Fara í efni

Bæjarstjórn

20. fundur 14. desember 2023 kl. 17:00 - 19:43 í bæjarstjórnarsal
Nefndarmenn
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir aðalmaður
  • Þórhildur Eyþórsdóttir aðalmaður
  • Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir aðalmaður
  • Haukur Garðarsson (HG) aðalmaður
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir Forseti
  • Lárus Ástmar Hannesson (LÁH) varamaður
  • Sæþór Þorbergsson varamaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Þór Örn Jónsson bæjarritari
  • Jón Sindri Emilsson
Fundargerð ritaði: Þór Örn Jónsson bæjarritari
Dagskrá

1.Velferðar- og jafnréttismálanefnd - 3

Málsnúmer 2309005FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 3. fundar velferðar- og jafnréttismálanefndar.
Lagt fram til kynningar.

2.Safna- og menningarmálanefnd - 3

Málsnúmer 2311003FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 3. fundar safna- og menningarmálanefndar.
Lagt fram til kynningar.

3.Umhverfis- og náttúruverndarnefnd - 3

Málsnúmer 2311008FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 3. fundar umhverfis- og náttúruverndarnefndar.
Lagt fram til kynningar.

4.Æskulýðs- og íþróttanefnd (SH) - 2

Málsnúmer 2311006FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 2. fundar æskulýðs- og íþróttanefndar.
Lagt fram til kynningar.

5.Hafnarstjórn (SH) - 5

Málsnúmer 2311005FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 5. fundar hafnarstjórnar.
Lagt fram til kynningar.

6.Ungmennaráð - 3

Málsnúmer 2311004FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 3. fundar ungmennaráðs.
Lagt fram til kynningar.

7.Skóla- og fræðslunefnd - 10

Málsnúmer 2311002FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 10. fundar skóla- og fræðslunefndar.
Lagt fram til kynningar.

8.Skipulagsnefnd - 16

Málsnúmer 2311010FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 16. fundar skipulagsnefndar.
Lagt fram til kynningar.

9.Skipulagsnefnd - 17

Málsnúmer 2311012FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 17. fundar skipulagsnefndar.
Lagt fram til kynningar.

10.Bæjarráð - 17

Málsnúmer 2312002FVakta málsnúmer

Lögð fram 17. fundargerð bæjarráðs.
Lagt fram til kynningar.

11.Atvinnu- og nýsköpunarnefnd (SH) - 3

Málsnúmer 2311009FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 3. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar.
Lagt fram til kynningar.

12.Fundargerðir stjórnar byggðasamlags um rekstur félags- og skólaþjónustu Snæfellinga

Málsnúmer 2101043Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerðir 131. og 132. fundar stjórnar Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga.
Lagt fram til kynningar.

13.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Vesturlands

Málsnúmer 2006017Vakta málsnúmer

Lögð fram 187. fundargerð heilbrigðisnefndar ásamt ársskýrslu og bókun Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi vegna skýrslu starfshóps um fyrirkomulag eftirlits með hollustuháttum, mengunarvörnum og matvælum.
Lagt fram til kynningar.

14.Kvennafrídagurinn

Málsnúmer 2311016Vakta málsnúmer

Baráttudagur fyrir jafnrétti á vinnumarkaði, Kvennafrídagurinn, sem var haldinn 24. október sl., en á honum lögðu konur og kvár víðsvegar um land niður störf. Formaður gerir grein fyrir aðkomu og frumkvæði velferðar- og jafnréttismálanefndar Stykkishólms að viðburðinum og fyrir viðburðinum og aðgerðum í Stykkishólmi.



Formaður velferðar- og jafnréttismálanefndar gerði á 3. fundi nefndarinnar grein fyrir aðkomu sinni og frumkvæði velferðar- og jafnréttismálanefndar Stykkishólms að viðburðinum og aðgerðum í Stykkishólmi. Velferðar- og jafnréttismálanefndar þakkar öllum hluteigandi kærlega fyrir sitt framlag sitt til þessa baráttudags og formanni fyrir sitt frumkvæði við skipulagningu dagsins í Stykkishólmi.



Bæjarráð tók á 17. fundi sínum undir bókun velferðar- og jafnréttisnefndar.
Bæjarstjórn tekur undir bókun velferðar- og jafnréttisnefndar.

15.Norðurljósahátíð

Málsnúmer 1910024Vakta málsnúmer

Norðurljósin, menningarhátíð í Stykkishólmi, var fyrst haldin í Stykkishólmi í nóvember árið 2010 og hefur verið haldin annað hvert ár síðan, en hátíðin var sett á fót á vegum safna- og menningarmálanefndar Stykkishólmsbæjar eftir að bæjarstjórn tók ákvörðun um að fela nefndinni að stuðla að menningarhátíð í Stykkishólmi. Norðurljósahátíðin var haldin síðast árið 2022. Undanfarin ár hefur safna- og menningarmálanefnd tilnefnt aðila í norðurljósanefnda sem annast undirbúning hátíðarinnar. Norðurljósahátíðin verður næst haldin 2024.



Safna- og menningarmálanefnd lagði, á 5. fundi sínum, til að Norðurljósahátíðin verði haldin dagana 24.-27. október 2024. Safna- og menningarmálanefnd lagði jafnframt til að eftirfarandi aðilar sitji í Norðurljósanefnd: Fulltrúi tónlistarskóla, fulltrúar ungmennaráðs, forstöðumaður Amtsbókasafns, fulltrúar byggðasafns, formaður safna- og menningarmálanefndar auk starfsmanni. Þá var formanni nefndarinnar falið að heyra í Grunn- og Tónlistarskólastjóra Heimi Eyvindarsyni.



