Fara í efni

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar

1. fundur 08. júní 2022 kl. 17:00 - 17:25 í bæjarstjórnarsal
Nefndarmenn
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir aðalmaður
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir (HH) aðalmaður
  • Þórhildur Eyþórsdóttir aðalmaður
  • Ragnar Ingi Sigurðsson aðalmaður
  • Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir aðalmaður
  • Ragnar Már Ragnarsson aðalmaður
  • Haukur Garðarsson (HG) aðalmaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Þór Örn Jónsson bæjarritari
  • Jón Sindri Emilsson
Fundargerð ritaði: Þór Örn Jónsson bæjarritari
Dagskrá
Hrafnhildur Hallvarðsdóttir býður bæjafulltrúa velkomna á fyrsta fund hins sameinaða sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar. Þá óskar Hrafnhildur kjörnum fulltrúum kærlega með kjörið í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Hrafnhildur, sem lengstan aldur og starfsaldur hefur í bæjarstjórn, mun stýra fundi þar til forseti bæjarstjórnar verður kjörinn, en að því loknu tekur forseti bæjarstjórnar við stjórn fundarins.

Fundarstjóri óskar eftir því að dagskrárliður 2 í boðaðri dagskrá færður þannig að hann verði að dagskrálið 8 og aðrir dagskrárliðir breytist til samræmis við það.

Samþykkt samhljóða.

Gengið til dagskrár.

1.Greinargerð um úrslit sveitarstjórnarkosninga 2022

Málsnúmer 2205034Vakta málsnúmer

Lögð fram greinargerð um úrslit sveitarstjórnarkosninga 2022 ásamt skýrslu um atkvæðatölur framboðslista og frambjóðenda.
Úrslit sveitarstjórnarkosninga í sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgfellssveitar.

H-listi Framfærasinna 408 atkvæði 54,7% 4 bæjarfulltrúa
Í-listi Íbúalistinn 338 atkvæði 45,3% 3 bæjarfulltrúa

Bæjarfulltrúar:

Hrafnhildur Hallvarðsdóttir H-listi
Steinunn I. Magnúsdóttir H-listi
Ragnar I. Sigurðsson H-listi
Þórhildur Eyþórsdóttir H-listi
Haukur Garðarsson Í-listi
Ragnheiður H. Sveinsdóttir Í-listi
Ragnar M. Ragnarsson Í-listi

2.Kjör forseta bæjarstjórnar

Málsnúmer 2205035Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að Hrafnhildur Hallvarðsdóttir gegni stöðu forseta bæjarstjórnar.
Hrafnhildur Hallvarðsdóttir kosin samhljóma forseti bæjarstjórnar.

3.Kjör fyrsta og annars varaforseta bæjarstjórnar

Málsnúmer 2205036Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur að fyrsta og öðrum varaforseta bæjarstjórnar.
Ragnar Ingi Sigurðsson er kosin samhljóða fyrsti varaforseti bæjarstjórnar.

Haukur Garðarsson er kosin samhljóða annar varaforseti bæjarstjórnar.

4.Kjör þriggja aðalmanna í bæjarráð og þriggja til vara

Málsnúmer 2205037Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur að þrem aðal- og þrem varamönnum í bæjarráð.
Aðalmenn í bæjarráð:

Steinunn I. Magnúsdóttir formaður
Hrafnhildur Hallvarðsdóttir
Haukur Garðarsson

Varamenn í bæjarráð:
Ragnar I. Sigurðsson
Þórhildur Eyþórsdóttir
Ragnheiður H. Sveinsdóttir

Samþykkt samhljóða.

5.Ráðning sveitar- og bæjarstjóra

Málsnúmer 2205038Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að framlengja ráðningarsamning Stykkishólmsbæjar við Jakob Björgvin Jakobsson þannig að hann nái til hins sameinaða sveitarfélags og fela forseta bæjarstjórnar að rita undir samninginn fyrir hönd hins sameinaða sveitarfélags.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu að ráðningasamningi við Jakob Björgvin Jakobsson næstu fjögur árin til 15. júní 2026 í samræmi við fyrirliggjandi samningsdrög. Bæjarstjórn felur forseta að uppfæra og rita undir hinn nýja samning fyrir hönd hins sameinaða sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.

