Fara í efni

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar

8. fundur 29. desember 2022 kl. 17:00 - 17:18 í bæjarstjórnarsal
Nefndarmenn
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir aðalmaður
  • Þórhildur Eyþórsdóttir aðalmaður
  • Ragnar Ingi Sigurðsson aðalmaður
  • Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir aðalmaður
  • Ragnar Már Ragnarsson aðalmaður
  • Haukur Garðarsson (HG) aðalmaður
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir forseti
Starfsmenn
  • Þór Örn Jónsson bæjarritari
  • Jón Sindri Emilsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Þór Örn Jónsson bæjarritari
Dagskrá

1.Samningur um rekstur umdæmisráðs

Málsnúmer 2212017Vakta málsnúmer

Lögð fram uppfærð drög að samningi vegna umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni sem mun taka til starfa 1. janúar 2023.
Bæjarstjórn samþykkir samning vegna umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra jafnframt að yfirfara og eftir atvikum að leggja fram tillögu breytingum á samþykkt um stjórn sveitarfélagsins vegna hins nýja umdæmisráðs og leggja fyrir bæjarráð og bæjarstjórn á nýju ári.

2.Hækkun útsvarsálagningar vegna fjármögnunar þjónustu við fatlað fólk

Málsnúmer 2212022Vakta málsnúmer

Lagt fram samkomulag á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 16.12.2022, varðandi fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvarsálagningar um 0,22%, þ.e. úr 14,52% í 14,74%, samhliða lækkun tekjuskatts um samsvarandi hlutfall í báðum skattþrepum. Mun ákvörðunin þannig ekki leiða til þess að heildarálögur á íbúa í sveitarfélaginu muni hækka þar sem tekjuskattsálagning lækkar um samsvarandi hlutfall á móti.
Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 16.12.2022, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 16.12.2022, samþykkir bæjarstjórn sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2023 hækki um 0,22% og verði 14,74%.

3.Styrkumsóknir

Málsnúmer 2111009Vakta málsnúmer

Auglýst var eftir styrkumsóknum frá einstaklingum og fyrirtækjum í samræmi við reglur Stykkishólmsbæjar um styrkveitingar frá 9. september til 3. október sl. Alls bárust 8 umsóknir sem lagðar eru fram ásamt tillögu að úthlutun.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu að úthlutun.

Júlíana - hátíð sögu og bóka, 300.000 kr.
HS Bílar ehf.
Viðhald á líkbíl, 250.000 kr.
Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla. Þjóðbúningahátíðin - Skotthúfan 2023, 50.000 kr.
Sigríður Ólöf Sigurðardóttir Íslenskukennsla fyrir útlendinga í Stykkishólmi. Íslenskukennsla með áherslu á talþjálfun og menningarlæsi, 100.000 kr.
Anna S. Gunnarsdóttir
Myndlistasýningin - það er til annar heimur og hann er inni í þessum, 50.000 kr.

4.Lóðarleigusamningur - Hjallatangi 17

Málsnúmer 2111024Vakta málsnúmer

Lögð eru fram drög að lóðaleigusamningi við lóðarhafa Hjallatanga 17.
Bæjastjórn samþykkir lóðarleigusamning vegna Hjallatanga 17 og felur bæjarstjóra að undirrita hann.

Fundi slitið - kl. 17:18.

Getum við bætt efni síðunnar?