Umhverfis-, skipulags- og mannvirkjamál

Umhverfis-, skipulags-, og mannvirkjamál hjá Stykkishólmsbæ eru á höndum eftirfarandi aðila.  Auk skipulags-, umhverfis-, og byggingarmála er hlutverk þeirra er að hafa umsjón með verklegum framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins s.s. viðhaldi fasteigna , gatnakerfi, holræsakerfi, opnum svæðum, sorpmálum og sumarvinnu unglinga.

Í skiplags-, og byggingarmálum starfa:


Kristín Þorleifsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsmála 

Fannar Þór Þorfinnnsson, byggingarfulltrúi

Sigurður Grétar Jónasson, aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa


Í Þjónustumiðstöð starfa:

Jón Salómon Bjarnason starfsmaður í Þjónustumiðstöð

Sigurður Grétar Jónasson starfsmaður í Þjónustumiðstöð 

Jón Beck Agnarsson, verkstjóri Þjónustumiðstöðvar

Símanúmer hjá þjónustumiðstöð er 8338116


Vatns- og hitaveita Stykkishólms er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. Starfsmaður OR í Stykkishólmi er Hörður Karlsson.

Sorptaka er í höndum Íslenska Gámafélagsins ehf . Starfsmaður Íslenska Gámafélagsins í Stykkishólmi er Gunnar Jónsson.  

Upplýsingar um sorphirðu.

Umsóknir

Aðalskipulag Stykkishólms er sett fram í greinargerð og á skipulagsuppdrætti og er stefna bæjarfélagsins um landnotkun, samgöngu- og þjónustukerfi, umhverfismál og þróun byggðar í  fram til árið 2022.
 
Á grundvelli Aðalskipulags er unnið deiliskipulag.

 

Gildandi aðalskipulag fyrir Stykkishólmsbæ má sjá á vefsjá Skipulagsstofnunar 

 • Þegar sótt er um byggingar- eða framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmd sem er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar í þegar byggðu hverfi og deiliskipulag liggur ekki fyrir eða um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi skal skipulagsnefnd láta fara fram grenndarkynningu.
 • Grenndarkynning felst í því að skipulagsnefnd kynnir nágrönnum sem taldir eru geta átt hagsmuna að gæta leyfisumsókn eða tillögu að breytingu á skipulagsáætlun og gefur þeim kost á að tjá sig um hana innan tilskilins frests sem skal vera a.m.k. fjórar vikur. Að þeim fresti liðnum og þegar sveitarstjórn hefur afgreitt málið skal þeim sem tjáðu sig um það tilkynnt niðurstaða sveitarstjórnar. Þegar um óverulega breytingu á deiliskipulagi er að ræða sendir sveitarstjórn Skipulagsstofnun samþykkta deiliskipulagsbreytingu.
 • Skipulagsnefnd er heimilt að stytta tímabil grenndarkynningar ef þeir sem hagsmuna eiga að gæta, sbr. 1. mgr., hafa lýst skriflega yfir með áritun sinni á kynningargögn áður en fjórar vikur eru liðnar að þeir geri ekki athugasemdir við skipulagstillöguna eða hina leyfisskyldu framkvæmd. Skipulagsnefnd er heimilt að falla frá grenndarkynningu ef sýnt er fram á að breyting á deiliskipulagi eða leyfisskyld framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda.  (Skipulagslög nr. 123/2010 - 44gr.)

Lausar lóðir til úthlutunar í Stykkishólmi eru eftirfarandi

Eftirfarandi lóðir eru lausar til úthlutunar hjá Stykkishólmsbæ (sjá reglur um úthlutun lóða hér):

ÍBÚÐAHÚSALÓÐIR

 • Aðalgata 17
 • Hjallatangi 9
 • Hjallatangi 13
 • Hjallatangi 19
 • Hjallatangi 36
 • Hjallatangi 42
 • Sundabakki 2

LÓÐ F. VERSLUN OG ÞJÓNUSTU

 •  Lóðir merktar: 4 á deiliskipulagi við Aðalgötu 31
 •  Lóðir merktar: 5 á deiliskipulagi við Aðalgötu 31
 •  Aðalgata 17
 •  Borgarbraut 3

IÐNAÐAR- OG ATHAFNALÓÐIR

 •     Reitarvegur 7-17
 •     Hamraendi 4-8


FRÍSTUNDALÓÐIR: 

 • Fákaborg 5
 • Fákaborg 9
 • Fákaborg 11
 • Fákaborg 13

 

 • Dýraspítali/Dýralæknir: Nýrækt 16 (hafið samband við skipulags- og byggingarfulltrúa eða bæjarstjóra)

 

Annað:

Það eru til svæði innan bæjarmarkanna sem eru skilgreind sem athafnarsvæðieða viðskipta- og þjónustusvæði samkvæmt aðalskipulagi 2002-2022 en eru ódeiliskipulögð, helst ber að nefna svæði merkt A1, A3 og svo svæðivið Sundvík. (endilega hafið samband við skipulags- og   byggingarfulltrúa eða bæjarstjóra til að fá frekari upplýsingar) 

 

Tímabundin 90% niðurfelling á gatnagerðargjöldum 

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkti á 394.fundi sínum 90% tímabundna niðurfellingu á gatnagerðargjöldum á eftirfarandilóðum:

 • Sundabakki 2
 • Hjallatangi 9
 • Hjallatangi 13
 • Hjallatangi 15

Lækkunin gildir til 31. desember 2021. Skal umsækjandi greiða 75.000 kr. Staðfestingargjald fyrir hverja lóð sem sótt er um og er staðfestingargjald óafturkræft verði umsækjanda úthlutað viðkomandi lóð.