Bæjarráð samþykkti afgreiðslu safna-og menningarmálarnefndar á 17. fundi sínum og lagði til við bæjarstjórn að staðfesta eftirtalda í nefndina.



Heiðrún Edda Pálsdóttir: Formaður Ungmennaráðs.

Kristjón Daðason: Deildastjóri Tónlistarskólans í Stykkishólmi.

Nanna Guðmundsdóttir: Forstöðumaður Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi.

Viktoría Líf Ingibergsdóttir: Formaður Safna- og menningarmálanefndar.

Þórunn Sigþórsdóttir: Starfsmaður Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla.

Starfsmaður hátíðar: Hjördís Pálsdóttir.
Bæjarstjórn staðfestir eftirtalda í Norðurljósahátíðarnefndina:

Heiðrún Edda Pálsdóttir: Formaður Ungmennaráðs.
Kristjón Daðason: Deildastjóri Tónlistarskólans í Stykkishólmi.
Nanna Guðmundsdóttir: Forstöðumaður Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi.
Viktoría Líf Ingibergsdóttir: Formaður Safna- og menningarmálanefndar.
Þórunn Sigþórsdóttir: Starfsmaður Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla.
Starfsmaður hátíðar: Hjördís Pálsdóttir.

16.Hreinsun og fegrun umhverfis í Skipavík

Málsnúmer 2005059Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn hefur undanfarin ár lagt áherslu á að fara þurfi í átak til að fegra og snyrta hafnarsvæðið við Skipavíkurhöfn, sér í lagi hvað varðar óhreyfða báta og vagna sem liggja jafnvel undir skemmdum. Í anda þess samþykkti hafnarstjórn á 90. fundi sínum að þeir sem greiði hafnargjöld hafi heimild gjaldfrjálsrar aðstöðu fyrir báta og kerrur á skilgreindum bátastæðum við Skipavíkurhöfn, en aðrir greiði aðstöðugjald (stöðuleyfi). Hafnarstjórn fól hafnarverði á 90. fundi sínum, sem staðfest var á 400. fundi bæjarstjórnar, að láta fjarlægja ónýtar kerrur og annað sem á ekki heima á svæðinu að hans mati og innheimta í samvinnu við byggingarfulltrúa gjöld fyrir aðstöðuleyfi og framfylgja framangreindri samþykkt hafnarstjórnar. Samkvæmt fundargerðum hefur verið farið yfir árangur frá fyrri afgreiðslu á fundum hafnarstjórnar.



Á 53. fundi umhverfis- og náttúruverndarnefndar fjallaði nefndin um þessi sömu málefni og taldi skynsamlegt að hvetja fyrirtæki og einkaaðila til góðrar umhirðu í sínu nærumhverfi. Nefndin benti jafnframt á heimildir heilbrigðisnefndar til að hlutast til um að lausafjármunir séu fjarlægðir, þ.m.t. númeralausar bifreiðar og bílflök, annað hvort á grundvelli 21. gr. reglugerðar um hollustuhætti og/eða 14. gr. reglugerðar um meðhöndlun úrgangs.



Hafnarstjórn samþykkti, á 5. fundi sínum, að leita eftir formlegu samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands um hreinsun á hafnarsvæði Skipavíkur í samræmi við framangreint og að bátum og tækjum sem hafa verið óhreyfð árið 2023 séu fjarlægð af svæðinu, sbr. 20. og/eða 21. gr. reglugerðar um hollustuhætti, og 14. gr. reglugerðar um meðhöndlun úrgangs, nema fyrir liggi samþykki hafnarvarðar, en samtímis verði unnið að því að útbúa bátasvæði fyrir þá báta sem hafa verið í notkun og þeir muni vera fluttir á viðkomandi svæði þegar það er tilbúið.



Bæjarráð staðfesti, á 17. fundi sínum, afgreiðslu hafnarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

17.Arnarborg 16 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2209017Vakta málsnúmer

Lagður er fram lóðarleigusamningur vegna Arnarborgar 16. Bæjarráð samþykkti á 17. fundi sínum, lóðaleigusamning vegna Arnarborgar 16 og fól bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins og vísaði til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

Til máls tóku:HH og LÁH

18.Brunavarnaráætlun Stykkishólms

Málsnúmer 2312004Vakta málsnúmer

Lögð fram brunavarnaráætlun Stykkishólms 2024-2029. Bæjarráð samþykkti brunavarnaráætlun á 17. fundi sínum og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja hana.
Bæjarstjórn samþykkir brunavarnaráætlun Stykkishólms fyrir árin 2024-2029.

19.Tillaga um tímabundna niðurfellingu á gatnagerðargjöldum

Málsnúmer 1911024Vakta málsnúmer

Vegna sérstakra aðstæðna er lagt til að veittur verði tímabundinn 90% afsláttur (lækkun) skv. 6. gr. laga nr. 153/2006, sbr. og 6. gr. samþykkta um gatnagerðargjald í sveitarfélaginu, á gatnagerðargjöldum af byggingum íbúðarhúsnæðis m.v. gjaldskrá 2024 á tilteknum lóðum í Stykkishólmi og að lækkunarheimildin taki gildi eftir samþykkt bæjarstjórnar til og með 31. desember 2024 og á sama grunni verði veittur 70% afsláttur af lóðinni Hjallatangi 48. Skal umsækjandi greiða 100.000 kr. staðfestingargjald fyrir hverja lóð sem sótt er um og er staðfestingargjald óafturkræft verði umsækjanda úthlutað viðkomandi lóð.



