Skipulagsnefnd
Dagskrá
1.Breyting á deiliskipulagi Víkurhverfis
Málsnúmer 2503009Vakta málsnúmer
Lögð fram breyting á deiliskipulagi Víkurhverfis vegna Bauluvíkur 1. Óskað er eftir breytingu skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Breytingin felur í ser eftirfarandi:
1. Íbúðum fjölgar úr 4-6 í 10 íbúðir
2. Byggingarreitir breytast þannig að 10 íbúðir passi betur á reitina.
3. Bílastæðum er fjölgað úr 7 í 13.
Að öðru leyti gilda aðrir skilmálar.
Breytingin felur í ser eftirfarandi:
1. Íbúðum fjölgar úr 4-6 í 10 íbúðir
2. Byggingarreitir breytast þannig að 10 íbúðir passi betur á reitina.
3. Bílastæðum er fjölgað úr 7 í 13.
Að öðru leyti gilda aðrir skilmálar.
2.Austurgata 4
Málsnúmer 2504006Vakta málsnúmer
Lögð fram fyrirspurn frá RARIK um breytingu á deiliskipulagi miðbæjar, austan Aðalgötu, sem felst í því að stofnuð verði ný lóð, Austurgata 4c, fyrir 10 m2 rofahús á norðausturhluta lóðarinnar og færa bílastæðareiti Austurgötu 4, þannig að þau séu á sama stað og í dag, fyrir framan bílskúrshurðir. Í framhaldi yrði gengið frá nýjum lóðaleigusamningi.
Skipulagsnefnd tekur vel í fyrirhugaðar breytingu en leggur til að skoða aðra möguleika á staðsetningu fyrir rofahús með RARIK. Skipulagsnefnd veitir lóðarhafa heimild til þess að vinna tillögu að deiliskipulagsbreytingu.
3.Hamraendi 1 - Spennistöð
Málsnúmer 2504004Vakta málsnúmer
Lagður fram uppdráttur að spennistöð á lóða Hamraenda 1. Um er að ræða 7 m2 hús.
Þar sem deiliskipulag er í vinnslu fyrir Hamraenda þá felur skipulagsnefnd skipulagsfulltrúa að kom því áleiðis til skipulagshönnuðar að bæta við byggingarreit fyrir spennistöðina. Fjarlægð milli bygginga skal miðast við byggingarreglugerð.
4.Fyrirspurn til skipulagsnefndar
Málsnúmer 2504001Vakta málsnúmer
Lögð fram fyrirspurn vegna aukins nýtingarhlutfalls þar sem fyrirhugað er að stækka húsið við Aðalgötu 8. Í samþykktu deiliskipulagi, Miðbær Stykkishólms, er ekki tekið fram nýtingarhlutall á lóðum.
Aðalgata 8 er á verslunar- og þjónustusvæði skv. aðalskipulagi og þá liggur fyrir deiliskipulag sem gerir ekki grein fyrir nýtingarhlutfall lóðarinnar. Sé vilji til þess að byggja við lóðina er mælst til þess að lóðarhafi fundi með skipulagsfulltrúa.
5.Agustsonreitur - skipulagsbreyting
Málsnúmer 2302009Vakta málsnúmer
Lögð fram samantekt umsagna og athugasemda sem bárust við kynningu á vinnslustigi í samræmi við 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga. Vinnslutillagan var í kynningu frá 7. febrúar til og með 7. mars sl. Tillögur bárust frá lögbundnum umsagnaraðilum og frá íbúum í nágrenni skipulagssvæðisins.
Jafnframt er lagt til að auglýsa tillögu að aðalskipulagsbreytingu skv. 31. gr. skipulagslaga og tillögu að deiliskipulagi skv. 41 gr. skipulagslaga.
Jafnframt er lagt til að auglýsa tillögu að aðalskipulagsbreytingu skv. 31. gr. skipulagslaga og tillögu að deiliskipulagi skv. 41 gr. skipulagslaga.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Enn fremur heimilar skipulagsnefnd að auglýsa tillögu að deiliskipulagi í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
6.Kallhamar og Hamraendar - Skipulagsáætlanir (ASK br. og DSK)
Málsnúmer 2206035Vakta málsnúmer
Lögð fram til samþykktar aðalskipulagsbreyting á Aðalskipulags Stykkishólms 2002-2022 og lögð fram samantekt umsagna og athugasemda sem bárust við kynningu á vinnslustigi í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Vinnslutillagan var í kynningu frá 28. febrúar til og með 28. mars sl. Tillögur bárust frá lögbundnum umsagnaraðilum og frá hagsmunaaðilum.
