2206035Vakta málsnúmer
Lögð fram skipulagsgögn vegna breytingu á Aðalskipulagi Stykkishóms 2002-2022, vegna stækkunar athafnasvæðis við Hamraenda og grænna iðngarða við Kallhamar.
Skipulagsnefnd óskaði, á 25. fundi sínum, eftir því að skipulagshönnuður og VSÓ ráðgjöf ljúki við gerð skipulagsgagna, þ.m.t. greinargerðar og umhverfisskýrslu, í samræmi við umræður á fundinum. Bæjarráð staðfesti afgreiðslu skipulagsnefndar á 27. fundi sínum. Skipulagshönnuður kom til fundar og gerði grein fyrir fyrirligjandi vinnu skipulagshönnuðar og VSÓ á 26. fundi skipulagsnefndar. Nefndin taldi þær áherslur sem fram komu í þeim gögnum sem lágu fyrir fundinum og þau áform sem kynnt voru fyrir nefndinni í samræmi við áherslur nefndarinnar.
Á 27. fundi skipulagsnefndar voru lögð fram uppfærð skipulagsgögn, í samræmi við framangreint. Skipulagsnefnd samþykkir að kynna fyrirliggjandi vinnslutillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins 2002-2022, sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga, samhliða verði kynntar vinnslutillögur deiliskipulagsáætlana fyrir Kallhamar og Hamraendar sbr. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga.
Bæjarráð staðfesti, á 30. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar og vísaði málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Skipulagsnefnd óskaði, á 25. fundi sínum, eftir því að skipulagshönnuður og VSÓ ráðgjöf ljúki við gerð skipulagsgagna, þ.m.t. greinargerðar og umhverfisskýrslu, í samræmi við umræður á fundinum. Bæjarráð staðfesti afgreiðslu skipulagsnefndar á 27. fundi sínum. Skipulagshönnuður kom til fundar og gerði grein fyrir fyrirligjandi vinnu skipulagshönnuðar og VSÓ á 26. fundi skipulagsnefndar. Nefndin taldi þær áherslur sem fram komu í þeim gögnum sem lágu fyrir fundinum og þau áform sem kynnt voru fyrir nefndinni í samræmi við áherslur nefndarinnar.
Á 27. fundi skipulagsnefndar voru lögð fram uppfærð skipulagsgögn, í samræmi við framangreint. Skipulagsnefnd samþykkir að kynna fyrirliggjandi vinnslutillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins 2002-2022, sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga, samhliða verði kynntar vinnslutillögur deiliskipulagsáætlana fyrir Kallhamar og Hamraendar sbr. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga.
Bæjarráð staðfesti, á 30. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar og vísaði málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að kynna fyrirliggjandi vinnslutillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins 2002-2022, sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga, samhliða verði kynntar vinnslutillögur deiliskipulagsáætlana fyrir Kallhamar og Hamraendar, sbr. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga.
9.Kallhamar og Hamraendar - Skipulagsáætlanir (ASK br. og DSK)
Málsnúmer 2206035Vakta málsnúmer
Lögð fram skipulagsgögn vegna vinnu við ný deiliskipulög fyrir Kallhamar og Hamraenda.
Skipulagsnefnd óskaði, á 25. fundi sínum, eftir því að skipulagshönnuður og VSÓ ráðgjöf ljúki við skipulagsgögn, þ.m.t. greinargerð og umhverfisskýrslu, í samræmi við umræður á fundinum. Bæjarráð staðfesti afgreiðslu skipulagsnefndar á 27. fundi sínum. Skipulagshönnuður kom til fundar og gerði grein fyrir fyrirligjandi vinnu skipulagshönnuðar og VSÓ á 26. fundi skipulagsnefndar. Nefndin taldi þær áherslur sem fram komu í þeim gögnum sem lágu fyrir fundinum og þau áform sem kynnt voru fyrir nefndinni í samræmi við áherslur nefndarinnar.
