Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

5. fundur 03. september 2020 kl. 13:00 - 14:00 Í gegnum fjarfundarbúnað
Nefndarmenn
  • Jökull Helgason byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurður Grétar Jónasson (SGJ) starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Jökull Helgason Byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Fákaborg 6 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2008025Vakta málsnúmer

Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir sækir um leyfi fyrir útlitsbreytingum á hesthúsi.
Um er að ræða að færa til hlöðudyr og staðsetja þar sem gluggi var fyrir, og setja nýjan glugga þar sem hlöðudyr voru. Endurnýja utanhússklæðningu og glugga til samræmis við aðra hluta hússins.
Skv. kafla 2.3 um byggingarleyfisskyldar framkvæmdir í byggingarreglugerð nr. 112/2012, segir í grein 2.3.4:
Breyting er varðar útlit eða form mannvirkis. Varði breyting á mannvirki útlit þess og form skal leita samþykkis hlutaðeigandi skipulagsnefndar áður en byggingarleyfi er veitt enda liggi ekki fyrir samþykkt deiliskipulag sem heimilar breytinguna. Ekki þarf að leita slíks samþykkis sé breytingin óveruleg.

Að mati byggingarfulltrúa er breytingin óveruleg og því ekki þörf á að leita samþykkis skipulagsnefndar vegna málsins.

Fákaborg 6 er 353,5 m2 að stærð og skiptist í 9 einingar, hvert með sitt fasteignanúmer. Skv. c-lið greinar 2.4.1 í byggingarreglugerð skal með umsókn um byggingarleyfi leggja fram samþykki meðeiganda hússins.

Erindið samþykkt með fyrirvara um að lögð verði fram hjá byggingarfulltrúa, yfirlýsing meðeigenda hússins um samþykki vegna fyrirhugaðra framkvæmda.

2.Víkurflöt 7 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2008017Vakta málsnúmer

Gísli Sveinn Grétarsson sækir um leyfi fyrir breytingum á útliti hússins að Víkurflöt 7.
Húsið verður einangrað með 100 mm steinullareinangrun og klætt að utan með bárustáli (smábára) og rennihurð sett í stað glugga.
Skv. kafla 2.3 um byggingarleyfisskyldar framkvæmdir í byggingarreglugerð nr. 112/2012, segir í grein 2.3.4:
Breyting er varðar útlit eða form mannvirkis. Varði breyting á mannvirki útlit þess og form skal leita samþykkis hlutaðeigandi skipulagsnefndar áður en byggingarleyfi er veitt enda liggi ekki fyrir samþykkt deiliskipulag sem heimilar breytinguna. Ekki þarf að leita slíks samþykkis sé breytingin óveruleg. Til að breyting á mannvirki geti talist óveruleg má hún ekki skerða hagsmuni nágranna, t.d. hvað varðar útsýni, skuggavarp eða innsýn, ekki breyta eða hafa áhrif á götumynd.

Að mati byggingarfulltrúa er breytingin óveruleg, hún hafi ekki áhrif á burðarvirki hússins, hún hafi ekki áhrif á hagsmuni nágranna eða götumynd og því sé ekki þörf á að leita samþykkis skipulagsnefndar vegna málsins.

Erindið samþykkt.

3.Umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 2008026Vakta málsnúmer

Gestur Hólm f.h. Ýsuheiði ehf sækir um stöðuleyfi dags. 17.08.2020 fyrir timburhúsi á óbyggðum byggingareit við Frúarstíg 1 í Stykkishólmi.
Skv. upplýsingum umsækjanda er húsið 3,33 m x 6,8 m, samtals 22,6 m2. Hæð 2,96 m með sökkli.
Skv. a-, og b-lið, greinar 2.6.1 í byggingarreglugerð er tilgreint að stöðuleyfi skuli sækja um vegna lausafjármuna s.s. hjólhýsa, gáma, báta, torgsöluhúsa, frístundahúsa í smíðum (til flutnings) og stórra samkomutjalda. Þegar um er að ræða mannvirki á lóð sem verður varanlega skeytt við jörðu telst það vera fasteign í skilningi laga og gildir um slíkt önnur málsmeðferð en stöðuleyfi.

Skv. grein 2.3.5 í byggingarreglugerð gilda eftirfarandi reglur um minniháttar framkvæmdir undanþegar byggingarleyfi, enda sé um að ræða framkvæmdir í samræmi við deiliskipulag.

H-liður, viðbyggingar.
Heimilt er að byggja eina viðbyggingu við mannvirki ef viðbygging er innan byggingarreits, flatarmál viðbyggingar er að hámarki 40 m2, viðbyggingin er á einni hæð. Um er að ræða svokallaða tilkynningarskylda framkvæmd.

I-liður, lítið hús á lóð.
Heimilt er að byggja eitt hús s.s. gestahús, bílskúr (viðbygging eða stakstæður), vinnustofu o.þ.h., á lóð þar sem þegar er til staðar íbúðarhús, húsið sé innan byggingarreits, flatarmál að hámarki 40 m2, mesta hæð þaks er 3,5 m frá yfirborði jarðar, auk ákvæða um brunamótstöðu.
Um er að ræða svokallaða tilkynningarskylda framkvæmd.

