Auglýsing um skipulag
Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkti þann 31. október2019, að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Stykkishólms,Skúlagata 26a samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan afmarkast með aðkomu frá Skúlagötu og lóðum semliggja við Laufásveg og Skúlagötu. Breytingin felst í að opnu grænu svæði íbæjarlandi, verði breytt í íbúðarhúsalóð og að byggingu sem á að fjarlægjasamkvæmt gildandi skipulagi, merkta sk, verði leyft að standa og endurbyggt semíbúðarhús.
Tillagan verður til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúaHafnargötu 3, Stykkishólmi frá og með 13. nóvember 2019 og til og með 27. desember2019.
Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til aðkynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skilaskriflega eigi síðar en 27. desember 2019.
Skila skal ábendingum og athugasemdum til skipulagsfulltrúaStykkishólmsbæjar, Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmi eða á netfangið skipulag@stykkisholmur.is