Fara í efni

Fjölmenning á vinnustöðum

Málsnúmer 2409008

Vakta málsnúmer

Velferðar- og jafnréttismálanefnd - 4. fundur - 16.09.2024

Formaður gerir grein fyrir fræðslunámskeiði um fjölmenningu sem haldið var fyrir starfsfólks og nefndir sveitarfélagsins. Námskeiðið var haldið í samráði við formann velferðar- og jafnréttismálanefndar, en meðal hlutverka nefndarinnar er m.a. að stuðla að þátttöku og aðgengi innflytjenda að samfélaginu og standa fyrir fræðslustarfi og kynningum í tengslum við velferðarmál og önnur þau mál sem falla að verksviði nefndarinnar.
Velferðar- og jafnréttismálanefnd fagnar aukinni vitundarvakningu og umfjöllun um málefnið og góðri mætingu á fyrirlesturinn.
Getum við bætt efni síðunnar?