Fara í efni

Bæjarstjórn

17. fundur 28. september 2023 kl. 17:00 - 17:35 í bæjarstjórnarsal
Nefndarmenn
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir aðalmaður
  • Þórhildur Eyþórsdóttir aðalmaður
  • Ragnar Ingi Sigurðsson aðalmaður
  • Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir aðalmaður
  • Ragnar Már Ragnarsson aðalmaður
  • Haukur Garðarsson (HG) aðalmaður
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir Forseti
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Þór Örn Jónsson bæjarritari
  • Jón Sindri Emilsson
Fundargerð ritaði: Þór Örn Jónsson bæjarritari
Dagskrá
Áður en dagskrá hófst minntist forseti, fyrir hönd bæjarstjórnar, Halldórs Árnasonar, varabæjarfulltrúa, sem andaðist 27. ágúst sl. sjötugur að aldri og las forseti eftirfarandi minningarorð:

Ég vil á þessum bæjarstjórnarfundi minnast Halldórs Árnasonar sem lést á líknardeild Landsspítalans þann 27.ágúst síðast liðinn. Halldór var fæddur og uppalinn í Stykkishólmi, sonur hjónanna Árna Helgasonar póstmeistara og Ingibjargar Gunnlaugsdóttur kennara. Halldór starfaði lengstum hjá hinu opinbera ásamt því að vera í stjórn útgerðarfélagsins Sæfells síðasliðin 20 ár. Hann var alla tíð virkur í félagsstörfum og spor hann ligggja víða. Hann bauð sig fram í sveitarstjórnarkosningum vorið 2022 og skipaði 5. sæti H listans og var því fyrsti varamaður í bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms á yfirstandandi tímabili auk þess að vera formaður í Atvinnu- og nýsköpunarnefnd. Hann var maður sem hafði mikinn metnað fyrir hönd fæðingarbæjarins og hans er sárt saknað.

Við vottum aðstandendum Halldórs Árnasonar samúð okkar, um leið og honum eru þökkuð fórnfús störf í þágu bæjarfélagsins og samfélagsins alls og fyrir hönd þeirra sem störfuðu með honum á vettvangi sveitarfélagsins þakka ég fyrir gott samstarf. Við skulum minnast hans með einnar mínútu þögn.

1.Skóla- og fræðslunefnd - 8

Málsnúmer 2309004FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 8. fundar skóla- og fræðslunefndar.
Lagt fram til kynningar.

2.Bæjarráð - 14

Málsnúmer 2309002FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 14. fundar bæjarráðs.
Lagt fram til kynningar.

3.Fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi

Málsnúmer 2003023Vakta málsnúmer

Lagðar fram fundargerðir 175. og 176. stjórnarfunda SSV.
Framlagt til kynningar.

4.Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 2102003Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 932. fundar stjórnar sambandsins frá 8. september 2023.
Framlagt til kynningar.

5.Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar

Málsnúmer 2005070Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 216. fundar Breiðafjarðarnefndar.
Framlagt til kynningar.
Fylgiskjöl:

6.Haustþing SSV 2023

Málsnúmer 2309016Vakta málsnúmer

Lögð fram dagskrá haustþings SSV sem fram fer í Reykholti 4. október nk.
Framlagt til kynningar.

7.Heilsudagar í Hólminum

Málsnúmer 2309017Vakta málsnúmer

Lögð fram dagskrá heilsudaga í Hólminum.
Framlagt til kynningar.

8.Nýrækt 8 - Lóðarleigusamningur

Málsnúmer 2208044Vakta málsnúmer

Lagður fram lóðarleigusamningur fyrir Nýrækt 8. Bæjarráð samþykkti á 14. fundi sínum að vísa afgreiðslu samningsins til næsta bæjarstjórnarfundar. Lagt er til að bæjarstjórn samþykki samninginn.
Bæjarstjórn samþykkir lóðasamning fyrir Nýrækt 8 og felur bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.
Haukur Garðarsson vék af fundi.

