Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa
Dagskrá
1.Tilkynningaskyld framkvæmd
Málsnúmer 2207005Vakta málsnúmer
Diana Kirchgaessner á Skúlagötu 20 sækir um leyfi til að klæða tvær hliðar á húsinu hjá sér sem snúa í átt að Skúlagötu 22 og 15. Um er að ræða einangrun og lóðrétta timburklæðningu.
Þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag fyrir Skúlagötu vísar byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar.
2.Bókhlöðustígur 9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2208010Vakta málsnúmer
Páll V. Bjarnason sækir um byggingarleyfi fyrir hönd eiganda á Bókhlöðustí 9.
Sótt er um að setja þaksvalir í stað núverandi geymslurýmis, svalirnar munu ná einum meter út fyrir húsið að norðanverðu. Undir hluta svala sem stendur út fyrir húsið verður sorpskýli. Gluggar og hurðir verða endurnýjaðir í upprunalega gerð og tveimur nýjum gluggum bætt við, útveggir verða klædddir með bárujárni í stað núverandi plastklæðningar. Einnig er sótt um að færa baðherbergið til innanhúss.
Sótt er um að setja þaksvalir í stað núverandi geymslurýmis, svalirnar munu ná einum meter út fyrir húsið að norðanverðu. Undir hluta svala sem stendur út fyrir húsið verður sorpskýli. Gluggar og hurðir verða endurnýjaðir í upprunalega gerð og tveimur nýjum gluggum bætt við, útveggir verða klædddir með bárujárni í stað núverandi plastklæðningar. Einnig er sótt um að færa baðherbergið til innanhúss.
í grein 2.3.6 í byggingarreglugerð með áorðnum breytingum er eftirfarandi mannvirkjagerð nýklæðning þegar byggðra mannvirkja undanþegin byggingingarheimild- og leyfi en skal tilkynnt leyfisveitanda enda sé hún í samræmi við deiliskipulag og önnur ákvæði reglugerðar þessarar eins og við á hverju sinni. í deiliskipulagi "Þinghúshöfði í Stykkishólmi" kemur fram í aldursgreiningu að Bókhlöðustígur 9 sé byggður á tímabilinu 1874-1904 og húsið byggt í dansk-íslenskri gerð. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við fyrirhugaðar breytingar á útveggjaklæðningu og gluggum þar sem jákvæð umsögn minjastofnunnar liggur fyrir.
Þar sem fyrir liggur jákvæð umsögn Minjastofnunnar og fyrirhuguð breyting er í samræmi við gildandi deiliskipulag gerir byggingarfulltrúi ekki athugasemdir við fyrirhugaða breytingu á að minnka geymsluskúrinn og koma fyrir svölum og samþykkir byggingaráform sbr við grein 2.4.2 í byggingingarreglugerð.
Þar sem fyrir liggur jákvæð umsögn Minjastofnunnar og fyrirhuguð breyting er í samræmi við gildandi deiliskipulag gerir byggingarfulltrúi ekki athugasemdir við fyrirhugaða breytingu á að minnka geymsluskúrinn og koma fyrir svölum og samþykkir byggingaráform sbr við grein 2.4.2 í byggingingarreglugerð.
3.Hamraendi 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2207004Vakta málsnúmer
Rjúkandi ehf sækir um byggingarleyfi fyrir iðnaðarhúsnæði við Hamraenda 4 Stykkishólmi. Húsið er 769,6m2 og 3748,1m3. Húsið verður á steyptum grunni og megin burðargrind hússins verður límtré, útveggir og þak verður klætt með yleiningum.
Þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag fyrir Hamraenda 4 vísar byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar.
4.Höfðagata 7 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2205004Vakta málsnúmer
Á 22. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa sótti Rerum um fyrir hönd húseiganda á Höfðagötu 7 að byggja tengibyggingu milli bílskúrs og íbúðarhúsnæðis ásamt því að byggja kvist á suðurhlið rishæðar, þar sem umsóknin samræmdist ekki deiliskipulagi vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd ákvað að erindið skildi grenndarkynnt. Bæjarráð staðfesti bókun skipulagsnefndar og var erindið grenndarkynnt frá 24.06.2022 til 22.07.2022, engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd ákvað að erindið skildi grenndarkynnt. Bæjarráð staðfesti bókun skipulagsnefndar og var erindið grenndarkynnt frá 24.06.2022 til 22.07.2022, engar athugasemdir bárust.
þar sem engar athugasemdir við grenndarkynningu bárust samþykkir byggingarfulltrúi byggingaráform sbr við grein 2.4.2 í byggingarreglugerð með áorðnum breytingum
5.Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2206028Vakta málsnúmer
Á 22. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa var sótt um að fá að klæða Laufásveg 7 að utan með standandi zink klæðningu, þar sem hvergi var minnst á standandi zink klæðningu í deiliskipulagi vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd ákvað að erindið skildi grenndarkynnt. Bæjarráð staðfesti bókun skipulagsnefndar og var erindið grenndarkynnt frá 24.06.2022 til 22.07.2022, engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd ákvað að erindið skildi grenndarkynnt. Bæjarráð staðfesti bókun skipulagsnefndar og var erindið grenndarkynnt frá 24.06.2022 til 22.07.2022, engar athugasemdir bárust.
Byggingarfulltrúi staðfestir að heimilt sé að klæða húsið að utan sbr við grein 2.3.6 í byggingarreglugerð með áorðnum breytingum þar sem engar athugasemdir við grenndarkynningu bárust.
Fundi slitið - kl. 14:00.