Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa
Dagskrá
1.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Imbuvík 1 - Flokkur 2,
Málsnúmer 2409005Vakta málsnúmer
Sótt er um parhús við Imbuvík 1/1a. Steyptir sökklar og plata og timbureiningar, sjá nánari upplýsingar á aðaluppdráttum.
2.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Imbuvík 3 - Flokkur 2,
Málsnúmer 2409004Vakta málsnúmer
Sótt er um parhús við Imbuvík 3/3a. Steyptir sökklar og plata og timbureiningar, sjá nánar á aðaluppdráttum.
Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist skipulagsáætlun Stykkishólms Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum
Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum 2.4.4 í byggingarreglugerð.
Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum 2.4.4 í byggingarreglugerð.
3.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Smiðjustígur 3 - Flokkur 2,
Málsnúmer 2407007Vakta málsnúmer
Lögð fram umsókn Borgar, frímúrarastúku, um byggingarleyfi til að bæta við stiga og lyftuhúsi við norðurgafl Smiðjustígs 3 þannig að aðgengi að efri hæð hússins standist reglur um algilda hönnun.
Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum er um að ræða steinsteypta 75,3 m² viðbyggingu á tveimur hæðum með flötu viðsnúnu steyptu þaki. Stiginn verður steyptur og lyftan verður með hjólastólaaðgengi. Salernisaðstaða verður einnig endurnýjuð. Önnur rými haldast óbreytt.
Þar sem húsið er á ódeiliskipulögðu svæði, vísaði byggingarfulltrúi málinu til skipulagsnefndar sem samþykkti, á 23. fundi sínum, að grenndarkynna byggingaráformin sbr. framlagðar teikningar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni samþykkt bæjarstjórnar á breytingu á lóðarmörkum (sbr. mál 2407005). Grenndarkynna skal fyrir meðeigendum Smiðjustígs 3 og lóðarhöfum Smiðjustígs 4.
Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum er um að ræða steinsteypta 75,3 m² viðbyggingu á tveimur hæðum með flötu viðsnúnu steyptu þaki. Stiginn verður steyptur og lyftan verður með hjólastólaaðgengi. Salernisaðstaða verður einnig endurnýjuð. Önnur rými haldast óbreytt.
Þar sem húsið er á ódeiliskipulögðu svæði, vísaði byggingarfulltrúi málinu til skipulagsnefndar sem samþykkti, á 23. fundi sínum, að grenndarkynna byggingaráformin sbr. framlagðar teikningar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni samþykkt bæjarstjórnar á breytingu á lóðarmörkum (sbr. mál 2407005). Grenndarkynna skal fyrir meðeigendum Smiðjustígs 3 og lóðarhöfum Smiðjustígs 4.
Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist skiplagsáætlun Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum
Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum 2.4.4 í byggingarreglugerð.
Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum 2.4.4 í byggingarreglugerð.
4.Sundabakki 1a-Fyrirspurn um að breyta bílskúr
Málsnúmer 2405028Vakta málsnúmer
Lagðar eru fram teikningar af breytingu hluta bílskúrs í íbúð dags. 24.06.2024.
Á 22. fundi skipulagsnefndar 5. júní sl var tekin fyrir fyrirspurn Snjólfs Björnssonar og Bjargar Gunnarsdóttur, lóðarhafa Sundabakka 1a, um afstöðu nefndarinnar hvað varðar breytingu á hluta bílskúrs í íbúðarhúsnæði. Umrædd lóð er á ódeiliskipulögðu svæði. Skipulagsnefnd tók ágætlega í erindið og taldi breytinguna samræmast almennri landnotkun, byggðamynstri og þéttleika byggðar í þessum bæjarhluta.
Nefndin óskaði eftir að formlegri umsókn fylgi tilskilin grenndarkynningargögn s.s. lýsing á áformunum og grunnteikning.
Þann 23. júní sl samþykkti bæjarráð að grenndarkynna áformin berist formleg umsókn ásamt umbeðnum gögnum.
Grenndarkynningu lauk 24. september og bárust engar athugasemdir.
Á 22. fundi skipulagsnefndar 5. júní sl var tekin fyrir fyrirspurn Snjólfs Björnssonar og Bjargar Gunnarsdóttur, lóðarhafa Sundabakka 1a, um afstöðu nefndarinnar hvað varðar breytingu á hluta bílskúrs í íbúðarhúsnæði. Umrædd lóð er á ódeiliskipulögðu svæði. Skipulagsnefnd tók ágætlega í erindið og taldi breytinguna samræmast almennri landnotkun, byggðamynstri og þéttleika byggðar í þessum bæjarhluta.
Nefndin óskaði eftir að formlegri umsókn fylgi tilskilin grenndarkynningargögn s.s. lýsing á áformunum og grunnteikning.
Þann 23. júní sl samþykkti bæjarráð að grenndarkynna áformin berist formleg umsókn ásamt umbeðnum gögnum.
Grenndarkynningu lauk 24. september og bárust engar athugasemdir.
Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist skiplagsáætlun Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum
Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum 2.4.4 í byggingarreglugerð.
Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum 2.4.4 í byggingarreglugerð.
Fundi slitið - kl. 14:00.
Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum 2.4.4 í byggingarreglugerð.