Skipulagsnefnd
Dagskrá
1.Úlfarsfell - umsókn um frkvl fyrir vegi
Málsnúmer 2309009Vakta málsnúmer
Lagt er fram til afgreiðslu erindi frá Andrési Þór Hinrikssyni dags. 26.02.2024 vegna umsóknar um framkvæmdaleyfi fyrir vegi í landi Úlfarsfells í Álftafirði. Í erindinu dregur landeigandi umsókn sína til baka.
Í lok ágúst 2023 barst skipulagsfulltrúa ábending um vegagerð í landi Úlfarsfells án framkvæmdaleyfis. Skipulagsfulltrúi setti sig tafarlaust í samband við landeiganda og stöðvaði framkvæmdirnar í samræmi við 53. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lið f) í 2. gr. viðauka 3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í Samþykkt um stjórn sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar þar til vettvangsskoðun hefði farið fram.
Vettvangsskoðun fór fram 8. september 2023 og kom þá í ljós að framkvæmdir við veginn voru mjög langt komnar. Í framhaldi af vettvangsskoðun sótti landeigandi um framkvæmdaleyfi.
Skipulagsfulltrúi vísaði málinu til umræðu og afgreiðslu í skipulagsnefnd, sem á 15. fundi sínum þann 15. nóvember 2023, frestaði afgreiðslu málsins þar til formleg umsókn um framkvæmdarleyfi ásamt tilskyldum fylgiskjölum skv. reglugerð um framkvæmdarleyfi 772/20212 hafi borist. Í bókun sinni ítrekaði nefndin jafnframt að landeigendum beri að afla tilskilinna leyfa áður en ráðist er í framkvæmdir.
Í lok ágúst 2023 barst skipulagsfulltrúa ábending um vegagerð í landi Úlfarsfells án framkvæmdaleyfis. Skipulagsfulltrúi setti sig tafarlaust í samband við landeiganda og stöðvaði framkvæmdirnar í samræmi við 53. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lið f) í 2. gr. viðauka 3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í Samþykkt um stjórn sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar þar til vettvangsskoðun hefði farið fram.
Vettvangsskoðun fór fram 8. september 2023 og kom þá í ljós að framkvæmdir við veginn voru mjög langt komnar. Í framhaldi af vettvangsskoðun sótti landeigandi um framkvæmdaleyfi.
Skipulagsfulltrúi vísaði málinu til umræðu og afgreiðslu í skipulagsnefnd, sem á 15. fundi sínum þann 15. nóvember 2023, frestaði afgreiðslu málsins þar til formleg umsókn um framkvæmdarleyfi ásamt tilskyldum fylgiskjölum skv. reglugerð um framkvæmdarleyfi 772/20212 hafi borist. Í bókun sinni ítrekaði nefndin jafnframt að landeigendum beri að afla tilskilinna leyfa áður en ráðist er í framkvæmdir.
2.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 33
Málsnúmer 2402004FVakta málsnúmer
Lögð fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
Lagt fram til kynningar.
-
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 33 Byggingarfulltrúi staðfestir móttöku á reyndarteikningum.
-
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 33 Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist deilskipulagi miðbæjar Stykkishólms sem staðfest var 13. febrúar 2024.
Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum 2.4.4 í byggingarreglugerð.
3.Umsókn um stöðuleyfi - matarvagn
Málsnúmer 2402034Vakta málsnúmer
Lagt fram til afgreiðslu umsókn Baldurs Úlfarssonar og Heiðrúnar Jensdóttur um stöðuleyfi til 6 mánaða fyrir matarvagninn Agnið á hafnarsvæðinu í Stykkishólmi n.t.t. þar sem matarvagnar hafa staðið undanfarin sumur. Í vagninum stendur til að selja ýmsa skyndirétti.
Skipulagsnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við umsóknina.
4.Umsókn um stöðuleyfi - pylsuvagn
Málsnúmer 1602025Vakta málsnúmer
Lagt fram til afgreiðslu umsókn Evu Guðbrandsdóttur um stöðuleyfi til 6 mánaða (frá 23.03.2024-01.11.2024) fyrir matarvagni á bílastæði framan við Hólmgarð.
Skipulagsnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við umsóknina.
5.Birkilundur - br á aðalskipulagi
Málsnúmer 2309024Vakta málsnúmer
Þann 25. janúar sl samþykkti bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms að auglýsa skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 1. mgr. 36. gr. með vísun í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fyrirhuguð breyting tekur Birkilunds í landi Saura. Skipulagssvæðið er nú þegar að mestu byggt frístunda- og íbúðarhúsum en með breytingunni verður landnotkun á hluta svæðisins breytt úr frístundabyggð og landbúnaði í verslunar- og þjónustusvæði fyrir útleiguhús, svæði fyrir íbúðarbyggð stækkað um 3,8 ha og landbúnaðarsvæði minnkað sem því nemur. Samhliða tillögu að aðalskipulagsbreytingu verður unnin tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Birkilund.
Athugasemdafrestur við skipulagslýsingu var til og með 13. mars 2024.
Lagðar fyrir skipulagsnefnd þær athugasemdir sem fram komu.
Fyrirhuguð breyting tekur Birkilunds í landi Saura. Skipulagssvæðið er nú þegar að mestu byggt frístunda- og íbúðarhúsum en með breytingunni verður landnotkun á hluta svæðisins breytt úr frístundabyggð og landbúnaði í verslunar- og þjónustusvæði fyrir útleiguhús, svæði fyrir íbúðarbyggð stækkað um 3,8 ha og landbúnaðarsvæði minnkað sem því nemur. Samhliða tillögu að aðalskipulagsbreytingu verður unnin tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Birkilund.
