Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Siglingadeildin naut vinsælda í sumar
Fréttir

Siglingadeildin naut vinsælda í sumar

Í júnímánuði hélt Siglingadeild Snæfells fjörgur námskeið fyrir börn á aldrinum 10 – 15 ára þar sem farið var í grunnþætti siglinga á Topaz skútum, kynnst kajak siglingum og sullað í sjónum. Námskeiðin voru öll vel sótt og tókst vel til. Leiðbeinendur á námskeiðununum voru ungmenni á vegum vinnuskóla sveitarfélagsins. Ungmennin, þau Ágústa, Íris Ísafold, Guðmundur Gísli, fóru á fjögurra daga þjálfaranámskeið á vegum Siglingasambands Íslands í apríl ásamt Sigrúnu Erlu Eyjólfsdóttur og Ásdísi Árnadóttur.
29.08.2023
Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði
Fréttir

Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði

Sveitarfélagið óskar eftir áhugasömum ungmennum til að taka þátt í ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði sem fer fram dagana 22. – 24. september á Reykjum í Hrútafirði. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er, að jörðu skaltu aftur verða og vísar hún til umhverfis- og loftlagsmála.
28.08.2023
Íbúakosning í dreifbýlisráð 9. og 23. september
Fréttir Stjórnsýsla

Íbúakosning í dreifbýlisráð 9. og 23. september

Kosið verður í dreifbýlisráð dagana 9. og 23. september í Félagsheimilinu Skildi í Helgafellssveit. Kosningarrétt í kosningu til dreifbýlisráðs hafa íbúar innan sveitarfélagamarka Helgafellssveitar eins og þeim er lýst á sveitarfélagakorti Landmælinga Íslands frá 2014 og íbúar með búsetu í Ögri. Kjörgengur í dreifbýlisráð er hver sá sem hefur skráð lögheimili í þeim hluta sveitarfélagsins sem lýst er hér að ofan.
24.08.2023
Jón Aðalsteinsson að störfum í Súgandisey.
Fréttir

Framkvæmdir í Súgandisey

Eins og þekkt er hefur sveitarfélagið fengið rausnarlega styrki úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða til uppbyggingar og framkvæmda í Súgandisey. Í upphafi fékkst tæplega 4 milljóna króna styrkur fyrir hönnunarsamkeppni á útsýnisstað í Súgandisey, efnt var til samkeppni og varð tillagan Fjöregg hlutskörpust í þeirri keppni. þegar vinningstillagan lá fyrir fékk sveitarfélagið tæpar 25 milljónir króna úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða til deiliskipulagsgerðar og við gerð útsýnissvæðis á Súgandisey. Síðar fékk sveitarfélagið annan styrk, tæpar 16 milljónir, úr sjóðnum fyrir áframhaldandi vinnu í samræmi við vinningstillöguna.
23.08.2023
16. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms
Stjórnsýsla

16. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms

16. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms fer fram fimmtudaginn 24. ágúst kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal. Smelltu á hnappinn hér að neðan til að kynna þér dagská fundar.
22.08.2023
Umhyggjudagurinn 26. ágúst 2023
Fréttir

Umhyggjudagurinn á laugardaginn

Umhyggja, félag langveikra barna og fjölskyldna þeirra, stendur fyrir umhyggjudeginum sem haldinn er víðsvegar um land laugardaginn 26. ágúst næstkomandi. Markmið umhyggjudagsins er að vekja athygli á félaginu og því góða starfi sem þar er unnið. Í tilefni dagsins verður boðið frítt í sundlaugina í Stykkishólmi á milli kl. 14:00 og 16:00. Börn sem mæta í sund á þessum tíma fá sundpoka merktan umhyggju að gjöf á meðan birgðir endast.
22.08.2023
Sendiherra Bandaríkjanna í heimsókn í Stykkishólmi
Fréttir

Sendiherra Bandaríkjanna í heimsókn í Stykkishólmi

Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Carrin F. Patman, heimsótti Stykkishólm í dag. Patman tók við embætti sendiherra 7. ágúst 2022. Áður hafði hún verið stjórn­ar­formaður al­menn­ings­sam­gangna í Harris-sýslu í Texas sem er sú þriðja fjöl­menn­asta í Banda­ríkj­un­um. Einnig var hún einn eig­enda lög­fræðistof­unn­ar Bracewell LLP og starfaði þar í þrjá ára­tugi.
18.08.2023
Grunnskólasetning 22. ágúst
Fréttir

Grunnskólasetning 22. ágúst

Grunnskólinn í Stykkishólmi verður settur þriðjudaginn 22. ágúst nk. Foreldrum og forráðamönnum nemenda 1. bekkjar er boðið á skólasetninguna ásamt nemendum. Skólasetningin fer fram á Amtsbókasafninu kl. 10:00 fyrir 1.-6. bekk og kl. 11:00 fyrir 7.-10. bekk. Hefðbundin kennsla hefst svo miðvikudaginn 23. ágúst kl. 08:10 samkvæmt stundatöflu.
17.08.2023
Endurbætt leikskólalóð
Fréttir

Frágangi við leikskólalóð lokið

Starf Leikskólans í Stykkishólmi er nú hafið aftur eftir sumarfrí. Ætla má að yngstu börnin hafi verið sérlega ánægð þegar þau mættu til skóla og við blasti ný og endurbætt leikskólalóð. Nýverið var lokið við frágang á lóðinni við nýja viðbyggingu skólans sem ætluð er yngstu börnunum. Á lóðinni er fagurgrænt gervigras í bland við gúmmíhellur og ný og spennandi leiktæki. Gróður á svæðinu var tekinn upp og girðing færð út að gangstétt svo hægt væri að nýta svæðið betur undir leik og starf. Hér að neðan má sjá myndir af lóðinni.
17.08.2023
Flokkstjórinn
Fréttir

Leiksýningin Flokkstjórinn

Leiksýningin Flokkstjórinn verður sýnd í Hólmgarðinum mánudaginn 14. ágúst kl. 15:00 í boði Sveitarfélagsins Stykkishólms. Sýningin er opin öllum en höfðar sérstaklega til unglinga á vinnuskólaaldri og foreldra/forráðamanna þeirra. Leiksýningin „Flokkstjórinn“ byggir á reynslu Hólmfríðar Hafliðadóttur sem flokkstjóri í unglingavinnu en starfið veitti innsýn í samskipti unglinga, eineltismenningu og hve grimm mannskepnan getur verið þegar hún þráir ekkert heitar en að tilheyra hópnum. Er til slæmt fólk? Eða einungis slæm hegðun? Þarf virkilega alltaf að stíga í spor karlmanna til að öðlast virðingu? Jafnvel óvæntasta fólk getur brotið þig niður, sama hversu mikil völd þú ert með í rýminu.
14.08.2023
Getum við bætt efni síðunnar?