Samþykkt með fjórum atkvæðum bæjarfulltrúa H-lista, en bæjarfulltrúar Í-lista sátu hjá.


Jakobi Björgvin Jakobssyni kt. 060982-5549 er veitt prókúra að öllum bankareikningum sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar. Jafnframt er Þór Erni Jónssyni kt. 080258-3139 veitt prókúru að öllum bankareikningum sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.

Samþykkt samhljóða.


Viðbótartillaga Í-lista:
Undirrituð koma með tillögu um að ráðningasamningur bæjarstjóra verði birtur á vef sveitarfélagsins og upphæðir uppfærðar árlega í anda opinnar stjórnsýslu líkt og gert er í t.d. Garðabæ, Snæfellsbæ og víðar.

Beytingartillaga H-lista:
Lagt er til að undirritaður ráðningasamningur við bæjarstjóra verði birtur á vef sveitarfélagsins.

Breytingartillaga H-lista samþykkt samhljóða.


Bókun bæjafulltrúa Í-lista:
Undirrituð sitja hjá við afgreiðslu á ráðningu sveitar- og bæjarstjóra þar sem ekki lá fyrir ráðningasamningur með fundarboði.

Haukur Garðarsson
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Ragnar Már Ragnarsson

Tekið var fundarhlé í 5 mín.

Til máls tóku: HH og HG

6.Kjör nefnda í samræmi við samþykktir sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar

Málsnúmer 2205039Vakta málsnúmer

Lagt er til að kjör nefndarmanna verði frestað til næsta fundar að fráskildu kjöri í skipulagsnefnd, fræðslunefnd og fulltrúum sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar í Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV).
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða og skipar eftirtalda í skipulagsnefnd og skóla- og fræðslunefnd:

Skipulagsnefnd:

Formaður:
Hilmar Hallvarðsson (H)
Nefndarmenn:  
Guðrún Svana Pétursdóttir (H)
 
Gunnar Ásgeirsson (H)
Gretar Daníel Pálsson (Í)
Steindór Hjaltalín Þorsteinsson (Í)

Varamenn:
Ásgeir Gunnar Jónsson (H)

Arnar Geir Diego Ævarsson (H)

Guðbjörg Egilsdóttir (H)
Anna Ingibjörg Hallgrímsdóttir (Í)
Aron Bjarni Valgeirsson (Í)

Skóla- og fræðslunefnd:


Formaður:
Agnes Helga Sigurðardóttir (H)
Nefndarmenn:
Sigurður Grétar Jónasson (H)

Steinunn Helgadóttir (H)
Aron Bjarni Valgeirsson (Í)
Kristín Rós Jóhannesdóttir (Í)


Varamenn:
Anna Margrét Pálsdóttir (H)

Viktoría Líf (H)

Gunnar Ásgeirsson (H)
Lára Björg Björgvinsdóttir (Í)
Jón Einar Jónsson, varamaður (Í)


Aðal- og varmenn sameinaðs sveitarfélags á aðalfundum og málþingum Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) samkvæmt 5. gr., sbr. og 10. gr., laga SSV.

Aðalmenn: Hrafnhildur Hallvarðsdóttir (H)
Steinunn I. Magnúsdóttir (H)
Haukur Garðarsson (Í)

Varamenn: Ragnar I. Sigurðsson (H)
Þórhildur Eyþórsdóttir (H)
Ragnheiður H. Sveinsdóttir (Í)

Bæjarstjórn sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar samykkir að tilnefna Jakob Björgvin Jakobsson í stjórn SSV og Hrafnhildi Hallvarðsdóttur sem varamann í stjórn.

Samþykkt samhljóða.

7.Fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar 2022-2025

Málsnúmer 2206012Vakta málsnúmer

Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir sameinað sveitarfélag 2022-2025, með samþykktum viðaukum, til staðfestingar.
Bæjarstjórn staðfestir samhljóða fjárhagsáætlun fyrir sameinað sveitarfélag Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar 2022-2025.

8.Sameining Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar

Málsnúmer 2112004Vakta málsnúmer

Lagðar fram hugmyndir að nafni sameinaðs sveitarfélags Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar sem bárust í samráðsgátt betraísland.is.
Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu til frekari vinnslu í bæjarráði.

Fundi slitið - kl. 17:25.

Getum við bætt efni síðunnar?