Bæjarráð samþykkti, á 17. fundi sínum, tillögu bæjarstjóra og vísaði henni til staðfestingar í bæjarstjórn.



Um er að ræða eftirtaldar lóðir:



Lóðir á 90% afslætti:

-Sundabakki 2

-Laufásvegur 19

-Hjallatangi 9

-Hjallatangi 13

-Hjallatangi 15

-Hjallatangi 17

-Hjallatangi 19



Lóðir á 70% afslætti:

-Hjallatangi 48



Lóðir á 25% afslætti:

-Hjallatangi 42

-Hjallatangi 36



Bæjarráð samþykkti jafnframt að lóðin, Hjallatangi 48, verði auglýst eftir skipulagsbreytingu í samræmi við umræður bæjarfulltrúa á fundinum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

20.Byggingaheimildir í dreifbýli

Málsnúmer 2310042Vakta málsnúmer

Á fyrsta fundi dreifbýlisráðs fjallaði skipulagsfulltrúi um heimildir til uppbyggingar í dreifbýlinu samkvæmt aðalskipulagi Helgafellssvetitar.



Drefibýlisráð lagði áherslu á að sveitarfélagið haldi sig við þá stefnumörkun og ákvarðanir sem sveitarstjórn Helgafellssveitar tók fyrir sameiningu hvað varðar túlkun á aðalskipulagi þar til aðalskipulagsbreyting verði gerð sem breyti þeirri stefnumörkun. Dreifbýlisráðið lagði áherslu á heilstætt mat fari fram hverju sinni, sér í lagi á bótaábyrgð sveitafélagsins.







Dreifbýlisráð lagði jafnframt til að málsgrein í kafla 4.1. í aðalskipulagi varðandi kröfu um deiliskipulag verði endurskoðað vegna þeirrar óvissu og óskýrleika sem málsgreinin hefur valdið.



Á 15. fundi skipulagsnefndar lagði skipulagsnefnd jafnframt til að felld verði út eftirfarandi setning í kafla 4.1 í aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024: "Framkvæmdir skv. liðum eru allar deiliskipulagsskyldar", vegna óskýrleika ákvæðisins eins og dreifbýlisráðið hefur bent á, og á meðan unnið er að því að fella setninguna úr aðalskipulagi verði ný mál ekki tekin til afgreiðslu án deiliskipulags frá og með samþykkt bæjarstjórnar á tillögu þessari.



Eftir að kvöðin verður felld úr aðalskipulagi gefst ráðrúm til að vinna með íbúum í dreifbýli og dreifbýlisráði að endurskoðun byggingarheimilda samkvæmt aðalskipulagi.



Á 16. fundi sínum samþykkti bæjarráð afgreiðslu skipulagsnefndar og lagði til við bæjarstjórn að staðfesta hana.



Bæjarstjórn vísaði á 19. fundi sínum málinu til næsta bæjarráðsfundar.





Bæjarráð taldi, á 17. fundi sínum, að mismunandi túlkun nefnda sveitarfélagsins á gr. 4.1 í aðalskipulagi Helgafellssveitar 2014-2024 gefi tilefni til að skerpa á texta greinarinnar, m.a þegar horft er til hvenær skuli deiliskipuleggja, á þeim svæðum þar sem er fyrirhuguð uppbygging. Á þetta við lögbýli og allt það land sem hefur verið stofnað úr þeim, gildir þá einu hvaða landnotkunarflokki það tilheyrir samkvæmt skilgreiningu 6. kafla skipulagsreglugerðar 90/2013. Bæjarráð samþykkti að fela skipulagsfulltrúa að vinna minniháttar breytingu á greininni en lagði áherslu á að þær byggingarheimildir sem eru nú þegar í gildandi aðalskipulagi Helgafellssveitar verði óbreyttar þar til að nýtt aðalskipulag fyrir sameinað sveitarfélag Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar, sem samþykkt hefur verið að hefja vinnu við, tekur gildi.



Þar til umrædd aðalskipulagsbreyting hefur tekið gildi verða umsóknir um byggingarheimildir í dreifbýli metnar heilstætt hverju sinni þar sem sérstaklega verði hugað að hugsanlega bótaábyrgð sveitarfélagsins vegna málsmeðferðar sveitarfélagsins.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

21.Umsókn um byggingarheimild - Helgafell

Málsnúmer 2310008Vakta málsnúmer

Jóhanna Kristín Hjartardóttir sækir um leyfi fyrir byggingu þriggja frístundahúsa í landi Helgafells ásamt stofnun nýrra lóða samhliða því.



Þar sem að ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið vísaði byggingarfulltrúi málinu til afgreiðslu í skipulagsnefnd.

Samkvæmt Aðalskipuagi Helgafellssveitar 2012-2024 er á landbúnaðarsvæðum heimilt án þess að aðalskipulagi sé breytt að reisa þrjú frístundahús á jörðum eða jarðaspildum sem eru 10 ha eða stærri. Fjöldi þegar byggðra stakra frístundahúsa dregst frá heimildinni. Húsin verða að standa á sérstaklega afmörkuðum lóðum og mælst til þess að þau séu í nágrenni við hvort annað. Framkvæmdir eru deiliskipulagsskyldar. Helgafell er 94 ha jörð. Fyrir eru tvö íbúðarhús og lóðir fyrir þrjú frístundahús.



