Skipulagsnefnd
Dagskrá
1.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 3
Málsnúmer 2209001FVakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar fundargerð 3. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
2.Kæra til Ú.U.A. vegna Víkugötu 5
Málsnúmer 2206032Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar greinargerð Landslaga lögfræðiráðgjafar vegna kæru lóðarhafa Víkurgötu 3 til Úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála.
Á 2. fundi bæjarráðs 18. ágúst sl. var lögð fram til kynningar stjórnsýslukæra í tengslum við deiliskipulag miðbæjar Stykkishólms austan Aðalgötu, dags. 30. mars 2021. Í kærunni krefst Lárus Kazmi þess, f.h. lóðarhafa að Víkurgötu 5, að felld verði úr gildi ákvörðun bæjarstjórnar dags. 9. desember 2021 um samþykkt nýs deiliskipulags fyrir miðbæ Stykkishólms austan Aðalgötu en umrætt deiliskipulag tók gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda 27. apríl 2022. Í öllu falli er þess krafist að fyrrnefnd ákvörðun bæjarstjórnar verði felld úr gildi að því er varðar þann þátt deiliskipulagsins sem lýtur að tilfærslu á lóðamörkum lóðanna Víkurgötu 3 og Víkurgötu 5. Jafnframt var lögð fram greinargerð sveitarfélagsins.
Á 2. fundi bæjarráðs 18. ágúst sl. var lögð fram til kynningar stjórnsýslukæra í tengslum við deiliskipulag miðbæjar Stykkishólms austan Aðalgötu, dags. 30. mars 2021. Í kærunni krefst Lárus Kazmi þess, f.h. lóðarhafa að Víkurgötu 5, að felld verði úr gildi ákvörðun bæjarstjórnar dags. 9. desember 2021 um samþykkt nýs deiliskipulags fyrir miðbæ Stykkishólms austan Aðalgötu en umrætt deiliskipulag tók gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda 27. apríl 2022. Í öllu falli er þess krafist að fyrrnefnd ákvörðun bæjarstjórnar verði felld úr gildi að því er varðar þann þátt deiliskipulagsins sem lýtur að tilfærslu á lóðamörkum lóðanna Víkurgötu 3 og Víkurgötu 5. Jafnframt var lögð fram greinargerð sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar.
3.Snjómokstur gatna og gönguleiða
Málsnúmer 2202010Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar tillaga Umhverfis- og skipulagssviðs að snjómokstursáætlun fyrir götur og gönguleiðir 2022-2023.
Á 636. fundi bæjarráðs 21. febrúar sl. var lögð fram tillaga Hrafnhildar Hallvarðsdóttur og Steinunnar Ingibjargar Magnúsdóttur (dags. 14.02.2022) um að þjónustuflokka og tímasetja snjómokstur gönguleiða í Stykkishólmi með sambærilegum hætti og gert hefur verið fyrir snjómokstur gatna. Í tillögunni var lögð áhersla á mokstur gönguleiða sem tengja íbúðarhverfi og skóla.
Bæjarráð samþykkti tillöguna og fól sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að útfæra tillöguna í samráði við bæjarstjóra.
Bæjarstjórn staðfesti afgreiðslu bæjarráðs á 408. fundi sínum þann 24. febrúar 2022.
Á 636. fundi bæjarráðs 21. febrúar sl. var lögð fram tillaga Hrafnhildar Hallvarðsdóttur og Steinunnar Ingibjargar Magnúsdóttur (dags. 14.02.2022) um að þjónustuflokka og tímasetja snjómokstur gönguleiða í Stykkishólmi með sambærilegum hætti og gert hefur verið fyrir snjómokstur gatna. Í tillögunni var lögð áhersla á mokstur gönguleiða sem tengja íbúðarhverfi og skóla.
Bæjarráð samþykkti tillöguna og fól sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að útfæra tillöguna í samráði við bæjarstjóra.
Bæjarstjórn staðfesti afgreiðslu bæjarráðs á 408. fundi sínum þann 24. febrúar 2022.
Skipulagsnefnd lýst vel á framlagða tillögu að snjómokstri og hálkueyðingu fyrir götur og gönguleiðir í þéttbýlinu og vegi í dreifbýlinu og felur Umhverfis- og skipulagssviði að uppfæra skjölin samkvæmt ábendingum nefndarinnar og leggja fram drög að verklagsreglum áður en málið verður lagt fyrir bæjarráð.
Magnús Bæringsson kom inn á fundinn undir þessum lið.
4.Heilsustígur í Þröskuldum við Grensás
Málsnúmer 1904042Vakta málsnúmer
Gerð er grein fyrir þróun heilsustígs í Þröskuldum sem hluta af útivistarstígakerfi á Grensási.
