Fara í efni

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd - 55

Málsnúmer 2108001F

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 630. fundur - 19.08.2021

Lögð fram 55. fundargerð umhverfis- og náttúruverndarnefndar
Lagt fram til kynningar.

Bæjarstjórn - 401. fundur - 26.08.2021

Lögð fram 55. fundargerð Umhverfis- og náttúruverndarnefndar.
Framlagt til kynningar.

Til máls tóku:HH og LÁH

Bókun

Framtíð Breiðafjarðar ? 630. fundur bæjarráðs, mál nr. 16

Undirrituð benda á að á bæjarstjórnarfundi þann 10. desember síðastliðinn var samhljóða samþykkt að óska eftir því að umhverfis- og náttúruverndarnefnd veitti umsögn um skýrslu Breiðafjarðarnefndar. Þar sem frestur var gefinn til 19. desember til þess að senda inn umsagnir gafst nægur tími til að boða til fundar í nefndinni. Afgreiðsla umhverfis- og náttúruverndarnefndar hefur dregist úr hófi þar sem umsögn var afgreidd á fundi þann 17. ágúst 2021.

Einungis fulltrúar H-lista sátu fund umhverfis- og náttúruverndarnefndar og tóku undir umsögn meirihluta bæjarstjórnar.

Sérstaklega vekur athygli að í afgreiðslu umhverfis- og náttúruverndarnefndar kemur fram að „hér ríki hvorki vísindaleg óvissa eða skortur á upplýsingum um hvort ákveðnar athafnir eða athafnaleysi muni hafa óæskileg áhrif á náttúruna.“ Á sama tíma tekur nefndin undir bókun bæjarstjórnar þar sem kallað er eftir auknum rannsóknum á firðinum.

Það er skilningur undirritaðs að málefni umhverfis og náttúru séu málaflokkur nefndarinnar og sérstakt að þau sjónarmið skori ekki hærra hjá nefndinni í þessu mikilvæga máli sem varðar Breiðafjörðinn til framtíðar.

Að öðru leiti vísum við í bókanir okkar varðandi málið frá bæjarstjórnarfundum númer 394 sem haldinn var 10. desember 2020 og bæjarstjórnarfundi 395 frá 28. janúar 2021.

Haukur Garðarsson Okkar Stykkishólmur
Lárus Ástmar Hannesson L-listi
Getum við bætt efni síðunnar?