Fara í efni

Skóla- og fræðslunefnd

2. fundur 11. október 2022 kl. 17:00 - 19:00 í Grunnskóla Stykkishólms
Nefndarmenn
  • Agnes Helga Sigurðardóttir formaður
  • Sigurður Grétar Jónasson (SGJ) aðalmaður
  • Aron Bjarni Valgeirsson aðalmaður
  • Kristín Rós Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Viktoría Líf Ingibergsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Berglind Axelsdóttir (BA) skólastjóri grunnskóla
  • Sigrún Þórsteinsdóttir (SÞó) skólastjóri leikskóla
  • Elísabet Lára Björgvinsdóttir - (ELB) skólastjóri leikskóla
  • Klaudia S. Gunnarsdóttir fulltrúi frá regnbogalandi
  • Kristjón Daðason skólastjóri tónlistarskóla
  • Arna Sædal Andrésdóttir fulltrúi kennara grunnskóla stykkishólms
  • Berglind Eva Ólafsdóttir fulltrúi foreldrafélags leikskólans
Fundargerð ritaði: Kristín Rós Jóhannesdóttir ritari
Dagskrá

1.Breytingar á störfum skóla- og fræðslunefndar

Málsnúmer 2208025Vakta málsnúmer

Lögð fram ný samþykkt um sjórn sameiginlegs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar. Samkvæmt 48. gr. samþykktarinnar fjallar safna- og menningarmálanefnd um málefni Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi en sá málaflokkur tilheyrði áður skóla- og fræðslunefnd. Einnig er lagt fram uppfært erindisbréf skóla- og fræðslunefndar í samræmi við þetta.
Lagt fram til kynningar.

2.Starfsemi Regnbogalands - skýrsla og yfirferð

Málsnúmer 1910041Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Regnbogalands, umsjónarmaður fer yfir starfsemi safnsins.
Umsjónarmaður gerði grein fyrir skýrslu sinni.

3.Starfsemi Grunnskólans í Stykkishólmi - Greinargerð stjórnenda

Málsnúmer 1910040Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Grunnskólans í Stykkishólmi, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans.
Skólastjóri gerði grein fyrir skýrslu sinni

4.Sjálfsmatsskýrsla Grunnskólans í Stykkishólmi 2022

Málsnúmer 2210008Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar sjálfsmatsskýrsla Grunnskólans í Stykkishólmi 2022.
Lagt fram til kynningar

5.Starfsemi Tónlistaskóla Stykkishólms - Greinargerð stjórnanda

Málsnúmer 1910043Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Tónlistarskólans í Stykkishólmi, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans
Deildarstjóri gerði grein fyrir skýrslu sinni.

6.Starfsemi Leikskólans í Stykkishólmi - Greinargerð stjórnenda

Málsnúmer 1910039Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Leikskólans í Stykkishólmi, stjórnendur fara yfir starfsemi skólans.
Skólastjóri gerði grein fyrir skýrslu sinni þar sem meðal annars komu fram miklar
áhyggjur af ráðningarmálum í leikskólanum.

Skólanefnd tekur undir með stjórnendum varðandi áhyggjur af stöðu leikskólans.
Nefndin leggur áherslu á að bæjarstjórn skoði stöðuna sem komin er upp í leikskólanum enda kom það fram í vinnu við skólastefnu bæjarins að sérstaka áherslu þyrfti að leggja á þau mál. Skólastjórnendur leikskólans sendu bæjarstjórn bréf í apríl þar sem komu fram tillögur til að styrkja leikskólastigið. Nefndin leggur áherslu á að bæjarstjórn fari vel yfir þær tillögur sem liggja fyrir.

7.Tilboð til sveitarfélaga í Peers félagsfærninámskeið

Málsnúmer 2208029Vakta málsnúmer

Lagt fram tilboð Lífsbrunns ehf. til sveitarfélaga. Fyrirtækið býður Peers námskeið í félagsfærni fyrir börn og unglinga með félagslega erfiðleika, einhverfu, ADHD, kvíða og/eða þunglyndi. Bæjarráð vísaði málinu til frekari vinnslu í bæjarráði.

Lagt fram til kynningar.
Umræða skapaðist um námskeiðið og önnur sambærileg námskeið. Kom upp sú vangavelta að ekki væri æskilegt að bærinn eyrnamerkti fjármuni til eins ákveðins námskeiðs heldur ætti að styrkja einstaklinga til þátttöku á námskeiðum sem hentuðu hverjum og einum.

8.Önnur mál skóla- og fræðslunefndar

Málsnúmer 1811041Vakta málsnúmer

Vakin var athygli á skorti á úrræðum fyrir ung grunnskólabörn þegar grunnskólinn er
ekki starfandi. Á þetta t.d. við um vikurnar fyrir skólabyrjun að hausti, jóla- og
páskafrí. Lendir þetta einna verst á þeim íbúum sem hafa lítið bakland hér í bænum.
Ræddir voru ýmsir möguleikar eins og t.d. leikjanámskeið og aðkoma íþróttafélaga.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?