Lögð eru fram uppfærð skipulagsgögn, í samræmi við framangreint. Skipulagsnefnd samþykkti, á 27. fundi sínum, að kynna fyrirliggjandi vinnslutillögur að deiliskipulagi fyrir annars vegar Hamraenda og hins vegar Kallhamar, sbr. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga, samhliða því að kynnt verði vinnslutillaga að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 vegna stækkunar athafnarsvæðis við Hamraenda og grænna iðngarða við Kallhamar, sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga
Bæjarráð staðfesti, á 30. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar og vísaði málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Skipulagsnefnd óskaði, á 25. fundi sínum, eftir því að skipulagshönnuður og VSÓ ráðgjöf ljúki við skipulagsgögn, þ.m.t. greinargerð og umhverfisskýrslu, í samræmi við umræður á fundinum. Bæjarráð staðfesti afgreiðslu skipulagsnefndar á 27. fundi sínum. Skipulagshönnuður kom til fundar og gerði grein fyrir fyrirligjandi vinnu skipulagshönnuðar og VSÓ á 26. fundi skipulagsnefndar. Nefndin taldi þær áherslur sem fram komu í þeim gögnum sem lágu fyrir fundinum og þau áform sem kynnt voru fyrir nefndinni í samræmi við áherslur nefndarinnar.
Lögð eru fram uppfærð skipulagsgögn, í samræmi við framangreint. Skipulagsnefnd samþykkti, á 27. fundi sínum, að kynna fyrirliggjandi vinnslutillögur að deiliskipulagi fyrir annars vegar Hamraenda og hins vegar Kallhamar, sbr. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga, samhliða því að kynnt verði vinnslutillaga að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 vegna stækkunar athafnarsvæðis við Hamraenda og grænna iðngarða við Kallhamar, sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga
Bæjarráð staðfesti, á 30. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar og vísaði málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að kynna fyrirliggjandi vinnslutillögur að deiliskipulagi fyrir annars vegar Hamraenda og hins vegar Kallhamar, sbr. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga, samhliða því að kynnt verði vinnslutillaga að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 vegna stækkunar athafnarsvæðis við Hamraenda og grænna iðngarða við Kallhamar, sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
10.Framkvæmdaleyfi fyrir veg - Berserkjahraun
Málsnúmer 2411026Vakta málsnúmer
Lögð fram gögn vegna framkvæmdaleyfis fyrir akveg frá Berserkjahrauni að Helgafellssveitarvegi.
Á 25. fundi sínum benti skipulagsnefnd á, ef fyrirhugað er að fara í nýja veglagningu og teningu við tengiveginn, að samkvæmt 6. gr. reglugerðar nr. 772/2012, um framkvæmdaleyfi, skal sá sem óskar eftir framkvæmdaleyfi senda skriflega umsókn til sveitarfélagsins ásamt nauðsynlegum gögnum um fyrirhugaða framkvæmd. Í 7. gr. sömu reglugerðar er tiltekið hvaða gögn þurfi að liggja fyrir, þ.m.t. afstöðumynd hnitsett í mælikvarða 1:2.000 - 1:500 eða í öðrum læsilegum mælikvarða sem sýnir fyrirhugaða framkvæmd og afstöðu hennar gagnvart aðliggjandi byggð og að landi, hönnunargögn sem nauðsynleg eru til að framkvæma eftir, lýsingu á framkvæmd og hvernig hún fellur að gildandi skipulagsáætlunum og staðháttum, áliti Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum eða ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmdar ásamt þeim gögnum sem stofnunin byggði niðurstöðu sína á. Á grunni framangreinds óskaði skipulagsnefnd eftir þeim gögnum sem liggja þurfa fyrir samkvæmt 7. gr. reglugerðar um framkvæmdarleyfi og í framhaldinu verði óskað umsagnar Minjastofnunar, Vegagerðarinnar og Umhverfisstofnunar á fyrirhuguðum áformum áður en endanleg afstaða nefndarinnar liggur fyrir.