9.Framtíðarskipulag tjaldsvæðis - uppbygging á aðstöðu

Málsnúmer 1906035Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samning vegna stækkunar á golfskála. Bæjarráð samþykkti á 14. fundi sínum samning við Golfklúbbinn Mostra vegna uppbyggingar á aðstöðu fyrir tjaldstæðið, sem gerir ráð fyrir 15 millj. kr. framlagi á árinu 2024 og 5 millj. kr. framlagi á árinu 2025. Bæjarráð vísaði samningnum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samykkir samning við Golfklúbbinn Mostra um uppbyggingu á tjaldstæðinu og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Haukur kom aftur inn á fundinn.

10.Kjör nefnda í samræmi við samþykktir Sveitarfélafinu Stykkishólmi

Málsnúmer 2205039Vakta málsnúmer

Kosning nýs fulltrúa H-lista í atvinnu- og nýsköpunarnefnd.
Bæjarstjórn samþykkir að Viktoría Líf Ingibergsdóttir verði aðalmaður í Atvinnu- og nýsköpunarnefnd í stað Halldórs Árnasonar.

11.Dreifbýlisráð

Málsnúmer 2112004Vakta málsnúmer

Dreifbýlisráð skal skipað annars vegar einum fulltrúa og öðrum til vara kjörnum af sveitarstjórn sem skulu vera aðalfulltrúar í sveitarstjórn og hins vegar tveimur fulltrúum og tveimur til vara kosnum í beinni kosningu af íbúum í dreifbýlinu.



Kosning í dreifbýlisráð fór fram dagana 9. og 23. september sl. og liggja niðurstöðir úr kosningum fyrir. Aðalmenn eru Lára Björg Björgvinsdóttir og Álfgeir Marinósson, varamenn eru Guðrún K. Reynisdóttir og Guðmundur Hjartarson.



Á 14. fundi bæjarráðs lagði bæjarráð til við bæjarstjórn að Ragnar Ingi Sigurðsson verði fulltrúi bæjarstjórnar í dreifbýlisráði og Ragnar Már Ragnarsson til vara.
Bæjarstjórn staðfestir kjör í dreifbýlisráð: Aðalmenn eru Lára Björg Björgvinsdóttir, Álfgeir Marinósson og Ragnar Ingi Sigurðsson (formaður), varamenn eru Guðrún K. Reynisdóttir, Guðmundur Hjartarson og Ragnar Már Ragnarsson.

12.Viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2023-2026

Málsnúmer 2309003Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2023-2026. Bæjarráð samþykkri viðaukann á 14. fundi sínum.
Bæjarstjórn samþykkir með fjórum atkvæðum viðauka 4 við fjárhagsáætlun 2023-2026, þrír fulltrúar Í-lista sátu hjá.


Til máls tóku:HH og HG

Bókun.

Viðauki 4 við fjárhagsáætlun er nauðsynlegur þar sem tekið er tillit til breytinga sem orðið hafa á árinu m.a. aukninga á tekjum og breytingar í útgjöldum við daglegan rekstur sveitarfélagsins. Gott væri að fá annað bráðabirgðaruppgjör eins og var í apríl, þar var farið yfir janúar-mars 2023, til þess að geta borið viðaukan við raunverulega stöðu sveitafélagsins. Undirrituð eru ekki sammála þeirri fjárhagsáætlun sem fulltrúar H-lista samþykktu fyrir yfirstandandi ár og viðaukinn byggir á. Undirrituð sitja því hjá við afgreiðslu málsins.

Íbúalistinn
Haukur Garðasson
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Ragnar Már Ragnarsson


13.Forsendur fjárhagsáætlunar 2024-2027

Málsnúmer 2309004Vakta málsnúmer

Lagðar fram forsendur fjárhagsáætlunar 2024-2027. Bæjarráð samþykkti forsendur fjárhagsáætlunar á 14. fundi sínum.
Bæjarstjórn samþykkir forsendur fyrir fjárhagsáætlun 2024-2027.

Til máls tóku: HH,JBSJ og HG

14.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1808022Vakta málsnúmer

Lagðir fram minnispunktar bæjarstjóra.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir minnispunktum sínum.

Fundi slitið - kl. 17:35.

Getum við bætt efni síðunnar?