Fara í efni

Bæjarstjórn

401. fundur 26. ágúst 2021 kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal
Nefndarmenn
  • Gunnlaugur Smárason aðalmaður
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir aðalmaður
  • Haukur Garðarsson aðalmaður
  • Guðmundur Kolbeinn Björnsson varamaður
  • Erla Friðriksdóttir aðalmaður
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir (HH) forseti
  • Lárus Ástmar Hannesson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þór Örn Jónsson fundarritari
  • Jón Sindri Emilsson
Fundargerð ritaði: Þór Örn Jónsson bæjarritari
Dagskrá
Forseti gerir grein fyrir þeirri dagskrárbreytingu að dagskrárliður 6 "Kosning í kjörstjórn" er felldur af dagskrá fundarins þar sem ekki er þörf á að kjósa nýja kjörstjórn. Um var að ræða misskilning í samskiptum kjörstjórnar og Ráðhússins sem kom í ljós eftir að fundarboð var sent.

Forseti óskar eftir athugasemdum frá fundamönnum. Engar athugasemdir komu fram og er því dagskrárliðurinn felldur af dagskrá fundarins.


---

Forseti vekur athygli á því að sú sérstaka staða er uppi að Theódóra Mattíasdóttir, varabæjarfulltrúi O-lista, sem óskaði eftir að mál yrði tekið á dagskrá og forseti gerði ráð fyrir að myndi mæta til fundarins, er ekki mætt til fundar til að fylgja eftir tillögu sinni eftir sem er á dagskrá fundarins undir dagskrárlið 7 í upphaflegu fundarboði. Eðli málsins samkvæmt telur forseti að undir venjulegum kringumstæðum yrði að fresta málinu eða taka málið af dagskrá fundarins þar sem fundarmaður er ekki mættur til þess að fylgja tillögu sinni eftir. Í ljósi eðli málsins og í ljósi þess að sá bæjarfulltrúi sem lagði málið upphaflega fyrir bæjarráð er mættur til fundarins telur forseti að fyrir hendi séu forsendur til þess að heimila Erlu Friðriksdóttur að gera tillöguna að sinni, berist ekki andmæli frá Erlu Friðriksdóttur eða öðrum fundarmönnum.

Engin andmæli bárust.

Lagt undir fundinn til samþykktar og samþykkt samhljóða.

1.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 15

Málsnúmer 2106004FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 15. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
Framlagt til kynningar.

2.Bæjarráð - 629

Málsnúmer 2107002FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 629. fundar bæjarráðs.
Framlagt til kynningar.

3.Bæjarráð - 630

Málsnúmer 2108003FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 630. fundar bæjarráðs.
Framlagt til kynningar.

Til máls tóku:HH og LÁH

4.Skipulags- og bygginganefnd - 253

Málsnúmer 2107001FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 253. fundar skipulags- og bygginganefndar.
Framlagt til kynningar.

5.Umhverfis- og náttúruverndarnefnd - 55

Málsnúmer 2108001FVakta málsnúmer

Lögð fram 55. fundargerð Umhverfis- og náttúruverndarnefndar.
Framlagt til kynningar.

Til máls tóku:HH og LÁH

Bókun

Framtíð Breiðafjarðar ? 630. fundur bæjarráðs, mál nr. 16

Undirrituð benda á að á bæjarstjórnarfundi þann 10. desember síðastliðinn var samhljóða samþykkt að óska eftir því að umhverfis- og náttúruverndarnefnd veitti umsögn um skýrslu Breiðafjarðarnefndar. Þar sem frestur var gefinn til 19. desember til þess að senda inn umsagnir gafst nægur tími til að boða til fundar í nefndinni. Afgreiðsla umhverfis- og náttúruverndarnefndar hefur dregist úr hófi þar sem umsögn var afgreidd á fundi þann 17. ágúst 2021.

Einungis fulltrúar H-lista sátu fund umhverfis- og náttúruverndarnefndar og tóku undir umsögn meirihluta bæjarstjórnar.

Sérstaklega vekur athygli að í afgreiðslu umhverfis- og náttúruverndarnefndar kemur fram að „hér ríki hvorki vísindaleg óvissa eða skortur á upplýsingum um hvort ákveðnar athafnir eða athafnaleysi muni hafa óæskileg áhrif á náttúruna.“ Á sama tíma tekur nefndin undir bókun bæjarstjórnar þar sem kallað er eftir auknum rannsóknum á firðinum.

Það er skilningur undirritaðs að málefni umhverfis og náttúru séu málaflokkur nefndarinnar og sérstakt að þau sjónarmið skori ekki hærra hjá nefndinni í þessu mikilvæga máli sem varðar Breiðafjörðinn til framtíðar.

Að öðru leiti vísum við í bókanir okkar varðandi málið frá bæjarstjórnarfundum númer 394 sem haldinn var 10. desember 2020 og bæjarstjórnarfundi 395 frá 28. janúar 2021.

