Fara í efni

Velferðar- og jafnréttismálanefnd

4. fundur 16. september 2024 kl. 20:00 - 21:30 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Klaudia S. Gunnarsdóttir formaður
  • Anna Lind Særúnardóttir aðalmaður
  • Arnar Geir Diego Ævarsson aðalmaður
  • Gunnar Björn Haraldsson aðalmaður
  • Steinunn Helgadóttir (SH) varamaður
  • Halla Dís Hallfreðsdóttir varamaður
  • Sæþór Þorbergsson varamaður
  • Dagný Rún Þorgrímsdóttir varamaður
  • Hjalti Hrafn Hafþórsson varamaður
  • Guðrún Magnea Magnúsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Magnea Magnúsdóttir ritari
Dagskrá

1.Fjölmenning á vinnustöðum

Málsnúmer 2409008Vakta málsnúmer

Formaður gerir grein fyrir fræðslunámskeiði um fjölmenningu sem haldið var fyrir starfsfólks og nefndir sveitarfélagsins. Námskeiðið var haldið í samráði við formann velferðar- og jafnréttismálanefndar, en meðal hlutverka nefndarinnar er m.a. að stuðla að þátttöku og aðgengi innflytjenda að samfélaginu og standa fyrir fræðslustarfi og kynningum í tengslum við velferðarmál og önnur þau mál sem falla að verksviði nefndarinnar.
Velferðar- og jafnréttismálanefnd fagnar aukinni vitundarvakningu og umfjöllun um málefnið og góðri mætingu á fyrirlesturinn.

2.Stefna í málefnum nýrra íbúa

Málsnúmer 2103029Vakta málsnúmer

Formaður velferðar- og jafnréttismálanefndar gerir grein fyrir söðu málsins.
Drög að móttökuáætlun fyrir nýja íbúa, íslenska og erlenda, liggur fyrir. Velferðarnefnd- og jafnréttismálanefnd samþykkir að halda þeirri vinnu áfram.

3.Miðstöð öldrunarþjónustu í Stykkishólmi

Málsnúmer 2106022Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu framkvæmda á Höfðaborg og samstarfi sveitarfélagsins við Aftanskin, félag eldri borgara í Stykkishólmi.
Velferðar- og jafnréttismálanefnd fagnar bættri aðstöðu í Höfðaborg og því samstarfi sem styður við félagslíf íbúa 60 í Stykkishólmi.

4.Úthlutun félagslegra leiguíbúða í Stykkishólmi

Málsnúmer 2110011Vakta málsnúmer

Lagðar fram umsóknir um félagslegar leiguíbúðir í Stykkishólmi.
Ákvörðun færð í trúnaðarmálabók.

Fundi slitið - kl. 21:30.

Getum við bætt efni síðunnar?