Bæjarráð staðfesti, á 27. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar og óskaði jafnframt eftir umsögn Skipulagsstofnunar. Bæjarstjórn staðfesti afgreiðslu skipulagsnefndar og bæjarráðs á 30. fundi sínum.
Í samræmi við framangreint er lögð fram umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir akveg frá Berserkjahrauni að Helgafellssveitarsvegi (nr. 557), ásamt umsögnum Vegagerðarinnar, Náttúruverndarstofnunar (áður Umhverfisstofnun), Skipulagsstofnunar og Minjastofnunar.
Skipulagsnefnd lagði, á 27. fundi sínum, til við bæjarstjórn að samþykkja framkvæmdaleyfi fyrir akveg frá Berserkjahrauni að Helgafellssveitarvegi (nr. 557), sbr. 4. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, með þeim tilmælum að allt rask verði afmáð ásamt því að áður ókunnar fornminjar finnast við framkvæmd verksins skal stöðva framkvæmd án tafar og láta Minjastofnun vita, skv. 2. mgr. 24. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012.
Bæjarráð staðfesti, á 30. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar og vísaði málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Á 25. fundi sínum benti skipulagsnefnd á, ef fyrirhugað er að fara í nýja veglagningu og teningu við tengiveginn, að samkvæmt 6. gr. reglugerðar nr. 772/2012, um framkvæmdaleyfi, skal sá sem óskar eftir framkvæmdaleyfi senda skriflega umsókn til sveitarfélagsins ásamt nauðsynlegum gögnum um fyrirhugaða framkvæmd. Í 7. gr. sömu reglugerðar er tiltekið hvaða gögn þurfi að liggja fyrir, þ.m.t. afstöðumynd hnitsett í mælikvarða 1:2.000 - 1:500 eða í öðrum læsilegum mælikvarða sem sýnir fyrirhugaða framkvæmd og afstöðu hennar gagnvart aðliggjandi byggð og að landi, hönnunargögn sem nauðsynleg eru til að framkvæma eftir, lýsingu á framkvæmd og hvernig hún fellur að gildandi skipulagsáætlunum og staðháttum, áliti Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum eða ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmdar ásamt þeim gögnum sem stofnunin byggði niðurstöðu sína á. Á grunni framangreinds óskaði skipulagsnefnd eftir þeim gögnum sem liggja þurfa fyrir samkvæmt 7. gr. reglugerðar um framkvæmdarleyfi og í framhaldinu verði óskað umsagnar Minjastofnunar, Vegagerðarinnar og Umhverfisstofnunar á fyrirhuguðum áformum áður en endanleg afstaða nefndarinnar liggur fyrir.
Bæjarráð staðfesti, á 27. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar og óskaði jafnframt eftir umsögn Skipulagsstofnunar. Bæjarstjórn staðfesti afgreiðslu skipulagsnefndar og bæjarráðs á 30. fundi sínum.
Í samræmi við framangreint er lögð fram umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir akveg frá Berserkjahrauni að Helgafellssveitarsvegi (nr. 557), ásamt umsögnum Vegagerðarinnar, Náttúruverndarstofnunar (áður Umhverfisstofnun), Skipulagsstofnunar og Minjastofnunar.
Skipulagsnefnd lagði, á 27. fundi sínum, til við bæjarstjórn að samþykkja framkvæmdaleyfi fyrir akveg frá Berserkjahrauni að Helgafellssveitarvegi (nr. 557), sbr. 4. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, með þeim tilmælum að allt rask verði afmáð ásamt því að áður ókunnar fornminjar finnast við framkvæmd verksins skal stöðva framkvæmd án tafar og láta Minjastofnun vita, skv. 2. mgr. 24. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012.
Bæjarráð staðfesti, á 30. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar og vísaði málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framkvæmdaleyfi fyrir akveg frá Berserkjahrauni að Helgafellssveitarvegi (nr. 557), sbr. 4. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, með þeim tilmælum að allt rask verði afmáð ásamt því að áður ókunnar fornminjar finnast við framkvæmd verksins skal stöðva framkvæmd án tafar og láta Minjastofnun vita, skv. 2. mgr. 24. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012.