Á 15. fundi sínum gerði skipulagsnefnd ekki athugasemd við umsókn Jóhönnu Hjartardóttur um byggingu þriggja frístundahúsa í landi Helgafells í samræmi við fyrirliggjandi gögn og að stofnuð verði lóð. Horfir skipulagsnefnd meðal annars til afgreiðslu 1. fundar dreifbýlisráðs og til þess að fyrir liggur undirritað skjal frá öllum hagaðilum á svæðinu sem samþykkja áformin. Horfir skipulagsnefnd einnig til afgreiðslu 15. fundar bæjarstjórnar vegna sambærilegs máls við Lyngholt í landi Helgafells sem var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn. Telur skipulagsnefnd ekki forsendur til þess að fara gegn þeirri stefnumörkun bæjarstjórnar og bókun dreifbýlisráðs.



Á þessum grunni vísar skipulagsnefnd erindinu til afgreiðslu hjá byggingarfulltrúa.



Afgreiðsla 15. fundar skipulagsnefndar er lögð fram til staðfestingar.



Á 16. fundi sínum samþykkti bæjarráð afgreiðslu skipulagsnefndar og lagði til við bæjarstjórn að staðfesta hana.



Bæjarstjórn vísaði málinu aftur til bæjarrás. Bæjarráð samþykkti, á 17. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar og lagði til við bæjarstjórn að staðfesta hana.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

22.Samþykkt um gatnagerðargjald og þjónustugjaldskrár í skipulags- og byggingarmálum ásamt lóðarreglum

Málsnúmer 2311015Vakta málsnúmer

Lögð fram ný samþykkt um gatnagerðargjöld og þjónustugjaldskrár í skipulags- og byggingarmálum ásamt lóðarreglum og öðrum samanburðargögnum.



Bæjarráð samþykkti, á 16. fundi sínum, gatnagerðagjöld og þjónustugjaldskrár í skipulags- og byggingarmálum ásamt lóðarreglum og vísaði þeim til fyrri umræðu í bæjarstjórn.



Bæjarstjórn samþykkti á 19. fundi sínum, að vísa samþykkt um gatnagerðagjöld og þjónustugjaldskrám í skipulags- og byggingarmálum ásamt lóðarreglum til frekari vinnslu í bæjarráði og til síðari umræðu í bæjarstjórn.



Bæjarráð samþykkti, á 17. fundi sínum, gatnagerðagjöld og þjónustugjaldskrár í skipulags- og byggingarmálum ásamt lóðarreglum með áorðnum breytingum og vísaði þeim til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykktir gatnagerðagjöld og þjónustugjaldskrár í skipulags- og byggingarmálum.

Bæjarstjórn vísar reglum um úthlutun lóða til vinnslu í bæjarráði.

23.Reglur sveitarfélagsins um stuðningsþjónustu - Höfðaborg - Miðstöð öldrunarþjónustu

Málsnúmer 2311017Vakta málsnúmer

Lögð drög að reglum sveitarfélagsins um stuðningsþjónustu vegna þjónustu Höfðaborgar.



Bæjarráð samþykkti reglurnar á 16. fundi sínum og vísaði til fyrri umræðu í bæjarstjórn.



Bæjarstjórn samþykkti, á 19. fundi sínum, að vísa þeim til frekari vinnslu í bæjarráði og til síðari umræðu í bæjarstjórn.



Bæjarráð samþykkti, á 17. fundi sínum, reglur sveitarfélagsins um stuðningsþjónustu vegna þjónustu Höfðaborgar og vísaði til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykktir reglur sveitarfélagsins um stuðningsþjónustu vegna þjónustu Höfðaborgar.

24.Isea ehf. - Ályktun atvinnu- og nýsköpunarnefndar

Málsnúmer 2312006Vakta málsnúmer

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd heimsótti Isea ehf. á 3. fundi sínum og fékk kynningu á starfsemi félagsins. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd lýsti ánægju með þann metnað og framtaksemi sem forsvarsenn félagsins hafa fyrir rekstrinum og aukinni verðmætasköpun í nærsamfélaginu, sérstaklega áherslum félagsins á að fullvinna sem mest afurðir sínar í heimabyggð. Á fundinum kom fram að forsvarsmenn félagsins séu ávallt reiðubúnir til þess að kynna áhugasömum íbúum starfsemi félagsins og hvatti atvinnu- og nýsköpunarnefnd íbúa til þess að taka boði félagsins og kynna sér starfsemi þess og þær góðu afurðir sem þar eru unnar.



Í heimsókn nefndarinnat til félagsins kom einnig fram að sú alvarlega staða sé uppi að dreifikerfi Veitna afkasti ekki þeirri orku sem Veitur höfðu gefið félaginu upp og var forsenda allrar hönnunar og fjárfestinga í fyrirliggjandi

vinnslulínu. Brýnt að tryggja félaginu þá orku sem búið var að gefa loforð um og var m.a. forsenda kostnaðarþátttöku félagins í innviðum Veitna. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd skoraði á Veitur og Orkuveitu Reykjavíkur að bregðast nú þegar við þessari alvarlegu stöðu í Stykkishólmi.
Bæjarstjórn tekur undir ályktun atvinnu- og nýsköpunarnefndar og gerir kröfu til Veitna um að staðið sé við þá samninga og fyrirheit sem gefin voru vegna verkefnisins. Sérstaklega er þetta alvarlegt mál gagnvart fyrirtæki sem er á viðkvæmu stigi í sinni uppbygingu sem byggir meðal annars á nýsköpun og áframvinnslu afurða.

Ályktunin verður send Veitum og Orkuveitu Reykjavíkur.