Skipulagsnefnd þakkar Magnúsi Bæringssyni kærlega fyrir að gera grein fyrir stöðunni í þessu verkefni.
Magnús Bæringsson yfirgaf fundinn
5.Skipulag athafna- og iðnaðarsvæða við Kallhamar og Hamraenda
Málsnúmer 2206035Vakta málsnúmer
Lögð fram skipulagslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulag Stykkishólms 2002-2022 og tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir nýtt athafnasvæði við Kallhamar (A5) og stækkun á núverandi athafnasvæði (A1) við Hamraenda sem unnin er samhliða aðalskipulagsbreytingunni.
Á 1. fundi skipulagsnefndar, 22. júní sl., fór skipulagsfulltrúi yfir þá vinnu sem í gangi er vegna breytingar á aðalskipulagi athafnasvæða við Kallahamar og Hamraenda og deilskipulagsáætlana fyrir svæðin sem unnar verða samhliða aðalskipulagsbreytingunni.
Á 1. fundi skipulagsnefndar, 22. júní sl., fór skipulagsfulltrúi yfir þá vinnu sem í gangi er vegna breytingar á aðalskipulagi athafnasvæða við Kallahamar og Hamraenda og deilskipulagsáætlana fyrir svæðin sem unnar verða samhliða aðalskipulagsbreytingunni.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að lýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 skv. 1 mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna athafnasvæða við Kallhamar og Hamraenda og tillögu að tveimur nýjum deiliskipulagsáætlunum skv. 1 mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir sömu svæði sem unnin verða samhliða aðalskipulagsbreytingunni.
Þar sem hugtakið "grænn iðngarður" er tiltölulega nýtt hér á landi, mælir nefndin með því að hugtakið verði útskýrt frekar í skipulagslýsingunni sbr. texta í skipulagsforsögninni fyrir Kallhamarssvæðið. Einnig telur nefndin að lýsa þurfi betur hvernig hugmyndafræði um grænan iðngarð við Kallhamar skili sér í ítarlegri skilmálum í deiliskipulagsgerð fyrir svæðið.
Nefndin bendir á að Svæðisskipulagsnefnd Snæfellsness ætti að vera einn af helstu umsagnaraðilum.
Þar sem hugtakið "grænn iðngarður" er tiltölulega nýtt hér á landi, mælir nefndin með því að hugtakið verði útskýrt frekar í skipulagslýsingunni sbr. texta í skipulagsforsögninni fyrir Kallhamarssvæðið. Einnig telur nefndin að lýsa þurfi betur hvernig hugmyndafræði um grænan iðngarð við Kallhamar skili sér í ítarlegri skilmálum í deiliskipulagsgerð fyrir svæðið.
Nefndin bendir á að Svæðisskipulagsnefnd Snæfellsness ætti að vera einn af helstu umsagnaraðilum.
6.Birkilundur - Breyting á DSK
Málsnúmer 2209002Vakta málsnúmer
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fyrir frístundabyggð í Birkilundi í Helgafellssveit frá 2006.
Í gildi er deiliskipulag frá 1987 en umrædd skipulagstillaga frá 2006 var aldrei auglýst í B-deild Stjórnartíðinda og hefur þar af leiðandi aldrei tekið gildi. einnig eru annmarkar á áritun tillögunnar og auglýsingaferli. Þrátt fyrir að deiliskipulagstillagan frá 2006 hafi ekki tekið gildi, eru vísbendingar um að unnið hafi verið eftir þessari skipulagstillögu í Birkilundi um árabil. Skipulagsfulltrúi leggur til að deiliskipulagið verði klárað í samræmi við 8. kafla skipulagslaga nr. 123/2010 og 1. mgr. 17. gr. laga um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús nr. 75/2008.
Í gildi er deiliskipulag frá 1987 en umrædd skipulagstillaga frá 2006 var aldrei auglýst í B-deild Stjórnartíðinda og hefur þar af leiðandi aldrei tekið gildi. einnig eru annmarkar á áritun tillögunnar og auglýsingaferli. Þrátt fyrir að deiliskipulagstillagan frá 2006 hafi ekki tekið gildi, eru vísbendingar um að unnið hafi verið eftir þessari skipulagstillögu í Birkilundi um árabil. Skipulagsfulltrúi leggur til að deiliskipulagið verði klárað í samræmi við 8. kafla skipulagslaga nr. 123/2010 og 1. mgr. 17. gr. laga um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús nr. 75/2008.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að lokið verði við gerð deiliskipulagstillögunnar í samræmi við 8. kafla skipulagslaga. Nefndin mælir með því að bæjarstjórn fari fram á að lóðarhafar/eigendur á deilskipulagssvæðinu stofni með sér félag lóðarhafa/eigenda í Birkilundi í Sauraskógi sbr. 1. mgr. 17. gr laga um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús nr. 75/2008. Í kjölfar stofnunar félagsins vinni skipulagsfulltrúi áfram með félaginu að endurskoðun tillögunnar áður en hún verður kynnt fyrir félagsmönnum og öðrum hagsmunaaðilum skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að því búnu undirbúa tillöguna til samþykktar bæjarstjórnar til auglýsingar skv. 1. mgr. 41. gr. laganna.