Haukur Garðarsson Okkar Stykkishólmur
Lárus Ástmar Hannesson L-listi

6.Tillaga um íbúakosningu vegna útsýnisstaðar í Súgandisey

Málsnúmer 2105008Vakta málsnúmer

Theódóra Matthíasdóttir óskar eftir því að afgreiðsla bæjarráðs um tillögu að íbúakosningu vegna útsýnisstaðar í Súgandisey verði tekin til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Á 627. fundi bæjarráðs var lögð fram tillaga frá Okkar Stykkishólmi þar sem lagt var til að gerð yrði skoðanakönnun eða íbúakosning um fyrirhugaðan útsýnisstað í Súgandisey, Fjöreggið.

Formaður bæjarráðs lagði fram breytingartillögu þar sem talið var að vegna COVID-19 hafi hugsanlega skort á upplýsingagjöf til íbúa vegna verkefnisins og var bæjarstjóra því falið að vekja aftur athygli á verkefninu á heimasíðu bæjarins og þeirri málsmeðferð sem það hefur fengið á vegum bæjarins. Jafnframt var minnt á í breytingartillögunni að bæjarstjórn samþykkti samhljóða vorið 2019 að fela bæjarstjóra að vinna áfram að því að setja útsýnispall á þessum stað þar sem nú er fyrirhugað að setja Fjöregg í samræmi við tillögu umhverfis- og náttúruverndarnefndar. Hefur verkefnið verið í vinnslu frá þeim tíma og fengið tvisvar styrk úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða, samtals nærri 30 millj. kr. styrk til verkefnisins, verið einróma samþykkt í bæjarstjórn og bæjarráði þegar verkefnið hefur komið til afgreiðslu og verið á dagskrá fastanefnda sveitarfélagsins margsinnis á þessum tíma þar sem tekið hefur verið jákvætt í verkefnið eða engar athugasemdir gerðar, þ.m.t. umhverfis- og náttúruverndarnefnd, skipulags- og byggingarnefnd og safna- og menningarmálanefnd. Í þessum nefndum sitja, ásamt aðal- og varamönnum í bæjarstjórn, um 50 íbúar í Stykkishólmi.

Bæjarráð samþykkti breytingartillöguna samhljóða.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs með fimm atkvæðum L- og H-lista gegn tveimur atkvæðum O-lista.

Til máls tóku:HH,EF,JBJ,LÁH og SIM

Bókun O-lista:
Á 397. fundi bæjarstjórnar Stykkishólms þann 29. mars var tekið fyrir „heildarskipulag áningarsvæðis og útsýnisstaðar í Stykkishólmi".
Lagt var til við bæjarstjórn að „fela bæjarstjóra að setja af stað vinnu við gerð deiliskipulags við Súgandisey ..., ásamt því að hefja undirbúning að útsýnissvæði í samræmi við fyrirliggjandi gögn." Í bókun fulltrúa Okkar Stykkishólms undir þessu máli kemur meðal annars fram: „Undirrituð taka jákvætt í að hafin verði vinna við gerð deiliskipulags fyrir Súgandisey. Hvað varðar undirbúning að útsýnissvæði geta undirrituð ekki tekið afstöðu til einstakra framkvæmda í Súgandisey að svo stöddu þar sem ekki liggur fyrir kostnaðaráætlun.
Undirrituð benda jafnframt á mikilvægi þess að forgangsraða framkvæmdum í Súgandisey samkvæmt deiliskipulagi og setja nauðsynlega innviði, svo sem göngustíga og öryggisrið í forgang.“
Í kjölfar mikillar umræðu um Fjöreggið í samfélaginu, lögðu fulltrúar Okkar Stykkshólms fram eftirfarandi tillögu á bæjarráðsfundi nr. 627 þann 6. maí.
„Fulltrúar Okkar Stykkishólms leggja til að gerð verði skoðanakönnun eða íbúakosning um fyrirhugaðan útsýnisstað í Súgandisey (Eggið)?.
Tillagan var ekki samþykkt. Í stað þess samþykkti bæjarráð breytingartillögu þar sem bæjarstjóra var falið að kynna hugmyndina betur fyrir bæjarbúum. Í afgreiðslu bæjarráðs kemur fram að verkefnið hafi verið einróma samþykkt þegar það hafi verið tekið til afgreiðslu í bæjarstjórn. Með vísan í bókun fulltrúa Okkar Stykkishólms á bæjarstjórnarfundi nr. 397, sem sjá má hér að ofan, stenst sú fullyrðing ekki.
Bæjarstjóri fullyrti auk þess að kostnaðaráætlun fyrir verkefnið hafi þegar verið kynnt en einungis hefur verið birt frumkostnaðaráætlun. Ómögulegt er að taka afstöðu til verkefnisins byggða á þeim forsendum.
Undirrituð telja að dregist hafi úr hófi að taka afgreiðslu bæjarráðs fyrir í bæjarstjórn. Í verkefnum sem þessum er mikilvægt að bæjarfulltrúar leiti þeirra leiða sem meirihluti íbúa eru sáttir við.

Okkar Stykkishólmur,
Haukur Garðarsson
Erla Friðriksson

7.Fundaráætlun bæjarstjórnar og bæjarráðs

Málsnúmer 1912004Vakta málsnúmer

Fundaráætlun bæjarstjórnar og bæjarráðs framlögð.
Framlagt til kynningar.

8.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1808022Vakta málsnúmer

Framlagðir minnispunktar bæjarstjóra.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir minnispunktum.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?