Athugasemdafrestur við skipulagslýsingu var til og með 13. mars 2024.
Lagðar fyrir skipulagsnefnd þær athugasemdir sem fram komu.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í að skoða stækkun á íbúðarsvæði í vegna aðalskipulagsbreytinga við Birkilund, sem nái þá til lóðar 44. Skiplagsnefnd vísar að öðru leyti athugasemdum til yfirferðar og vinnslu hjá hönnuði og í framhaldinu verða athugasemdir skoðaðar og tekið tillit til þeirra, eftir atvikum, í endanlegri tillögugerð að aðalskipulagsbreytingu sem stefnt er að verði lögð fyrir skipulagsnefnd á næsta fundi nefndarinnar. Skipulagsnefnd leggur áherslu á að við vinnslu á deiliskipulagstillögu verði jafnframt horft til fyrirliggjandi athugasemda eftir atvikum.
6.Saurar 9 - Viðbrögð við athugasemd
Málsnúmer 2310002Vakta málsnúmer
Lögð fram umsókn um stofnun fjögurra íbúðarhúsa og þriggja frístundahúsa í landi Saura 9 (Vigraholti) með breyttri staðsetningu frístundahúsa.
Á 14. fundi skipulagsnefndar þann 11. október sl. samþykkti nefndin umsókn Vigraholts ehf. um stofnun fjögurra íbúðarhúsalóða og þriggja frístundahúsalóða í landi Saura 9 (Vigraholts) á grunni gildandi aðalskipulags í samræmi við 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 12. gr. laga um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 og í samræmi við framlagðan uppdrátt. Jafnframt bókaði nefndin að liggi ekki fyrir undirritað samþykki eigenda aðliggjandi jarða og/eða landsspilda, skuli grenndarkynna fyrirhugaða stofnun lóða. Afgreiðsla nefndarinnar var staðfest á 15. fundi bæjarráðs og 18. fundi bæjarstjórnar.
Skipulagsnefnd samþykkti á 18. fundi sínum að kynna stofnun fjögurra íbúðarhúsalóða og þriggja frístundahúsalóða í samræmi við framlagðan uppdrátt. Kynna skyldi íbúðarhúsalóðir fyrir landeigendum Saura og Norðuráss og frístundahúsalóðir fyrir landeigendum Þingskálaness.
Við kynningu bárust athugasmdir frá lóðarhöfum Norðuráss, en ekki voru gerðar athugasemdir við stofnun lóða á Vigranesi.
Á 14. fundi skipulagsnefndar þann 11. október sl. samþykkti nefndin umsókn Vigraholts ehf. um stofnun fjögurra íbúðarhúsalóða og þriggja frístundahúsalóða í landi Saura 9 (Vigraholts) á grunni gildandi aðalskipulags í samræmi við 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 12. gr. laga um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 og í samræmi við framlagðan uppdrátt. Jafnframt bókaði nefndin að liggi ekki fyrir undirritað samþykki eigenda aðliggjandi jarða og/eða landsspilda, skuli grenndarkynna fyrirhugaða stofnun lóða. Afgreiðsla nefndarinnar var staðfest á 15. fundi bæjarráðs og 18. fundi bæjarstjórnar.
Skipulagsnefnd samþykkti á 18. fundi sínum að kynna stofnun fjögurra íbúðarhúsalóða og þriggja frístundahúsalóða í samræmi við framlagðan uppdrátt. Kynna skyldi íbúðarhúsalóðir fyrir landeigendum Saura og Norðuráss og frístundahúsalóðir fyrir landeigendum Þingskálaness.
Við kynningu bárust athugasmdir frá lóðarhöfum Norðuráss, en ekki voru gerðar athugasemdir við stofnun lóða á Vigranesi.
Skipulagsnefnd telur að ekki að séu forsendur til þess að hafna umræddri beiðni á grunni athugasemdar frá Norðurási, enda er ljóst að núverandi aðstæður og skipulagsáform heimila ekki þá starfsemi sem hugmyndir erum um vegna nálægðar við íbúarsvæði.
7.Agustsonreitur - skipulagsbreyting
Málsnúmer 2302009Vakta málsnúmer
Lögð fram til umfjöllunar tillögur að deiliskipulagi, ásamt öðrum gögnum.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í fyrirliggjandi tillögur og óskar eftir að fulltrúar verkefnisins komi til fundar við nefndina til að taka opið samtal um áhrif umræddra breytinga á forsendur lóðarhafa og umhverfi.
8.Hjallatangi 48 - DSK óv br
Málsnúmer 2403009Vakta málsnúmer
Lagt fram til afgreiðslu tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Nónvíkur frá 2011 vegna Hjallatanga 48.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðarhöfum Hjallatanga 44 og 46 samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/201, sbr. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
9.Kallhamar-Hamraendar-ASK br. 2024
Málsnúmer 2206035Vakta málsnúmer
Lagt fram til umfjöllunar í skipualgsnefnd vinnslutillaga að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2024 og drög vinnslutillaga deiliskipulags fyrir Kallhamar og vinnslutillaga deiliskipulags fyrir Hamraenda.
Skipulagsnefnd felur bæjarstjóra að koma áherslum sínum á framfæri við skipulagshönnuð og vísar málinu til frekari vinnslu í nefndinni.
Fundi slitið - kl. 19:09.
Skipulagsnefnd hvetur framkvæmdaraðila til þess að skila inn umbeðnum gögnum í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Vakin er athygli á því að berist ekki umbeðin gögn er sveitarfélaginu heimilt að beita úrræðum í samræmi við 3. mgr. 53. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 15. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.