Fara í efni

Bæjarstjórn

16. fundur 24. ágúst 2023 kl. 17:00 - 17:30 í bæjarstjórnarsal
Nefndarmenn
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir aðalmaður
  • Þórhildur Eyþórsdóttir aðalmaður
  • Ragnar Ingi Sigurðsson aðalmaður
  • Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir aðalmaður
  • Ragnar Már Ragnarsson aðalmaður
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir Forseti
  • Heiðrún Höskuldsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Jón Sindri Emilsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Jakob Björgvin Sigríðarson Jakobsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Bæjarráð - 13

Málsnúmer 2308001FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 13. fundar bæjarráðs.
Lagt fram til kynningar.

Bókun bæjarfulltrúa Í-lista:
Bókun varðandi lið 26. Í fundargerð bæjarráðs er varðar verksamning fyrir Víkufhverfið.

Undirrituð telur að ekki sé tímabært að samþykkja þennan verksamning, erfitt er að lesa út úr samningnum nákvæmar upphæðir þar sem það hafa verið teknir út nokkrir verkþættir sem voru upphaflega í tilboðinu og er því heldur óljóst það sem er verið að samþykkja. Undirituð telur að það þurfi að fullvinna samninginn áður en hann er samþykktur af bæjarráði. Einnig þarf að setja inn í samninginn hvort hann sé vísitölubundinn.

Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Ragnar Már Ragnarsson
Heiðrún Höskuldsdóttir

2.Landbúnaðarnefnd - 1

Málsnúmer 2305003FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 1. fundar landbúnaðarnefndar.
Lagt fram til kynningar.

3.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 29

Málsnúmer 2307001FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 29. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
Lagt fram til kynningar.

4.Skipulagsnefnd - 13

Málsnúmer 2306004FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 13. fundar skipulagsnefndar.
Lagt fram til kynningar.

5.Erindisbréf - Landbúnaðarnefnd

Málsnúmer 2307006Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að erindisbréfi fyrir landbúnaðarnefnd. Bæjarráð samþykkti, á 13. fundi sínum, erindisbréfið og lagði til við bæjarstjórn að staðfesta það.
Bæjarstjórn samþykkir erindisbréf fyrir landbúnaðarnefnd.

6.Viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2023-2026

Málsnúmer 2308018Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2023-2026. Bæjarráð samþykkti, á 13. fundi sínum, viðauka 3 við fjárhagsáætlun 2023-2026 og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja hann.
Bæjarstjórn samþykkir með þremur atkvæðum bæjarfulltrúa H-lista viðauka 3 við fjárhagsáætlun 2023-2026. Bæjarfulltrúar Í-lista sitja hjá.

Bókun bæjarfulltrúa Í-lista:
Viðauki 3 við fjárhagsáætlun er nauðsynlegur þar sem tekið er tillit til breytinga sem orðið hafa á árinu m.a. hækkana á launum og fjármangsjöldum vegna verðbólgu og kjarasamninga. Undirrituð eru ekki sammála þeirri fjárhagsáætlun sem fulltrúar H-lista samþykktu fyrir yfirstandandi ár og viðaukinn byggir á. Undirrituð sitja því hjá við afgreiðslu málsins.

Íbúalistinn
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Ragnar Már Ragnarsson
Heiðrún Höskuldsdóttir

7.Fundaráætlun bæjarstjórnar og bæjarráðs

Málsnúmer 1912004Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fundaáætlun bæjarráðs og bæjarstjórnar Stykkishólms haustið 2023.
Bæjarstjórn samþykkir fundaáætlun bæjarráðs og bæjarstjórnar Stykkishólms haustið 2023, með áorðnum breytingum.

8.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1808022Vakta málsnúmer

Minnispunktar bæjarstjóra framlagðir.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir minnispunktum sínum.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Getum við bætt efni síðunnar?