Fákaborg 6 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2008025
Vakta málsnúmerAfgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 5. fundur - 03.09.2020
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir sækir um leyfi fyrir útlitsbreytingum á hesthúsi.
Um er að ræða að færa til hlöðudyr og staðsetja þar sem gluggi var fyrir, og setja nýjan glugga þar sem hlöðudyr voru. Endurnýja utanhússklæðningu og glugga til samræmis við aðra hluta hússins.
Um er að ræða að færa til hlöðudyr og staðsetja þar sem gluggi var fyrir, og setja nýjan glugga þar sem hlöðudyr voru. Endurnýja utanhússklæðningu og glugga til samræmis við aðra hluta hússins.
Breyting er varðar útlit eða form mannvirkis. Varði breyting á mannvirki útlit þess og form skal leita samþykkis hlutaðeigandi skipulagsnefndar áður en byggingarleyfi er veitt enda liggi ekki fyrir samþykkt deiliskipulag sem heimilar breytinguna. Ekki þarf að leita slíks samþykkis sé breytingin óveruleg.
Að mati byggingarfulltrúa er breytingin óveruleg og því ekki þörf á að leita samþykkis skipulagsnefndar vegna málsins.
Fákaborg 6 er 353,5 m2 að stærð og skiptist í 9 einingar, hvert með sitt fasteignanúmer. Skv. c-lið greinar 2.4.1 í byggingarreglugerð skal með umsókn um byggingarleyfi leggja fram samþykki meðeiganda hússins.
Erindið samþykkt með fyrirvara um að lögð verði fram hjá byggingarfulltrúa, yfirlýsing meðeigenda hússins um samþykki vegna fyrirhugaðra framkvæmda.