25.Sjávarútvegsstefna og frumvarp til laga um sjávarútveg

Málsnúmer 2312008Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að tillögu til þingsályktunar um sjávarútvegsstefnu, drög að frumvarpi til laga um sjávarútveg og tillögur um útfærslu á innviðaleið, ásamt minnisblaði um skel- og rækjubætur, en eitt af nýmælum frumvarpsins er að skel- og rækjubætur verði skertar um 25% á ári á 4 ára tímabili og úthlutun bóta verði hætt 31. desember 2028.
Bæjarstjórn Stykkishólms hefur ávallt lagt þunga áherslu á mikilvægi skelbóta fyrir atvinnulífið í Stykkishólmi og þar með samfélagið í heild. Það blasir við að um er að ræða mikilvægt hagsmunamál fyrir atvinnulífið og fyrirtækin öll sem reka útgerð og fiskvinnslu í Stykkishólmi og nýta þær aflaheimildir sem hafa fylgt skelbótunum. Með þessum áformum sem felast í frumvarpinu er með tiltölulega litlum fyrirvara gert ráð fyrir að svipta skelútgerðir aflaheimildum og þar með skerða varanlega rekstrargrundvöll fyrirtækjanna. Sjávarútvegur hefur um árabil verið hryggjarstykkið í atvinnulífi Stykkishólms og stærsti hluti núverandi útsvarstekna sveitarfélagsins koma frá fyrirtækjum sem byggja rekstrargrunn sinn á skelbótum. Í Stykkishólmi hafa skelbætur þannig skipt sköpum fyrir byggðafestu og með því skerða varanlega rekstrargrundvöll handhafa skelbóta með þeim hætti sem lagt er til með frumvarpinu er á sama tíma verið að skerða varanlega rekstrargrundvöll sveitarfélagsins og þar með samfélagsins í Stykkishólmi. Bæjarstjórn leggur því þunga áherslu á mikilvægi þess að fallið verði frá þeim áformum sem frumvarpið felur í sér hvað varðandi skelbætur.

Vert er að minna á það að ákvörðun um skelbæturnar var byggð á þeirri staðreynd að útgerðarfyrirtækin sem fengu skelbætur þegar skelin hætti að veiðast höfðu verið látin skila inn aflaheimildum í bolfiski á móti aflaheimildunum í hörpudiski þegar kvótakerfið var lögfest. Þær aflaheimildir í bolfiski sem skelbátarnir skiluðu inn gengu inn í heildar aflamarks pottinn. Niðurfelling skelbótanna er því hrein eigna upptaka verði hún að veruleika. Þá er vert að minna á að skelbæturnar voru 2190 tonn þegar úthlutun þeirra hófst árið 2003 en hefur verið skorin verulega niður á tímabilinu og eru fyrir núverandi fiskveiðiár 1008 tonn.

Til máls tóku:HH og LÁH

26.Erindi frá Eyja- og Miklaholtshrepp

Málsnúmer 2312007Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Eyja- og Miklaholtshreppi þar sem óskað er eftir samtali við forsvarsmenn Sveitarfélagsins Stykkishólms um skipulags- og byggingarmál, með möguleg þjónustukaup í huga.
Bæjarstjórn samþykkir að ganga til samnimninga við Eyja-og Miklaholtshrepp og felur bæjarstjóra að hefja viðræður og leggja í framhaldi drög að samningi fyrir bæjarráð.

27.Skipulagsbreytingar

Málsnúmer 2308015Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga KPMG að breytingum á skipulagi með það að markmiði að skýra stjórnskipulag, ábyrgð og verklag hjá sveitarfélaginu, ásamt drögum að starfslýsingum, en í verkefninu felst að teikna upp núverandi stöðu og útfæra fyrirliggjandi hugmyndir og fyrirhugaðar breytingar með það fyrir augum að nýta sem best núverandi mannauð.



Fulltrúar KPMG komu til fundar við bæjarráð á 16. fundi og gerðu grein fyrir tillögunni.



Bæjarráð samþykkti að vísa málinu til frekari vinnslu í bæjarráði.



Bæjarráð vísaði, á 17. fundi sínum, útfærslu 1 að skipulagsbreytingum til samþykktar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir útfærslu 1 að skipulagsbreytingum hjá sveitarfélaginu og felur bæjarstjóra að aðlaga verkskiptingar á grunni nýs skipulags og ganga frá endanlegum starfslýsingum.

28.Gjaldskrár 2024

Málsnúmer 2310019Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að gjaldskrám sveitarfélagsins 2024 sem tekur mið af forsendum fjárhagsáætlunar 2024-2027 sem samþykktar voru á 17. fundi bæjarstjórnar.



Bæjarstjórn samþykkti gjaldskrárnar á 18. fundi sínum og vísaði til umsagnar í fastanefndum og frekari umfjöllunar í bæjarráði.

Á 16. fundi sínum vísaði bæjarráð erindinu til frekari vinnslu í bæjarráði.



Bæjarráð samþykkti gjaldskrár, á 17. fundi sínum, fyrir 2024 og vísaði þeim til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Greinargerð bæjarstjóra:
Liggja fyrir bæjarstjórn til síðari umræðu gjaldskrár sveitarfélagsins 2024, en gjaldskrár hafa verið til umfjöllunar í fastanefndum bæjarins undanfarnar vikur. Bæjarráð samþykkti á síðasta fundi sínum gjaldskrár Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir árið 2024 og vísaði þeim til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Helstu breytingar á álagningu íbúa eru þær að álagningarstuðull fasteignaskatta á íbúðarhúsnæði hækkar hjá sveitarfélaginu á árinu 2024 úr 0,38% í 0,39%. Á sama tíma hækkar álagningarprósenta lóðarleigu íbúðarhúsnæðis úr 0,93% í 0,96% ásamt hækkun á álagningarprósenta holræsagjalds húseigna í A-flokki verði 0,16%. Heildar fasteignagjöld hækka í kringum 7% á milli ára. Helstu breytingar á álagningu atvinnurekstur eru að álagningarstuðull fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði hækkar hjá sveitarfélaginu á árinu 2024 úr 1,54% í 1,56%. Á sama tíma hækkar álagningarprósenta lóðarleigu atvinnuhúsnæðis úr 1,92% í 2,0% ásamt hækkun á álagningarprósenta holræsagjalds lækkar úr 0,18 í 0,19%.