Í samræmi við framangreinda afgreiðslu bæjarstjórnar er málinu vísað til afgreiðslu hjá skipulagsfulltrúa.
Í samræmi við framangreinda afgreiðslu bæjarstjórnar er málinu vísað til afgreiðslu hjá skipulagsfulltrúa.
11.Hættuástand þjóðvega á Snæfellsnesi
Málsnúmer 2502019Vakta málsnúmer
Bágborið ástand þjóðvega á Snæfellsnesi tekið til umræðu og lagt fram minnisblað bæjarstjóra. Einnig er lagt fram erindi sveitarstjórna á Vesturlandi til forsætisráðherra þar sem óskað er eftir neyðarfundi og skipan viðbragðshóps vegna ástandsins.
Með vísan til fyrirliggjandi gagna fól bæjarráð, á 30. fundi sínum, bæjarstjóra að fylgja málinu fast eftir.
Með vísan til fyrirliggjandi gagna fól bæjarráð, á 30. fundi sínum, bæjarstjóra að fylgja málinu fast eftir.
Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu bæjarráð og samþykkir samhljóða neðangreinda ályktun:
Bæjarstjórn Stykkishólms ítrekar að viðhald og ástand Snæfellsnesvegar nr. 54, Stykkishólmsvegar nr. 58 og Vestfjarðarvegar nr. 60 er langt frá því að vera boðlegt. Sveitarfélögin á Vesturlandi hafa ítrekað rætt við stjórnvöld vegamála um afar slæmt ástand vega á Vesturlandi og þá sérstaklega á Snæfellsnesvegi 54, Stykkishólmsvegi 58 og Vestfjarðarvegi 60 um Dalabyggð. Þrátt fyrir kröfur um úrbætur hefur lítið sem ekkert gerst.
Um langt skeið hafa vegirnir verið holóttir og yfirborð óslétt sem hefur leitt til þess að Vegagerðin hefur sett upp tilmæli um lækkun hámarkshraða niður í 70 eða jafnvel 50 á ákveðnum stöðum. Undanfarið hafa miklar bikblæðingar bætt gráu ofan á svart og Vegagerðin lýst yfir neyðarástandi vegna stöðunnar. Vegirnir eru hættulegir og bikblæðingarnar hafa leitt til þess að fjöldi íbúa sem þurfa að fara um þessa vegi hafa orðið fyrir tjóni. Sama má segja um fjölmarga flutningabíla.
Bæjarstjórn bendir á að íbúar búi í raun við skert athafna- og ferðafrelsi á Snæfellsnesi og í Dölum í ljósi stöðunnar, sem er algjörlega óviðunandi ástand. Þá er óboðleg sú staða sem birtist í upphaflegum drögum að samgönguáætlun þar sem Vesturland er skilið eftir hvað varðar fjárveitingar til stofnvega. Við þessu þarf að bregðast strax og leiðrétta þann mismun sem þar birtist.
Bæjarstjórn bendir einnig á að núverandi verðskrá Breiðafjarðarferjunnar Baldurs vinnur ekki að því að minnka umferð um bágborna og holótta vegi á Vestfjörðum og Vesturlandi heldur þvert á móti, en ólíkt því sem áður var er nú óhagstæðara fyrir flutningsaðila að nota ferjuna en að keyra flutningabíla með tengivagn landleiðina. Þessu fylgir einfaldlega meira slit á ónýtum vegum af völdum þungaflutninga. Bæjarstjórn bendir á að nauðsynlegt sé því að endurskoða verðskrá vegna flutningabíla í ferjunni til þess að minnka álag og slit á vegum.
Bæjarstjórn lýsir því yfir að það ríkir neyðar- og ófremdarástand á ofangreindum vegum sem getur ekki beðið eftir nýrri samgönguáætlun. Nauðsynlegt sé að ráðast í verulegar endurbætur á þessum vegum strax. Bæjarstjórn krefst þess, í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu sem uppi er, að nú þegar verði veitt fjármagni til að hefja megi endurbætur og uppbygginu á framangreindum vegum þannig að hefja megi framkvæmdir á árinu 2025.
