Hækkun útsvarsálagningar vegna fjármögnunar þjónustu við fatlað fólk
Málsnúmer 2212022
Vakta málsnúmerBæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 8. fundur - 29.12.2022
Lagt fram samkomulag á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 16.12.2022, varðandi fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvarsálagningar um 0,22%, þ.e. úr 14,52% í 14,74%, samhliða lækkun tekjuskatts um samsvarandi hlutfall í báðum skattþrepum. Mun ákvörðunin þannig ekki leiða til þess að heildarálögur á íbúa í sveitarfélaginu muni hækka þar sem tekjuskattsálagning lækkar um samsvarandi hlutfall á móti.
Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 16.12.2022, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 16.12.2022, samþykkir bæjarstjórn sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2023 hækki um 0,22% og verði 14,74%.