Álagningarhlutfall úrsvars hækkar um 0,23% millli ára úr 14,74% 2023 í 14,97% 2024, að því gefnu að samþykkt verði tillaga sem liggur fyrir frá meirihluta fjárlaganefndar um að hámarksútsvar sveitarfélaga, sem nú er 14,74%, verði hækkað um 0,23% samhliða lækkun tekjuskatts um samsvarandi hlutfall í öllum skattþrepum einstaklinga. Breytingin kemur ekki til hækkunar á álögur á íbúa sveitarfélagsins, enda um að ræða tilfærslu skatttekna að ræða frá ríkinu, þannig að íbúar verða ekki fyrir aukinni skattheimtu vegna breytinganna.

___

Forseti bæjarstjórnar ber upp tillögu um að útsvar verði 14,97% á árinu 2024, að því gefnu að samþykkt verði tillaga sem liggur fyrir frá meirihluta fjárlaganefndar um að hámarksútsvar sveitarfélaga, sem nú er 14,74%, verði hækkað um 0,23% samhliða lækkun tekjuskatts um samsvarandi hlutfall í öllum skattþrepum einstaklinga. Verði tillagan ekki samþykkt verður hámarksútsvar áfram 14,74%.

Tillaga samþykkt samhljóða.

Forseti bæjarstjórnar ber upp eftirfarandi tillögu um fasteignaskatta,lóðarleigu,holræsagjald og úrgangshirðugjöld:

Fasteignaskattur A-flokkur 0,39%. Fasteignaskattur B-flokkur 1,32%. Fasteignaskattur C-flokkur 1,56%.
Lóðaleiga íbúðarhúsnæðis 0,96%. Lóðarleiga atvinnuhúsnæðis 2,0%.Lóðarleiga ræktunarland 6,00%.
Holræsagjald íbúðarhúsnæði 0,16%.
Holræsagjald atvinnuhúsnæði 0,19%.

Úrgangshirðugjald pr. íbúð 74.800 kr. (fjórartunnur)79.950 (þrjár tunnur ein tvískipt) Úrgangshirðugjald sumarhús 37.500

Gjalddagar fasteignagjalda verði 9 frá 1.febrúar til og með 1. október.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu um fasteignagjöld og aðrar álögur.

Forseti bæjarstjórnar ber upp tillögu að afslátt vegna fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði í samræmi við fyrirliggjandi gögn sem felur í sér að elli- og örorkulífeyrisþegar fá lækkun á fasteignaskatti miðað við tekjur á skattframtali. Afslátturinn fer eftir tekjuupphæð og gildir vegna eigin húsnæði sem viðkomandi býr í.

Bæjarstjórn samþykkir samhlóða tillögu um afslátt vegna afsláttar af fasteignaskatti.

Forseti bæjarstjórnar ber gjaldskrá Stykkishólmshafnar fyrir árið 2024 upp til atkvæða.
Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrá Stykkishólmshafnar fyrir árið 2024.

Forseti bæjarstjórnar ber gjaldskrá fyrir garðslátt fyriraldraðra og öryrkj árið 2024 upp til atkvæða.
Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrá fyrir slátt árið 2024.

Forseti bæjarstjórnar ber gjaldskrá fyrir slökkvilið fyrir árið 2024 upp til atkvæða.
Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrá fyrir slökkvilið árið 2024.

Forseti bæjarstjórnar ber gjaldskrá fyrir fráveitu fyrir árið 2024 upp til atkvæða.
Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrá fyrir fráveitu árið 2024.

Forseti bæjarstjórnar ber gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald fyrir árið 2024 upp til atkvæða.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald árið 2024.

Forseti bæjarstjórnar ber gjaldskrá fyrir úrgangshirðu fyrir árið 2024 upp til atkvæða.
Bæjarstjórn samþykkir samhlóða gjaldskrá fyrir úrgangshirðu árið 2024.

Forseti bæjarstjórnar ber gjaldskrá Gagnaveitu Helgfellssveitar fyrir árið 2024 upp til atkvæða.
Bæjarstjórn samþykkir samhlóða gjaldskrá Gagnaveitu Helgfellssveitar árið 2024.

Forseti bæjarstjórnar ber aðrar fyrirliggjandi gjaldskrár Sveitarfélagdsins Stykkishólms fyrir árið 2024 upp til atkvæða, að utanteknum þeim öðrum gjaldskrám sem þegar hafa verið samþykktar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða aðrar fyrirliggjandi gjaldskrár Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir árið 2024.

Til máls tóku: HH ogJBSJ

29.Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2024-2027

Málsnúmer 2310016Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun 2024-2027 lögð fram til síðar umræðu í bæjarstjórn.



Bæjarstjórn samþykkti, á 18. fundi sínum, Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2024-2027 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.