Bæjarstjórn Stykkishólms ítrekar að viðhald og ástand Snæfellsnesvegar nr. 54, Stykkishólmsvegar nr. 58 og Vestfjarðarvegar nr. 60 er langt frá því að vera boðlegt. Sveitarfélögin á Vesturlandi hafa ítrekað rætt við stjórnvöld vegamála um afar slæmt ástand vega á Vesturlandi og þá sérstaklega á Snæfellsnesvegi 54, Stykkishólmsvegi 58 og Vestfjarðarvegi 60 um Dalabyggð. Þrátt fyrir kröfur um úrbætur hefur lítið sem ekkert gerst.
Um langt skeið hafa vegirnir verið holóttir og yfirborð óslétt sem hefur leitt til þess að Vegagerðin hefur sett upp tilmæli um lækkun hámarkshraða niður í 70 eða jafnvel 50 á ákveðnum stöðum. Undanfarið hafa miklar bikblæðingar bætt gráu ofan á svart og Vegagerðin lýst yfir neyðarástandi vegna stöðunnar. Vegirnir eru hættulegir og bikblæðingarnar hafa leitt til þess að fjöldi íbúa sem þurfa að fara um þessa vegi hafa orðið fyrir tjóni. Sama má segja um fjölmarga flutningabíla.
Bæjarstjórn bendir á að íbúar búi í raun við skert athafna- og ferðafrelsi á Snæfellsnesi og í Dölum í ljósi stöðunnar, sem er algjörlega óviðunandi ástand. Þá er óboðleg sú staða sem birtist í upphaflegum drögum að samgönguáætlun þar sem Vesturland er skilið eftir hvað varðar fjárveitingar til stofnvega. Við þessu þarf að bregðast strax og leiðrétta þann mismun sem þar birtist.
Bæjarstjórn bendir einnig á að núverandi verðskrá Breiðafjarðarferjunnar Baldurs vinnur ekki að því að minnka umferð um bágborna og holótta vegi á Vestfjörðum og Vesturlandi heldur þvert á móti, en ólíkt því sem áður var er nú óhagstæðara fyrir flutningsaðila að nota ferjuna en að keyra flutningabíla með tengivagn landleiðina. Þessu fylgir einfaldlega meira slit á ónýtum vegum af völdum þungaflutninga. Bæjarstjórn bendir á að nauðsynlegt sé því að endurskoða verðskrá vegna flutningabíla í ferjunni til þess að minnka álag og slit á vegum.
Bæjarstjórn lýsir því yfir að það ríkir neyðar- og ófremdarástand á ofangreindum vegum sem getur ekki beðið eftir nýrri samgönguáætlun. Nauðsynlegt sé að ráðast í verulegar endurbætur á þessum vegum strax. Bæjarstjórn krefst þess, í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu sem uppi er, að nú þegar verði veitt fjármagni til að hefja megi endurbætur og uppbygginu á framangreindum vegum þannig að hefja megi framkvæmdir á árinu 2025.
12.Lántaka
Málsnúmer 2502020Vakta málsnúmer
Lögð fram gögn vegna fyrirhugaðrar lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 150.000.000,- á árinu 2025 í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2025.
Á 30. fundi sínum lagði bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirhugaðrar lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 150.000.000,- á árinu 2025 með þeim lánaskilmálum sem býðst á þeim tíma sem lántaka fer fram.
Þá var lagt til að bæjarstjórn samþykki að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir sveitarfélagsins, þ.m.t í gatnagerð, viðhaldi og endurbótum fasteigna og fráveitu sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt að Jakobi Björgvini S. Jakobssyni kt. 060982-5549, bæjarstjóra, verði veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Á 30. fundi sínum lagði bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirhugaðrar lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 150.000.000,- á árinu 2025 með þeim lánaskilmálum sem býðst á þeim tíma sem lántaka fer fram.
