Safna- og menningarmálanefnd
Dagskrá
1.Erindisbréf safna- og menningarmálanefndar
Málsnúmer 1909026Vakta málsnúmer
Lagt fram erindisbréf safna- og meningarmálanefndar, sem samþykkt var á 372. fundi bæjarstjórnar þann 31. janúar 2019.
2.Starfsemi Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi - skýrsla og yfirferð
Málsnúmer 1910042Vakta málsnúmer
Lögð fram greinargerð forstöðumanns Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi.
Forstöðumaður gerir grein fyrir skýrslu sinni.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
3.Starfsemi Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla - skýrsla og yfirferð
Málsnúmer 2211032Vakta málsnúmer
Lögð fram ársskýrsla Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla fyrir árið 2021. Forstöðumaður gerir grein fyrir starfsemi safnsins.
Forstöðumaður gerir grein fyrir skýrslu sinni.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
4.Áform um breytingu á lögum menningarminjar - aldursfriðun mannvirkja
Málsnúmer 2211010Vakta málsnúmer
Lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um menningarminjar (aldursfriðun mannvirkja), mál nr. 141/2022 og nr. S-171/2022, þar sem lagt er til að endurskoðað verði aldursfriðunarákvæði fornleifa í lögum um menningarminjar nr. 80/2012, svokölluð 100 ára regla, sem birt var í samráðsgátt stjórnvalda í ágúst 2022 ásamt umsögnum sambandsins, dags. 15. ágúst 2022 og 6. október 2022, og Minjastofnunar Íslands, dags. 22. ágúst 2022, til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um frumvarpið.
Lagt fram til kynningar.
Anna Melsteð víkur af fundi.
5.Viljayfirlýsing um samstarf við Eyrbyggjasögufélagið
Málsnúmer 2210021Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar viljayfirlýsing um samstarf sameinaðssveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar og Eyrbyggjasögufélagsins um þróun og uppbyggingu Eyrbyggjuseturs á Skildi í Helgafellssveit.
Safna- og menningarmálanefnd óskar eftir að fulltrúar Eyrbyggjasögufélagsins komi til fundar við nefndina og kynni verkefnið.
Anna Melsteð kemur aftur inn á fund.
6.Stofnun Safnaklasa Vesturlands
Málsnúmer 2211026Vakta málsnúmer
Lagt fram minnisblað Sigursteins Sigurðssonar, menningar- og velferðarfulltrú SSV, vegna stofnunar Safnaklasa Vesturlands ásamt tengdum gögnum. En krafa um aukið samstarf safna kemur víða fram í opinberum stefnum og áætlunum.
Safna- og menningarmálanefnd telur mikilvægt að ná samstöðu um þessi mál á Vesturlandi og tekur jákvætt í erindið. Safna- og menningarmálanefnd leggur jafnframt áherslu á að kynna þarf þarf málið vel fyrir bæjarstjórnum og forstöðumönnum safna.
7.Fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2024-2026
Málsnúmer 2210012Vakta málsnúmer
Bæjarstjórn samþykkti á 5. fundi sínum gjaldskrár sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fyrir árið 2023 og vísaði til umsagnar í fastanefndum.
Bæjarstjórn samþykkti einnig Fjárhagsáætlun sameinaðs sveitarfélasg Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fyrir 2023-2026 og vísaði til umsagnar í fastanefndum.
Bæjarstjórn samþykkti einnig Fjárhagsáætlun sameinaðs sveitarfélasg Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fyrir 2023-2026 og vísaði til umsagnar í fastanefndum.
Safna- og menningarmálanefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun og gjaldskrár.
Fundi slitið - kl. 18:30.
Safna- og menningarmálanefnd óskar jafnframt eftir því að Ragnhildur Sigurðardóttir komi til fundar við nefndina og geri grein fyrir starfsemi Svæðisgarðsins svo nefndarmenn geti kynnst því starfi betur í samræmi við erindisbréf.