Á 16. fundi sínum vísaði bæjarráð erindinu til frekari vinnslu í bæjarráði. Bæjarráð samþykkti, á 17. fundi sínum, að vísa fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2025-2027 til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Greinargerð bæjarstjóra vegna fjárhagsáætlunar 2024-2027:

Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins var lögð fram var til fyrri umræðu á 18. fundi bæjarstjórnar þann 2. nóvember 2023. Á sama fundi voru lögð fram drög að gjaldskrám fyrir árið 2024. Bæjarstjórn samþykkti á 18. fundi sínum að vísa fjárhagsáætlun til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Fyrir bæjarstjórn eru lögð fram til síðari umræðu fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir árið 2024 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2025-2027, ásamt gjaldskrám Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir 2024. Þá eru lagðar fram umsagnir fastanefnda um fjárhagsáætlun og gjaldskrár sveitarfélagsins ásamt samantekt sem byggð er á fjárhagsáætlun 2024-2027. Áætluð sameiningarframlög frá Jöfnunarsjóði nema 322 millj. kr. á árunum 2024-2027.

Fjárhagsáætlun ársins 2024-2027 er unnin út frá forsendum og markmiðum sem bæjarstjórn setti sér og hefur þeim, með áorðnum breytingum, verið fylgt við vinnu við gerð fjárhagsáætlunar. Í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun er lögð áhersla á ábyrga fjármálastjórnun þar sem gætt er aðhalds og ábyrgðar í rekstri bæjarins á sama tíma og þjónusta við bæjarbúa verði eins og best verður á kosið.

Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins gerir ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 59,5 milljónir króna á árinu 2024 og að áætlað veltufé frá rekstri lækki um 26,9 milljónir króna úr 321,9 milljónum 2023 í 295,0 milljónir árið 2024.

Markmið fjárhagsáætlunar 2024-2027 eru að tryggja jafnvægi í rekstri á tímabilinu, þ.e. að heildarútgjöld til rekstrar vegna A og B hluta séu á hverju þriggja ára tímabili ekki hærri en nemur samanlögðum reglulegum tekjum, framlegðarhlutfall verði a.m.k 15%, að veltufjárhlutfall verði 0,7, handbært fé verði á bilinu 150-160 millj. í árslok 2024 og að rekstur skili nægjanlegum fjármunum til að standa undir afborgunum langtímalána.

Fjárfestingaáætlun gerir ráð fyrir að heildarfjárfesting tímabilsins nemi 567,4 millj. kr., lántaka nemi 330 millj. kr. og afborganir nemi 907,2 millj. kr. Gangi áætlanir eftir mun skuldahlutfall og skuldaviðmið sveitarfélagsins lækka og gera áætlanir ráð fyrir að skuldaviðmið verði í kringum 103,5% strax í lok árs 2024 og 79,8% í árslok 2027, en í sveitarstjórnarlögum er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar A- og B-hluta í reikningsskilum séu ekki hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum.

Í forsendum er gert ráð fyrir 5,6% verðbólgu yfir árið 2024, 3,6% árið 2025 og 2,8% 2026 og 2,5% árið 2027, í samræmi við þjóðhagsspá sem gefin er út af Hagstofu Íslands. Gert er ráð fyrir því að meðalraunvextir lána verði um 2,75% á árunum 2024-2027. Auk framangreinds gera forsendur ráð fyrir því að gjaldskrár sveitarfélagsins muni almennt hækka um 6,9% árið 2024, en 4,0% á hverju ári á tímabilinu 2025-2027.


Samkvæmt tillögu um framkvæmdir og fjárfestingar á næstu fjórum árum er gert ráð fyrir að um 567,4 milljónum kr. verði varið til framkvæmda og fjárfestinga, en í fyrirliggjandi áætlun um fjárfestingarliði vegna ársins 2024 verður lögð áhersla á fjárfestingu í innviðum og bættri þjónustu við íbúa og í fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun fyrir árið 2024 ber hæst hlutdeild sveitarfélagsins við uppbyggingu á gatnagerð í Víkurhverfi og endurnýjun á dúk/plasti í sundlaug. Í áætlunum er reynt að lágmarka nýjar lántökur á næstu fjórum árum en gert er ráð fyrir 330 milljónum kr. í lántökum á árunum 2024 til 2027. Umræddar fjárfestingarnar á næstu árum verða jafnframt fjármagnaðar á bilinu 263,0 til 295,0 milljónum með veltufé frá rekstri á árunum 2024-2027 og handbæru eigin fé sveitarfélagsins, en áætlanir gera jafnframt ráð fyrir fjármagna framkvæmdir að hluta með sölu eigna.

Helstu fjárfestingar á árinu 2024 eru:
- Hafist verður handa við gatnagerð í Víkurhverfi, ásamt öðrum gatnaframkvæmdum.
- Framkvæmdir við Íþróttahús og sundlaug.
- Eignarhlutur í félaginu Brák (byggir íbúðir fyrir tekjulága) aukið um 65 milljónir
- Haldið verður áfram með umbreytingar á húsnæði Höfðaborgar.
- Aðstaða fyrir tjaldgesti / Endurbætur á tjaldstæði
- Aðstaða í Skógrækt (salernis- og inniaðstöðu) fyrri hluti, nýtist m.a. fyrir útikennslu leikskólann, grunnskólanna og félagasamtökum.
- Haldið verður áfram í stígagerð og umhverfisverkefni.
- Gjaldtaka fyrir bílastæði á hafnarsvæði
- Skjöldur, viðhald með sameigendum
- Led-væðing ljósastaura og stofnana

Helstu lykiltölur fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins 2024-2027 eru eftirtaldar:

Fjárhagsáætlun aðalsjóðs sveitarfélagsins A-hluti 2024:
Tekjur alls: 2.235.745.000 kr.
Gjöld alls fyrir afskriftir og fjármagnsliði: 1.955.777.000 kr.
Rekstrarniðurstaða, neikvæðkvæð: -8.705.000.000 kr.
Veltufé frá rekstri: 225.597.000 kr.
Afborganir langtímalána: 204.190.000 kr.
Handbært fé í árslok: 154.428.000 kr.

