Víkurflöt 7 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2008017
Vakta málsnúmerAfgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 5. fundur - 03.09.2020
Gísli Sveinn Grétarsson sækir um leyfi fyrir breytingum á útliti hússins að Víkurflöt 7.
Húsið verður einangrað með 100 mm steinullareinangrun og klætt að utan með bárustáli (smábára) og rennihurð sett í stað glugga.
Húsið verður einangrað með 100 mm steinullareinangrun og klætt að utan með bárustáli (smábára) og rennihurð sett í stað glugga.
Breyting er varðar útlit eða form mannvirkis. Varði breyting á mannvirki útlit þess og form skal leita samþykkis hlutaðeigandi skipulagsnefndar áður en byggingarleyfi er veitt enda liggi ekki fyrir samþykkt deiliskipulag sem heimilar breytinguna. Ekki þarf að leita slíks samþykkis sé breytingin óveruleg. Til að breyting á mannvirki geti talist óveruleg má hún ekki skerða hagsmuni nágranna, t.d. hvað varðar útsýni, skuggavarp eða innsýn, ekki breyta eða hafa áhrif á götumynd.
Að mati byggingarfulltrúa er breytingin óveruleg, hún hafi ekki áhrif á burðarvirki hússins, hún hafi ekki áhrif á hagsmuni nágranna eða götumynd og því sé ekki þörf á að leita samþykkis skipulagsnefndar vegna málsins.
Erindið samþykkt.