Jafnframt er lagt til að tillaga að aðalskipulagsbreytingu verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga.
Jafnframt er lagt til að tillaga að aðalskipulagsbreytingu verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 vegna stækkunar athafnarsvæðis við Hamraenda og grænna iðngarða við Kallhamar, ásamt breytingu á flugvelli, í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
7.Kallhamar og Hamraendar - Skipulagsáætlanir (ASK br. og DSK)
Málsnúmer 2206035Vakta málsnúmer
Lagðar fram til samþykktar deiliskipulagsáætlanir fyrir Kallhamar og Hamraenda. Ennfremur er lögð fram samantekt umsagna og athugasemda sem bárust við kynningu á vinnslustigi í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga. Vinnslutillagan var í kynningu frá 28. febrúar til og með 28. mars sl. Tillögur bárust frá lögbundnum umsagnaraðilum og frá hagsmunaaðilum. Jafnframt er lagt til að auglýsa tillögur að deiliskipulagi skv. 41. gr. skipulagslaga.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir annars vegar Kallhamar og hins vegar Hamraenda, í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
8.Berserkjahraun Sjávarhús
Málsnúmer 2503016Vakta málsnúmer
Lögð fram umsókn um byggingarheimild fyrir frístundahús "sjávarhús" í landi Berserkjahrauns. Húsið er eitt rými með aflokaðri snyrtingu, byggt inn í landhalla, 50 metrum frá sjávarborði. Aðkoma er frá Helgafellssveitarvegi.
Skipulagsnefnd samþykkir að afla umsagnar frá Minjastofnun og Náttúruverndarstofnun. Enn fremur bendir skipulagsnefnd á að þörf er á að sækja um framkvæmdaleyfi fyrir veg að húsinu.
Skipulagsnefnd bendir á að byggingarreitur skal ekki vera nær en 50 metrum frá fjöruborði miðað við stórstraumsflæði.
Skipulagsnefnd bendir á að byggingarreitur skal ekki vera nær en 50 metrum frá fjöruborði miðað við stórstraumsflæði.
9.Hólar 5a - br á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag
Málsnúmer 2310023Vakta málsnúmer
Lögð fram samantekt umsagna og athugasemda sem bárust við kynningu á vinnslutillögu breytingar á Aðalskipulagi Helgafellssveitr 20012-2024 í samræmi við 2. mg. 30 gr. og deiliskipulagstillögu í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga. Vinnslutillagan var í kynningu frá 27. janúar til 24. febrúar 2025. Tillögur bárust frá lögbundnum umsagnaraðilum og frá nágrönnum.
Lagt er til að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 skv. 31. gr. skipulagslaga.
Jafnframt er lagt til að auglýsa tillögu að deiliskipulagi skv. 41. gr. skipulagslaga.
Lagt er til að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 skv. 31. gr. skipulagslaga.
Jafnframt er lagt til að auglýsa tillögu að deiliskipulagi skv. 41. gr. skipulagslaga.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Enn fremur samþykkir nefndin að auglýsa deiliskipulagstillögu í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
10.Hólar 5a - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2210003Vakta málsnúmer
Lögð fram umsókn um stækkun á frístundahúsi í 43 m2, ásamt 30,6 m2 gróðurhúsi.
Tillagan er í samræmi við fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu.
Tillagan er í samræmi við fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu.
Skipulagsnefnd tekur fram að aðal- og deiliskipulag Hóla 5a er á leið í auglýsingu skv. 31. og 41. gr. skipulagslaga og hefur meðferð málsins tafist. Því telur nefndin ekki ástæðu til þess að aftra eiganda að hefja uppbyggingu við núverandi frístundahús og gróðurhús á lóðinni enda séu þau áform í samræmi við fyrirliggjandi skipulagsáform.
Fundi slitið - kl. 19:35.
Skipulagsnefnd bendir á að göngustígur að íbúðum þurfi að vera það breiður að sjúkrabíll komist að. Enn fremur að setja inn mælingar frá byggingarreit að lóðarmörkum við eldra hverfi.
SHÞ situr hjá. Samþykkt með þremur atkvæðum.