Fjárhagsáætlun B-hluta sveitarfélagsins 2024:
Rekstrarniðurstaða Hafnarsjóðs, hagnaður: 18.480.000 kr.
Rekstrarniðurstaða Fráveitu, hagnaður: 21.266.000 kr.
Rekstrarniðurstaða Félagslegra íbúða: 28.974.000 kr.
Rekstrarniðurstaða Búseturétttaríbúða: -2.391.000 kr.
Rekstarniðurstaða Gagnaveitu Helgafells.:-3.347.000 kr.
Rekstarniðurstaða Náttúrustofu Vesturlands: -8.978.000 kr.
Veltufé frá rekstri: 69.433.000 kr.
Afborganir langtímalána: 20.275.000 kr.

Fjárhagsáætlun samstæðu sveitarfélagsins A-B hluti 2024:
Tekjur alls: 2.444.613.000 kr.
Gjöld alls fyrir afskriftir og fjármagnsliði: 2.066.813.000 kr.
Fjármagnsgjöld alls: 225.026.000 kr.
Rekstrarniðurstaða, jákvæð: 59.533.000 kr.
Veltufé frá rekstri: 295.029.000 kr.
Afborganir langtímalána: 224.465.000 kr.
Handbært fé í árslok: 155.672.000 kr.

Fjárhagsáætlunin var unnin í mikilli og góðri samvinnu bæjarfulltrúa og um hana hefur myndaðist góð samstaða. Vil ég þakka bæjarfulltrúum fyrir gott samstarf, á sama tíma og þakkað er þeim fjölmörgu starfsmönnum sveitarfélagsins sem lögðu sín lóð á vogaskálarnar í þessari vinnu.

---------
Fyrir bæjarstjórn er lögð fram til síðari umræðu fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2024 ásamt þriggja ára fjárhagsáætlun 2025-2027 eftir að hafa fengið umfjöllun í fastanefndum sveitarfélagsins. Bæjarráð samþykkti á síðasta fundi sínum fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2024 ásamt þriggja ára fjárhagsáætlun 2024-2027 og vísaði henni til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Forseti bæjarstjórnar ber Fjárhagsáætlun sameinaðs sveitarfélagsins Stykkishólms 2024 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2025-2027 upp til atkvæða.

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun með fjórum atkvæðum H-lista þrjú atkvæði Í-listi sátu hjá.

Til máls tóku:HH,JBSJ,HG,SIM og LÁH

Bókun Í-lista

Undirrituð telja að núverandi fjárhagsáætlun skjóti fyrir ofan markið í fjárfestingum og í lántökum miðað við stöðu sveitarfélagsins og í ljósi efnahagsástandsins. Ljóst er að sú aðgerð sem skilar sveitarfélaginu mestri arðsemi núna er lækkun skulda og æskilegt væri að fara sér hægar í fjárfestingum og nýta framlag vegna sameiningar til þess. Eins og í fyrra telja undirrituð að opnun Víkurhverfisins hefði mátt bíða lengur og betur hefði farið á því að opna atvinnulóðir fyrst til lengri tíma litið. Ljóst er að aðrar framkvæmdir ársins en Víkurhverfi eru háðar tekjum sem er ekki fastar í hendi s.s. sölu eigna, gatnagerðargjöldum og styrkjum nema að ákveðið verði að fara í frekari lántökur sem við teljum óráðlegt að svo stöddu.
Undirrituð munu sitja hjá við afgreiðslu.
Að öðru leyti er vísað til yfirferðar fulltrúa Íbúalistans í upptöku af bæjarstjórnarfundi.
Einnig þakka undirrituð bæjarfulltrúum, starfsfólki og endurskoðendum sveitarfélagsins fyrir sitt framlag við gerð fjárhagsáætlunar.

Íbúalistinn,
Haukur Garðarsson,
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir,
Lárus Ástmar Hannesson

Tillaga Í-lista kynningarfundur.

Undirrituð leggja til að bæjaryfirvöld haldi opinn kynningarfund fyrir bæjarbúa á niðurstöðu reikninga ár hvert fljótlega eftir að niðurstaðan liggur fyrir. Við teljum réttara og betra fyrir stefnumótun í fjármálum sveitarfélagsins að leggja áherslu á kynningu niðurstöðu rekstursins en að kynna áætlanir líkt og gert hefur verið undanfarin ár.
Haukur Garðarsson
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Lárus Ástmar Hannesson

Samþykkt að vísa tillögunn_til bæjarráð með fjórum Í-lista, fjögur atkvæði H-lista sátu hjá.


Tillaga Í-lista

Undirrituð leggja til að bæjaryfirvöld sendi hvatningu til ríkisvaldsins um að gera lagabreytingar þess efnis að útsvar verði lagt ofaná fjármagnstekjur. Það getur ekki gengið að sveitarfélagið fái engan hlut fjarmagnstekna en þurfa að standa undir allri nætþjónustu við íbúa sveitarfélagsins.
Haukur Garðarsson
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Lárus Ástmar Hannesson

Samþykkt samhljóða að vísa tillögunni til bæjarráðs.

30.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1808022Vakta málsnúmer

Lagðir fram minnispunktar bæjarstjóra.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir minnispunktum sínum.

Fundi slitið - kl. 19:43.

Getum við bætt efni síðunnar?