GDP og SH yfirgefa fundinn.
7.Víkurhverfi - Deiliskipulagsbreyting
Málsnúmer 2111004Vakta málsnúmer
Lögð er fyrir tillaga skipulagsfulltrúa að svörum við athugasemdum sem bárust á auglýsingartíma breytingartillögunnar ásamt skýringarmyndum og uppfærðri tillögu með minniháttar breytingum.
Gildandi deiliskipulag fyrir Víkurhverfi er frá 2007. Deiliskipulagssvæðið er um 2,3 ha að stærð og nær til miðhluta hverfisins n.t.t. norður af Borgarbraut að Hyrnuvík. Ákvörðun um breyta deiliskipulaginu er tilkomin vegna mælinga sem unnar voru á svæðinu s.l. sumar en þá kom í ljós að suðurendi svæðisins er að hluta til óbyggilegur vegna jarðvegsdýptar.
Meginmarkmiðin með deiliskipulagsbreytingunni eru að:
- Ná fram meiri hagkvæmni og betri nýtingu lands með fjölgun lóða úr 13 í 16, fjölgun íbúðareininga úr 28 í 37 og styðjast við nýja nálgun við íbúðarlausnir og hagkvæmari nýtingu lóða. Jafnframt er leitast við að vernda svæði sem mikilvæg eru fyrir leik og útivist.
- Stýra lausnum í byggingarheimildum í átt til meiri gæða í íbúðarlausnum með áherslu á sól og skjól og bjartari íbúðir.
- Ná fram fallegu heildaryfirbragði byggðarinnar með því að hanna aðlaðandi götumyndir, áhugaverð rými á milli húsa, gönguvænna umhverfi og blandaða stærð íbúðareininga með mismunandi húsum og þakformum.
- Leggja áherslu á lýðheilsu og mannrækt með gatnahönnun sem tekur mið að umferðaröryggi, gróðri, götugögnum og góðri lýsingu ásamt samfélagsmótandi þáttum og aðgengi að náttúru og útivistarmöguleikum.
Skipulags- og byggingarnefnd fagnaði, á 258. fundi sínum, framlagðri tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Víkurhverfi og telur að hugmyndafræðin sem þar er kynnt, samræmist stefnu bæjarins um sjálfbærni, fjölbreytta og áhugaverða íbúðarkosti, hagkvæmni í landnýtingu, gatnahönnun sem tekur mið af umferðaröryggi, áherslu á gönguvænt umhverfi og aðgengi að frábærum útivistamöguleikum. Nefndin samþykkti fyrir sitt leyti tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Víkurhverfi og lagði til við bæjarstjórn að auglýsa tillöguna.
Bæjarráð samþykkti, á 638. fundi sínum, afgreiðslu nefndarinnar með þeirri breytingu að breidd Borgarbrautar innan deiliskipulagsbreytingarinnar verði 6,5 m með 2 m gangstétt öðru megin (gatan er safngata og tenging síðar við hugsanlega baðaðstöðu) og að Bauluvík verði 6,5 m með 1,5 m gangstétt öðru megin (einnig safngata) og Imbuvík og Daddavík verði 5,5 m að breidd og verði vistgötur og hannaðar sem slíkar. Bæjarráð óskar eftir að kannað verði með að hönnun hverfis uppfylli vistvottun og fól bæjarstjóra að leggja uppfærðan uppdrátt fyrir bæjarstjórnarfund.
Á 409. fundi bæjarstjórnar þann 30. mars sl. samþykkti bæjarstjórn að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 31. gr. og 1. mgr. 41. gr. sömu laga.
Tillagan var auglýst 12. apríl með athugasemdafresti til 25. maí 2022. Vegna fjölda frídaga á tímabilinu var frestur til að senda inn umsagnir framlengdur til 7. júní 2022. Jafnframt var haldinn opinn kynningarfundur fyrir íbúa og ara hagsmunaaðila í Amtbókasafni Stykkishólms 5. maí sl.
