Fara í efni

Auglýsing um skipulag

31.03.2020
Fréttir

Breyting á deiliskipulagi hesthúsasvæðis við Fákaborg Stykkishólmi.Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkti þann 26. mars 2020 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi hesthúsasvæðis við Fákaborg í Stykkishólmi, samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hesthúsasvæðið Fákaborg Stykkishólmi er um 5 ha að stærð og liggur eftir Stykkishólmsvegi, að byggð við Hjallatanga í vestur og Móholti í norður.Megin tillögubreytingar felast í leyfi fyrir stækkun á þegar byggðri reiðskemmu og hesthúsum og  tilfærslu á óbyggðum lóðum og byggingarreitum, til að auka rými fyrir miðjusvæði, bílstæðum og aðgengi að gerðum.

Tillagan verður til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa Hafnargötu 3, Stykkishólmi og á heimasíðu Stykkishólmsbæjar, www.stykkisholmur.is, frá og með 1. apríl 2020 til og með 14. maí 2020. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér breytingarnar.

Ábendingum og athugasemdum á auglýstri tillögu ber að skila skriflega eigi síðar en 14. maí 2020, til Stykkishólmsbæjar /skipulagsfulltrúa, Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmi eða á netfangið skipulag@stykkisholmur.is.

Skipulagsfulltrúi Stykkishólmsbæjar

Smelltu á myndina til að stækka


Getum við bætt efni síðunnar?