Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

18. fundur 14. janúar 2022 kl. 14:00 - 14:30 Skrifstofa byggingarfulltrúa
Nefndarmenn
  • Fannar Þór Þorfinnsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurður Grétar Jónasson (SGJ) starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Fannar Þór Þorfinnsson Byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2110026Vakta málsnúmer

Sótt er um leyfi til að bæta við 2 gluggum á norðugafl hesthús að Fákaborg 7, sbr. meðfylgjandi teikningu. Gert er ráð fyrir að gluggarnir verði þrískitir og allir hlutar opnanlegir til loftræsingar og lýsingar.
Skv. kafla 2.3 um byggingarleyfisskyldar framkvæmdir í byggingarreglugerð nr. 112/2012, segir í grein 2.3.4:
Breyting er varðar útlit eða form mannvirkis. Varði breyting á mannvirki útlit þess og form skal leita samþykkis hlutaðeigandi skipulagsnefndar áður en byggingarleyfi er veitt enda liggi ekki fyrir samþykkt deiliskipulag sem heimilar breytinguna. Ekki þarf að leita slíks samþykkis sé breytingin óveruleg.

Að mati byggingarfulltrúa er breytingin óveruleg og því ekki þörf á að leita samþykkis skipulagsnefndar vegna málsins

2.Frúarstígur 6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2112011Vakta málsnúmer

Queen Eider sækir um leyfi til þess að snúa stiga á milli 2.og 3.hæðar ásamt því að setja lítið salerni á 3.hæð samkvæmt uppdráttum.
Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum.
Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.

3.Umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 2112012Vakta málsnúmer

Lögð er fram umsókn Ragnheiðar Jónasdóttur um stöðuleyfi fyrir vinnuskúr við Sæmundarreit 2.
Umsókn umsækjanda er samþykkt með fyrirvara um stöðuleyfi til eins árs samkvæmt gr.2.6.1 í byggingarreglugerð.

4.Umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 2112013Vakta málsnúmer

Lögð er fram umsókn Rakelar Rósu Þorsteinsdóttur um stöðuleyfi fyrir vinnuskúr við Sæmundarreit 1.
Umsókn umsækjanda er samþykkt með fyrirvara um stöðuleyfi til eins árs samkvæmt gr.2.6.1 í byggingarreglugerð.

5.Móholt 14 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2111011Vakta málsnúmer

Ingveldur Eyþórsdóttir sækir um leyfi fyrir parhúsi á lóðinni Móholt 14-16 samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum.
Þar sem parhúsið nær út fyrir byggingarreit að hluta til samkvæmt gildandi deiliskipulagi vísar byggingarfulltrúi erindinu til afgreiðslu hjá Skipulagsnefnd.

Fundi slitið - kl. 14:30.

Getum við bætt efni síðunnar?