Athugasemdir bárust frá lóðarhöfum við Víkurflöt 10 og Garðaflöt 9. Umsagnir bárust frá Veitum og Slökkviliði Stykkishólms.
Á 1. fundi skipulagsnefndar tók nefndin athugasemdirnar til umfjöllunar skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og fól skipulagsfulltrúa að leggja drög að svörum til afgreiðslu á næsta fundi nefndarinnar.
Á 2. fundi skipulagsnefndar fól nefndin skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram á grunni þeirra ábendinga sem bárust og tillögu skipulagsfulltrúa að svörum við þeim m.a. minniháttar breytingar á lóðum E1-D, I, L, M, O og P, að gert verði ráð fyrir sólskálum við einbýlishús og aðrar minniháttar breytingar á bílastæðum og lóðarmörkum. Að því búnu verði breytingartillagan uppfærð og lögð fyrir næsta fund nefndarinnar til afgreiðslu.
Gildandi deiliskipulag fyrir Víkurhverfi er frá 2007. Deiliskipulagssvæðið er um 2,3 ha að stærð og nær til miðhluta hverfisins n.t.t. norður af Borgarbraut að Hyrnuvík. Ákvörðun um breyta deiliskipulaginu er tilkomin vegna mælinga sem unnar voru á svæðinu s.l. sumar en þá kom í ljós að suðurendi svæðisins er að hluta til óbyggilegur vegna jarðvegsdýptar.
Meginmarkmiðin með deiliskipulagsbreytingunni eru að:
- Ná fram meiri hagkvæmni og betri nýtingu lands með fjölgun lóða úr 13 í 16, fjölgun íbúðareininga úr 28 í 37 og styðjast við nýja nálgun við íbúðarlausnir og hagkvæmari nýtingu lóða. Jafnframt er leitast við að vernda svæði sem mikilvæg eru fyrir leik og útivist.
- Stýra lausnum í byggingarheimildum í átt til meiri gæða í íbúðarlausnum með áherslu á sól og skjól og bjartari íbúðir.
- Ná fram fallegu heildaryfirbragði byggðarinnar með því að hanna aðlaðandi götumyndir, áhugaverð rými á milli húsa, gönguvænna umhverfi og blandaða stærð íbúðareininga með mismunandi húsum og þakformum.
- Leggja áherslu á lýðheilsu og mannrækt með gatnahönnun sem tekur mið að umferðaröryggi, gróðri, götugögnum og góðri lýsingu ásamt samfélagsmótandi þáttum og aðgengi að náttúru og útivistarmöguleikum.
Skipulags- og byggingarnefnd fagnaði, á 258. fundi sínum, framlagðri tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Víkurhverfi og telur að hugmyndafræðin sem þar er kynnt, samræmist stefnu bæjarins um sjálfbærni, fjölbreytta og áhugaverða íbúðarkosti, hagkvæmni í landnýtingu, gatnahönnun sem tekur mið af umferðaröryggi, áherslu á gönguvænt umhverfi og aðgengi að frábærum útivistamöguleikum. Nefndin samþykkti fyrir sitt leyti tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Víkurhverfi og lagði til við bæjarstjórn að auglýsa tillöguna.
Bæjarráð samþykkti, á 638. fundi sínum, afgreiðslu nefndarinnar með þeirri breytingu að breidd Borgarbrautar innan deiliskipulagsbreytingarinnar verði 6,5 m með 2 m gangstétt öðru megin (gatan er safngata og tenging síðar við hugsanlega baðaðstöðu) og að Bauluvík verði 6,5 m með 1,5 m gangstétt öðru megin (einnig safngata) og Imbuvík og Daddavík verði 5,5 m að breidd og verði vistgötur og hannaðar sem slíkar. Bæjarráð óskar eftir að kannað verði með að hönnun hverfis uppfylli vistvottun og fól bæjarstjóra að leggja uppfærðan uppdrátt fyrir bæjarstjórnarfund.
Á 409. fundi bæjarstjórnar þann 30. mars sl. samþykkti bæjarstjórn að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 31. gr. og 1. mgr. 41. gr. sömu laga.
Tillagan var auglýst 12. apríl með athugasemdafresti til 25. maí 2022. Vegna fjölda frídaga á tímabilinu var frestur til að senda inn umsagnir framlengdur til 7. júní 2022. Jafnframt var haldinn opinn kynningarfundur fyrir íbúa og ara hagsmunaaðila í Amtbókasafni Stykkishólms 5. maí sl.
Athugasemdir bárust frá lóðarhöfum við Víkurflöt 10 og Garðaflöt 9. Umsagnir bárust frá Veitum og Slökkviliði Stykkishólms.
