Áform um frumvörp til nýrra heildarlaga um skólaþjónustu og nýja þjónustustofnun
Málsnúmer 2211014
Vakta málsnúmerSkóla- og fræðslunefnd - 3. fundur - 15.11.2022
Lögð fram frumvörp til nýrra heildarlaga um skólaþjónustu og nýja þjónustustofnun sem kynnt voru í samráðsgátt stjórnvalda í október 2022. Markmið með setningu nýrrar heildarlöggjafar um skólaþjónustu er að tryggja öllum skólum faglegt bakland í sínum fjölbreyttu verkefnum ásamt því að efla þverfaglega samvinnu milli skóla-, félags- og heilbrigðisþjónustu í þágu nemenda með hliðsjón af farsældarlögum og Barnvænu Íslandi. Kynning áformanna er fyrsta skrefið í víðtæku samráðsferli um útfærslu skólaþjónustu til framtíðar. Þá er lögð fram umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um áformin.
Lagt fram til kynningar. Jákvæð umræða skapaðist um frumvarpið.
Skóla- og fræðslunefnd - 5. fundur - 28.02.2023
Lagt fram frumvarp til laga um þjónustustofnun á sviði menntamála sem nú liggur frammi í samráðsgátt stjórnvalda. Frumvarpið felur í sér að ný þjónustustofnun á sviði menntamála verður sett á fót og tekur við hluta af verkefnum Menntamálastofnunar, sem verður lögð niður. Lagt fram til umsagnar í skóla- og fræðslunefnd.
Skóla- og fræðslunefnd fagnar stofnun sem styður við skólastarf og skólaþjónustu, um land allt.