Í gildi er deiliskipulag fyrir lóðina Frúarstíg 1 sbr. „Stykkishólmur ? Miðbær“, reitur F.
Skv. deiliskipulaginu er óbyggður byggingarreitur á lóðinni, þar sem heimilt er að byggja viðbyggingu á einni hæð, við íbúðarhúsið að Frúarstíg 1. Stærð byggingarreits er um 6 x 9 m, samtals 54 m2.

Skv. skilmálum í greinargerð deiliskipulagsins fyrir reit F, segir um viðbyggingu við Frúarstíg 1, að vegghæð skuli að hámarki vera 3,0 m og mænishæð að hámarki 6m. Ennfremur segir að viðbygging skuli klædd í samræmi við núverandi hús, skuli hafa sama þakhalla og núverandi hús og við gluggasetningu skuli gætt samræmis við núverandi hús.

Í ljósi þess að stöðuleyfi gilda einungis fyrir lausafjármuni af tiltekinni gerð, en gilda ekki fyrir viðbyggingar eða stök hús sem ætlunin er að staðsetja varanlega á lóð er erindi um veitingu stöðuleyfis hafnað.
Er umsækjanda bent á að rétt málsmeðferð vegna erindisins er eftir atvikum byggingarleyfi eða svokölluð tilkynnt framkvæmd, eftir eðli fyrirhugaðra framkvæmda, en uppdrættir af húsinu liggja ekki fyrir með umsókn.
Hinsvegar verður ekki séð að húsið sem óskað hefur verið stöðuleyfis fyrir, sé í samræmi við skilmála deiliskipulags fyrir Frúarstíg 1 og því er ekki mögulegt að veita byggingarleyfi eða leyfi á grundvelli tilkynntrar framkvæmdar.

Erindi hafnað.

4.Hamraendi 10 - Breyting á skráningu

Málsnúmer 1912018Vakta málsnúmer

Sigurbjartur Loftsson sækir um breytingu á skráningu Hamraenda 10 úr geymslu í iðnaðarhúsnæði
Um er að ræða 300 m2 húsnæði að Hamraenda 10A, 10B, 10C, 10D og 10E, samtals 5 eignarhluta, hver á sinni lóð, skv. byggingarleyfi frá árinu 2020.
Erindið samþykkt.

5.Ægisgata 5 - framkvæmdir á lóð

Málsnúmer 2009009Vakta málsnúmer

Áskell Áskelsson sækir um leyfi til að hækka að hluta lóðina að Ægisgötu 5 (austanmegin / sjávarmegin), þar sem hún var áður stölluð niður. Hækkun lóðarinnar er til samræmis við aðliggjandi lóð að Ægisgötu 7 og verður lóðin ekki hærri en núverandi lóð er næst húsi að Ægisgötu 5. Flái á fyllingu verður þökulagður.
Á milli lóðarinnar Ægisgötu 5 norðanvert og Ægisgötu 3 er mjó ræma ca. 1 m að breidd, í eigu Stykkishólmsbæjar.
Skv. e-lið greinar 2.3.5 í byggingarreglugerð nr. 112/2020 er ekki heimilt að breyta hæð lóðar á lóðarmörkum án samþykkis leyfisveitanda og samþykkis lóðarhafa aðliggjandi lóðar.

Erindið samþykkt með fyrirvara um að lögð verði fram hjá byggingarfulltrúa, yfirlýsing lóðarhafa Ægisgötu 7 um samþykki vegna fyrirhugaðra framkvæmda á lóðarmörkum.

6.Borgarbraut 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2009010Vakta málsnúmer

Aðalsteinn Snorrason hjá Arkís arkitektum f.h. Ríkiseigna, Borgartúni 7a, Reykjavík, sækir um leyfi til þess að endurnýja skemmda utanhússklæðningu Borgarbrautar 2 í Stykkishólmi.
Um er að ræða nýja utanhússklæðningu skv. aðaluppdráttum frá Akrkís arkitektum, eldra múrkerfi ásamt einangrun verður fjarlægt, en í staðinn kemur ný slétt 2mm álklæðning með álundirkerfi og 100 mm steinullareinangrun.
Litir á húsinu verða svipaðir og áður voru.
Skv. kafla 2.3 um byggingarleyfisskyldar framkvæmdir í byggingarreglugerð nr. 112/2012, segir í grein 2.3.4:
Breyting er varðar útlit eða form mannvirkis. Varði breyting á mannvirki útlit þess og form skal leita samþykkis hlutaðeigandi skipulagsnefndar áður en byggingarleyfi er veitt enda liggi ekki fyrir samþykkt deiliskipulag sem heimilar breytinguna. Ekki þarf að leita slíks samþykkis sé breytingin óveruleg. Til að breyting á mannvirki geti talist óveruleg má hún ekki skerða hagsmuni nágranna, t.d. hvað varðar útsýni, skuggavarp eða innsýn, ekki breyta eða hafa áhrif á götumynd.

Að mati byggingarfulltrúa er breytingin óveruleg, hún hafi ekki áhrif á burðarvirki hússins, óveruleg áhrif á form og litasamsetningu hússins, hún hafi ekki áhrif á hagsmuni nágranna eða götumynd og því sé ekki þörf á að leita samþykkis skipulagsnefndar vegna málsins.

Erindið samþykkt.

Fundi slitið - kl. 14:00.

Getum við bætt efni síðunnar?