Fara í efni

Verkstjóri í áhaldahúsi

07.03.2025
Fréttir Laus störf

Sveitarfélagið Stykkishólmur auglýsir laust til umsóknar 100% starf verkstjóra í áhaldahúsi/þjónustumiðstöð sveitarfélagsins. Leitað er eftir öflugum og drífandi einstaklingi sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.

Verkstjóri gegnir mikilvægu hlutverki í að umhverfi og ásýnd sveitarfélagsins sé til fyrirmyndar og sinnir í því sambandi fjölbreyttum verkefnum. Verkstjóri áhaldahúss hefur umsjón með rekstri áhaldahúss, gatna- og umferðarmannvirkja, fráveitukerfis sem og öðrum verkum sem heyra undir áhaldahús/þjónustumiðstöð sveitarfélagsins, þ.m.t. verklegum framkvæmdum, vetrarþjónustu og umhirðu á opnum svæðum.

Starfið krefst góðrar samvinnu og samstarfs við stjórnendur og starfsmenn sveitarfélagsins, stofnanir þess, sem og íbúa, iðnaðarmenn, verktaka, opinbera aðila og aðra er málið varðar. Verkstjóri er að öðru leyti ábyrgur fyrir rekstri og framkvæmd verkefna sem heyrir undir starfssvið hans, þ.m.t. umsjón með sumarstörfum, vinnuskóla í samráði við íþrótta- og tómstundafulltrúa og ýmsum öðrum verkefnum.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Annast daglegan rekstur áhaldahúss.
  • Dagleg verkstjórn starfsmanna og ábyrgð á rekstri og framkvæmd verkefna sem heyrir undir starfssvið hans.
  • Umhirða og hreinsun opinna svæða.
  • Skipulag, samskipti og umsjón með vetrarþjónustu sveitarfélagsins.
  • Stjórnun tækja og véla sem undir áhaldahús heyra.
  • Umsjón með tækjum og vinnuvélum, viðhald og viðgerðir og ábyrgð á að öll tæki og áhöld í góðu standi og kemur með tillögur að endurnýjunarþörf.
  • Ýmiskonar viðhald, s.s. viðhald gatna- og umferðarmannvirkja, gönguleiða og fráveitu, og verklegar framkvæmdir.
  • Ýmiskonar flutningur og önnur þjónusta við stofnanir bæjarins
  • Heldur utan um almenna tækjaþjónustu á vegum sveitarfélagsins.
  • Sinnir framkvæmda- og þjónustuverkefnum á eigna- og/eða hafnarsjóði.
  • Kemur að gerð fjárhagsáætlana er varða málaflokk áhaldahúss.
  • Önnur tilfallandi verkefni.

Hæfnikröfur

  • Ríkuleg þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Gilt ökuskírteini og vinnuvélaréttindi.
  • Áhersla lögð á vandvirkni og nákvæmni í öllum störfum
  • Hæfni til að starfa sjálfstætt, skipulagshæfileikar og nákvæmni við skráningu gagna
  • Góð almenn tölvukunnátta.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta.
  • Hreint sakavottorð.

Laun taka mið af starfsmati og kjarasamningum viðkomandi BSRB/ASÍ félaga við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Umsóknarfrestur er til 21. mars 2025. Æskilegt er að sá einstaklingur sem ráðinn verður geti hafið störf sem fyrst.

Upplýsingar um starfið veitir Jakob Björgvin Sigríðarson Jakobsson, bæjarstjóri, í síma 433-8100, og umsóknum skal skilað á netfangið radning@stykkisholmur.is.

Stykkishólmur
Getum við bætt efni síðunnar?