Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 3

Málsnúmer 2209001F

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 3. fundur - 07.09.2022

Lögð fram til kynningar fundargerð 3. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
Lagt fram til kynningar.

Bókun Gretars D. Pálssonar:
Í lið 5. Nesvegur 22A í 24. Afgreiðslufundi byggingafulltrúa þann 5.september 2022 er rakin afgreiðsla á umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi ? mál 2204018
Áður er lengra er haldið og byggingarleyfi gefið út telur undirritaður rétt að gaumgæft verði með eftirfarandi:



a) Hefur formleg lóðarúthlutun átt sér stað og verið samþykkt?

Samkvæmt fundargerð bæjarráðs 21.02.2022 og fundargerð bæjarstjórnar 24.02.2022 er bæjarstjóra falið að ganga til samninga við Asco Harvester ehf. Hvergi er getið samþykkta á lóðarúthlutun á þeim fundum eða síðari fundum bæjarráðs og bæjarstjórnar. Einnig kemur hvergi fram að umræddur samningur, og þá möguleg lóðaúthlutun, hafi verið lagður fram til samþykktar.
b) Á erindið ekki eftir að fara til fullnaðarafgreiðslu í bæjarstjórn?
Í 33.gr samþykkta Stykkishólmsbæjar segir (feitletrun mín):

33. gr.
Heimild bæjarráðs til fullnaðarákvörðunar

Bæjarstjórn getur falið bæjarráði fullnaðarafgreiðslu mála nema lög mæli á annan veg.
Bæjarráði er heimil fullnaðarafgreiðsla mála, þegar bæjarstjórn er í sumarleyfi, sem ekki varða verulega fjárhag bæjarsjóðs eða stofnana hans, enda sé ekki ágreiningur milli bæjarráðsmanna eða við bæjarstjóra um slíka afgreiðslu.

Fullnaðarákvarðanir sem teknar hafa verið sæta ekki eiginlegu málskoti innan stjórnsýslu sveitarfélagsins, heldur getur aðili máls átt rétt á endurupptöku ákvörðunar, sbr. 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.

Ef óskar er endurupptöku máls sem bæjarráð hefur afgreitt sbr. 1. mgr. þessarar greinar skal leggja það fyrir bæjarstjórn til endanlegrar afgreiðslu.

Afgreiðsla bæjarráðs hinn 18.ágúst var afgreidd með tveimur atkvæðum gegn einu og var því ekki einróma í afgreiðslu þessa liðar (22), því má ætla að málið eigi eftir að fara fyrir bæjarstjórn til fullnaðarafgreiðslu svo farið sé að samþykktum Stykkishólmsbæjar.

Gretar D. Pálsson

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 3. fundur - 15.09.2022

Lögð fram fundargerð 3. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Getum við bætt efni síðunnar?