Á 1. fundi skipulagsnefndar tók nefndin athugasemdirnar til umfjöllunar skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og fól skipulagsfulltrúa að leggja drög að svörum til afgreiðslu á næsta fundi nefndarinnar.
Á 2. fundi skipulagsnefndar fól nefndin skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram á grunni þeirra ábendinga sem bárust og tillögu skipulagsfulltrúa að svörum við þeim m.a. minniháttar breytingar á lóðum E1-D, I, L, M, O og P, að gert verði ráð fyrir sólskálum við einbýlishús og aðrar minniháttar breytingar á bílastæðum og lóðarmörkum. Að því búnu verði breytingartillagan uppfærð og lögð fyrir næsta fund nefndarinnar til afgreiðslu.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að breytingu á deiliskipulagi Víkurhverfis með þeim minniháttar breytingum sem gerðar hafa verið til þess að koma til móts við athugasemdir sem bárust á auglýsingartíma tillögunnar. Nefndin samþykkir einnig fyrir sitt leyti tillögu skipulagsfulltrúa að svörum við athugasemdunum sem bárust.
Jafnframt felur nefndin skipulagsfulltrúa að kalla eftir viðbótargögnum sem sýna ásýnd nýbygginga á reit E-1d frá húsum við Víkurflöt 10 og Garðaflöt 9 en þau gögn hafi ekki áhrif á afgreiðslu nefndarinnar enda hafi breytingartillagan umtalsvert minni áhrif á útsýni frá þessum húsum heldur en deiliskipulag það sem nú er í gildi.
Jafnframt felur nefndin skipulagsfulltrúa að kalla eftir viðbótargögnum sem sýna ásýnd nýbygginga á reit E-1d frá húsum við Víkurflöt 10 og Garðaflöt 9 en þau gögn hafi ekki áhrif á afgreiðslu nefndarinnar enda hafi breytingartillagan umtalsvert minni áhrif á útsýni frá þessum húsum heldur en deiliskipulag það sem nú er í gildi.
GDP og SH koma aftur til fundar.
Fundi slitið - kl. 19:30.
Bókun Gretars D. Pálssonar:
Í lið 5. Nesvegur 22A í 24. Afgreiðslufundi byggingafulltrúa þann 5.september 2022 er rakin afgreiðsla á umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi ? mál 2204018
Áður er lengra er haldið og byggingarleyfi gefið út telur undirritaður rétt að gaumgæft verði með eftirfarandi:
a) Hefur formleg lóðarúthlutun átt sér stað og verið samþykkt?
Samkvæmt fundargerð bæjarráðs 21.02.2022 og fundargerð bæjarstjórnar 24.02.2022 er bæjarstjóra falið að ganga til samninga við Asco Harvester ehf. Hvergi er getið samþykkta á lóðarúthlutun á þeim fundum eða síðari fundum bæjarráðs og bæjarstjórnar. Einnig kemur hvergi fram að umræddur samningur, og þá möguleg lóðaúthlutun, hafi verið lagður fram til samþykktar.
b) Á erindið ekki eftir að fara til fullnaðarafgreiðslu í bæjarstjórn?
Í 33.gr samþykkta Stykkishólmsbæjar segir (feitletrun mín):
33. gr.
Heimild bæjarráðs til fullnaðarákvörðunar
Bæjarstjórn getur falið bæjarráði fullnaðarafgreiðslu mála nema lög mæli á annan veg.
Bæjarráði er heimil fullnaðarafgreiðsla mála, þegar bæjarstjórn er í sumarleyfi, sem ekki varða verulega fjárhag bæjarsjóðs eða stofnana hans, enda sé ekki ágreiningur milli bæjarráðsmanna eða við bæjarstjóra um slíka afgreiðslu.
Fullnaðarákvarðanir sem teknar hafa verið sæta ekki eiginlegu málskoti innan stjórnsýslu sveitarfélagsins, heldur getur aðili máls átt rétt á endurupptöku ákvörðunar, sbr. 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.
Ef óskar er endurupptöku máls sem bæjarráð hefur afgreitt sbr. 1. mgr. þessarar greinar skal leggja það fyrir bæjarstjórn til endanlegrar afgreiðslu.
Afgreiðsla bæjarráðs hinn 18.ágúst var afgreidd með tveimur atkvæðum gegn einu og var því ekki einróma í afgreiðslu þessa liðar (22), því má ætla að málið eigi eftir að fara fyrir bæjarstjórn til fullnaðarafgreiðslu svo farið sé að samþykktum Stykkishólmsbæjar.
Gretar D. Pálsson