Fara í efni

Ráðning sveitar- og bæjarstjóra

Málsnúmer 2205038

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 1. fundur - 08.06.2022

Lögð fram tillaga um að framlengja ráðningarsamning Stykkishólmsbæjar við Jakob Björgvin Jakobsson þannig að hann nái til hins sameinaða sveitarfélags og fela forseta bæjarstjórnar að rita undir samninginn fyrir hönd hins sameinaða sveitarfélags.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu að ráðningasamningi við Jakob Björgvin Jakobsson næstu fjögur árin til 15. júní 2026 í samræmi við fyrirliggjandi samningsdrög. Bæjarstjórn felur forseta að uppfæra og rita undir hinn nýja samning fyrir hönd hins sameinaða sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.

Samþykkt með fjórum atkvæðum bæjarfulltrúa H-lista, en bæjarfulltrúar Í-lista sátu hjá.


Jakobi Björgvin Jakobssyni kt. 060982-5549 er veitt prókúra að öllum bankareikningum sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar. Jafnframt er Þór Erni Jónssyni kt. 080258-3139 veitt prókúru að öllum bankareikningum sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.

Samþykkt samhljóða.


Viðbótartillaga Í-lista:
Undirrituð koma með tillögu um að ráðningasamningur bæjarstjóra verði birtur á vef sveitarfélagsins og upphæðir uppfærðar árlega í anda opinnar stjórnsýslu líkt og gert er í t.d. Garðabæ, Snæfellsbæ og víðar.

Beytingartillaga H-lista:
Lagt er til að undirritaður ráðningasamningur við bæjarstjóra verði birtur á vef sveitarfélagsins.

Breytingartillaga H-lista samþykkt samhljóða.


Bókun bæjafulltrúa Í-lista:
Undirrituð sitja hjá við afgreiðslu á ráðningu sveitar- og bæjarstjóra þar sem ekki lá fyrir ráðningasamningur með fundarboði.

Haukur Garðarsson
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Ragnar Már Ragnarsson

Tekið var fundarhlé í 5 mín.

Til máls tóku: HH og HG
Getum við bætt efni síðunnar?