Fara í efni

Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði

28.08.2023
Fréttir

Sveitarfélagið óskar eftir áhugasömum ungmennum til að taka þátt í ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði sem fer fram dagana 22. – 24. september á Reykjum í Hrútafirði.

Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er, að jörðu skaltu aftur verða og vísar hún til umhverfis- og loftlagsmála.

Eins og nafnið gefur til kynna er ráðstefnan fyrir ungt fólk á aldrinum 16 – 25 ára. Ekki þarf að vera í ungmennaráði eða félagi til þess að taka þátt. Ráðstefnan er opin fyrir öll ungmenni á tilsettum aldri.

Áhugasömum er bent á að setja sig í samband við Magnús Bæringsson, tómstunda- og æskulýðsfulltrúi, magnus@stykkisholmur.is sem veitir nánari upplýsingar um málið.

Getum við bætt efni síðunnar?