Þá var lagt til að bæjarstjórn samþykki að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir sveitarfélagsins, þ.m.t í gatnagerð, viðhaldi og endurbótum fasteigna og fráveitu sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt að Jakobi Björgvini S. Jakobssyni kt. 060982-5549, bæjarstjóra, verði veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Bæjarstjórn Stykkishólms samþykkir hér með á 33. fundi bæjarstjórnar að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 150.000.000,- á árinu 2025 með þeim lánaskilmálum sem býðst á þeim tíma sem lántaka fer fram.
Bæjarstjórn samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir sveitarfélagsins, þ.m.t í gatnagerð, viðhaldi og endurbótum fasteigna og fráveitu sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Jakob Björgvin Sigríðarsyni Jakobssyni, kt. 060982-5549, bæjarstjóra, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga, sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu vegna lántöku sveitarfélagsins með fjórum atkvæðum bæjarfulltrúa H-lista, en bæjarfulltrúar Í-lista greiða atkvæði á móti.
Bókun bæjarfulltrúa Í-lista:
Lántaka ársins samkvæmt áætlun er 250 milljónir. Fyrir fundinum liggur fyrsta lántaka ársins upp á 150 milljónir. Íbúalistinn hefur varað við of miklum lántökum sem undanfarið, sem og í áætlun 2025, eru umfram afborganir eldri lána. Enn er besta fjárfesting sveitarfélagsins að greiða niður skuldir, fara hóflega í fjárfestingar og forgangsraða framkvæmdaverkum.
Ljóst er miðað við þróun mála á síðustu dögum, þ.e. kaup á 480 fermetrum af færanlegum húseiningum sem lágu ekki fyrir í framkvæmdaáætlun sem og undirskrift kjarasamninga við kennara að fara þarf aftur yfir fjárhagsáætlun fyrir 2025.
Undirrituð munu greiða atkvæði á móti afgreiðslu málsins.
Íbúalistinn
Haukur Garðarsson
Ragnar Már Ragnarsson
Heiðrún Höskuldsdóttir
Til máls tóku: HG og HH.
Bæjarstjórn samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir sveitarfélagsins, þ.m.t í gatnagerð, viðhaldi og endurbótum fasteigna og fráveitu sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Jakob Björgvin Sigríðarsyni Jakobssyni, kt. 060982-5549, bæjarstjóra, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga, sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu vegna lántöku sveitarfélagsins með fjórum atkvæðum bæjarfulltrúa H-lista, en bæjarfulltrúar Í-lista greiða atkvæði á móti.
Bókun bæjarfulltrúa Í-lista:
Lántaka ársins samkvæmt áætlun er 250 milljónir. Fyrir fundinum liggur fyrsta lántaka ársins upp á 150 milljónir. Íbúalistinn hefur varað við of miklum lántökum sem undanfarið, sem og í áætlun 2025, eru umfram afborganir eldri lána. Enn er besta fjárfesting sveitarfélagsins að greiða niður skuldir, fara hóflega í fjárfestingar og forgangsraða framkvæmdaverkum.
Ljóst er miðað við þróun mála á síðustu dögum, þ.e. kaup á 480 fermetrum af færanlegum húseiningum sem lágu ekki fyrir í framkvæmdaáætlun sem og undirskrift kjarasamninga við kennara að fara þarf aftur yfir fjárhagsáætlun fyrir 2025.
Undirrituð munu greiða atkvæði á móti afgreiðslu málsins.
Íbúalistinn
Haukur Garðarsson
Ragnar Már Ragnarsson
Heiðrún Höskuldsdóttir
Til máls tóku: HG og HH.
13.Minnispunktar bæjarstjóra
Málsnúmer 1808022Vakta málsnúmer
Lagðir fram minnispunktar bæjarstjóra.
Kynningu á minnispunktum bæjarstjóra er frestað til næsta fundar.
Fundi slitið - kl. 17:42.
Til máls tók: RMR, SIM og HG