Bókhlöðustígur 9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2208010
Vakta málsnúmerAfgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 23. fundur - 10.08.2022
Páll V. Bjarnason sækir um byggingarleyfi fyrir hönd eiganda á Bókhlöðustí 9.
Sótt er um að setja þaksvalir í stað núverandi geymslurýmis, svalirnar munu ná einum meter út fyrir húsið að norðanverðu. Undir hluta svala sem stendur út fyrir húsið verður sorpskýli. Gluggar og hurðir verða endurnýjaðir í upprunalega gerð og tveimur nýjum gluggum bætt við, útveggir verða klædddir með bárujárni í stað núverandi plastklæðningar. Einnig er sótt um að færa baðherbergið til innanhúss.
Sótt er um að setja þaksvalir í stað núverandi geymslurýmis, svalirnar munu ná einum meter út fyrir húsið að norðanverðu. Undir hluta svala sem stendur út fyrir húsið verður sorpskýli. Gluggar og hurðir verða endurnýjaðir í upprunalega gerð og tveimur nýjum gluggum bætt við, útveggir verða klædddir með bárujárni í stað núverandi plastklæðningar. Einnig er sótt um að færa baðherbergið til innanhúss.
Þar sem fyrir liggur jákvæð umsögn Minjastofnunnar og fyrirhuguð breyting er í samræmi við gildandi deiliskipulag gerir byggingarfulltrúi ekki athugasemdir við fyrirhugaða breytingu á að minnka geymsluskúrinn og koma fyrir svölum og samþykkir byggingaráform sbr við grein 2.4.2 í byggingingarreglugerð.