Skóla- og fræðslunefnd
Dagskrá
1.Starfsemi Grunnskólans í Stykkishólmi - Greinargerð stjórnenda
Málsnúmer 1910040Vakta málsnúmer
Lögð fram skýrsla Grunnskólans í Stykkishólmi, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans.
Lagt fram til kynningar.
2.Starfsemi Tónlistaskóla Stykkishólms - Greinargerð stjórnanda
Málsnúmer 1910043Vakta málsnúmer
Skólastjóri fer yfir starfsemi Tónlistarskólans í Stykkishólmi.
Skólastjóri kynnti drög að skóladagatali fyrir tónlistarskólann.
Skóla- og fræðslunefnd leggur til að kannaður verði möguleiki á frekari samræmingu skóladagatala gunn- og tónlistarskóla varðandi skipulagsdaga.
Skóla- og fræðslunefnd leggur til að kannaður verði möguleiki á frekari samræmingu skóladagatala gunn- og tónlistarskóla varðandi skipulagsdaga.
3.Starfsemi Regnbogalands - skýrsla og yfirferð
Málsnúmer 1910041Vakta málsnúmer
Lögð fram skýrsla Regnbogalands, umsjónarmaður fer yfir starfsemina.
Lagt fram til kynningar.
4.Niðurstöður samráðsfunda vegna skólaþjónustu
Málsnúmer 2302003Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynningar niðurstöður samráðsfunda vegna skólaþjónustu.
Lagt fram til kynningar.
5.Áform um frumvarp til laga um gagnaöflun um farsæld barna
Málsnúmer 2302032Vakta málsnúmer
Lögð fram áform um frumvarp til laga um gagnaöflun um farsæld barna. Með frumvarpinu er ætlunin að lögfesta heimildir stjórnvalda til að mæla og kanna líðan, velferð og farsæld barna og safna upplýsingunum í sérstakt mælaborð. Lagt fram til kynningar í skóla- og fræðslunefnd.
Lagt fram til kynningar.
6.Verklagsreglur um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum
Málsnúmer 2302031Vakta málsnúmer
Lagðar fram tillögur að verklagsreglum um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum til umfjöllunar í skóla- og fræðslunefnd.
Skóla- og fræðslunefnd fagnar þeirri vinnu sem farin er af stað og felur formanni að vinna máið áfram með skólastjóra áður en málið verður afgreitt í bæjarstjórn.
7.Frumvarp til laga um þjónustustofnun á sviði menntamála
Málsnúmer 2211014Vakta málsnúmer
Lagt fram frumvarp til laga um þjónustustofnun á sviði menntamála sem nú liggur frammi í samráðsgátt stjórnvalda. Frumvarpið felur í sér að ný þjónustustofnun á sviði menntamála verður sett á fót og tekur við hluta af verkefnum Menntamálastofnunar, sem verður lögð niður. Lagt fram til umsagnar í skóla- og fræðslunefnd.
Skóla- og fræðslunefnd fagnar stofnun sem styður við skólastarf og skólaþjónustu, um land allt.
8.Málefni félags- og skólaþjónustu Snæfellsnes
Málsnúmer 2102011Vakta málsnúmer
Skólastjóri gerir grein fyrir áhyggjum sínum í tengslum við úrræði sem falla undir starf félags- og skólaþjónustunar (FSSF).
Skólastjóri hefur ítrekað reynt að fá skólastjórnendur á Snæfellsnesi til þess að óska eftir sameiginlegum fundi með FSSF, bæjarstjórum og bæjarstjórnum sveitarfélagana sem standa að þjónustunni, við litlar undirtektir.
Skólastjóri hefur ítrekað reynt að fá skólastjórnendur á Snæfellsnesi til þess að óska eftir sameiginlegum fundi með FSSF, bæjarstjórum og bæjarstjórnum sveitarfélagana sem standa að þjónustunni, við litlar undirtektir.
Fundi slitið - kl. 18:15.
- 2102011 - Málefni félags- og skólaþjónustu Snæfellsnes
Samþykkt samhljóða.
Er ofangreint mál sett inn sem mál nr. 8 á dagskrá fundarins.