Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar
1.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 24
Málsnúmer 2209001FVakta málsnúmer
2.Skipulagsnefnd - 3
Málsnúmer 2208007FVakta málsnúmer
3.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga
Málsnúmer 2112008Vakta málsnúmer
4.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Vesturlands
Málsnúmer 2006017Vakta málsnúmer
5.Nýting vindorku
Málsnúmer 2208043Vakta málsnúmer
6.Árshlutauppgjör Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar
Málsnúmer 2209010Vakta málsnúmer
7.Fjallskil haustið 2022
Málsnúmer 2209006Vakta málsnúmer
8.Tillögur kennara GSS að betri vinnustund
Málsnúmer 2209001Vakta málsnúmer
9.Erindi frá skólastjóra Grunnskólans í Stykkishólmi
Málsnúmer 2209003Vakta málsnúmer
10.Handbók um aðgerðastjórnir
Málsnúmer 2209004Vakta málsnúmer
Gefinn er frestur til 30. september til að koma á framfæri umsögnum og athugasemdum.
11.Sameining Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar
Málsnúmer 2112004Vakta málsnúmer
Bæjarráð óskar jafnframt eftir því að endurskoðandi sveitarfélagsins komi til fundar við bæjarráð til þess að ræða tillögu að markmiðasetningu fjármála sveitarfélagsins.
12.Efling Heilbrigðisstofnunar Vesturlands (HVE) í Stykkishólmi
Málsnúmer 2208031Vakta málsnúmer
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvatti bæjarstjórn sameiginlegs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar til að beita sér fyrir að settur verði á fót starfshópur fagaðila í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið og HVE á Akranesi sem móti tillögur um hvernig best sé að efla Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Stykkishólmi og á Snæfellsnesi í heild, þannig að stofnunin veiti íbúum Snæfellsness meiri og öruggari heilbrigðisþjónustu en nú er.
Þá er lögð fram tillaga um að settur verði á fót starfshópur fagaðila frá heilbrigðisráðuneyti, sveitarfélaginu og Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) sem móti tillögur um hvernig best sé til framtíðar að efla HVE í Stykkishólmi þannig að hún þjóni betur sem miðstöð heilbrigðisþjónustu á Snæfellsnesi. Meðal þess sem verði kannað er styrking háls- og bakdeildar, efling rannsókna, fjarheilbrigðisþjónustu og geðheilbrigðisþjónustu og betri nýting húsnæðis HVE í Stykkishólmi.
Bæjarráð vísar afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn.
13.Aukið fjármagn til að rannsaka lífríki sjávar í innanverðum Breiðafirði.
Málsnúmer 2208035Vakta málsnúmer
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvatti, á 1. fundi sínum, bæjarstjórn sameiginlegs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar að þrýsta á stjórnvöld til að útvega HAFRÓ aukið fjármagn til þessara rannsókna. Í sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarfokks, Sjálfstæðisfokks og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs kemur fram að sett verði metnaðarfull markmið um að auka hlutfall hollra og næringarríkra innlendra matvæla til að treysta fæðuöryggi. Með öflugri, innlendri matvælaframleiðslu er stuðlað að heilnæmi matvara og auknu matvælaöryggi.
14.Beislun sjávarorku til raforkuframleiðslu
Málsnúmer 2208037Vakta málsnúmer
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd beindi því til bæjarstjórnar sameiginlegs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar á 1. fundi sínum, að hefja viðræður við Landsvirkjun og RARIK, stærstu eigendur Sjávarorku ehf., um að hefja tilraunir og þróun við að beisla sjávarorku í nágrenni sveitarfélagsins til raforkuframleiðslu.
15.Strand- og landeldi innan sameinaðs sveitarfélags
Málsnúmer 2208034Vakta málsnúmer
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvatti bæjarstjórn sameiginlegs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar til að láta kortleggja og greina fiskeldistækifæri á svæðinu. Slík starfsemi getur skapað tækifæri til atvinnu- og verðmætasköpunar í Stykkishólmi á grunni sjálfbærrar nýtingar auðlinda og hugmyndafræði grænna iðngarða.
16.Tilboð í jólaskraut
Málsnúmer 2209005Vakta málsnúmer
17.Samningur um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni
Málsnúmer 2209009Vakta málsnúmer
18.Skipulag athafna- og iðnaðarsvæða við Kallhamar og Hamraenda
Málsnúmer 2206035Vakta málsnúmer
Á 1. fundi skipulagsnefndar, 22. júní sl., fór skipulagsfulltrúi yfir þá vinnu sem í gangi er vegna breytingar á aðalskipulagi athafnasvæða við Kallahamar og Hamraenda og deilskipulagsáætlana fyrir svæðin sem unnar verða samhliða aðalskipulagsbreytingunni.
Skipulagsnefnd samþykkti fyrir sitt leyti tillögu að lýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 skv. 1 mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna athafnasvæða við Kallhamar og Hamraenda og tillögu að tveimur nýjum deiliskipulagsáætlunum skv. 1 mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir sömu svæði sem unnin verða samhliða aðalskipulagsbreytingunni.
Þar sem hugtakið "grænn iðngarður" er tiltölulega nýtt hér á landi mælti nefndin með því að hugtakið verði útskýrt frekar í skipulagslýsingunni sbr. texta í skipulagsforsögninni fyrir Kallhamarssvæðið. Einnig taldi nefndin að lýsa yrfti betur hvernig hugmyndafræði um grænan iðngarð við Kallhamar skili sér í ítarlegri skilmálum í deiliskipulagsgerð fyrir svæðið.
Þá benti nefndin á að Svæðisskipulagsnefnd Snæfellsness ætti að vera einn af helstu umsagnaraðilum.
19.Víkurhverfi - Deiliskipulagsbreyting
Málsnúmer 2111004Vakta málsnúmer
Gildandi deiliskipulag fyrir Víkurhverfi er frá 2007. Deiliskipulagssvæðið er um 2,3 ha að stærð og nær til miðhluta hverfisins n.t.t. norður af Borgarbraut að Hyrnuvík. Ákvörðun um breyta deiliskipulaginu er tilkomin vegna mælinga sem unnar voru á svæðinu s.l. sumar en þá kom í ljós að suðurendi svæðisins er að hluta til óbyggilegur vegna jarðvegsdýptar.
Meginmarkmiðin með deiliskipulagsbreytingunni eru að:
- Ná fram meiri hagkvæmni og betri nýtingu lands með fjölgun lóða úr 13 í 16, fjölgun íbúðareininga úr 28 í 37 og styðjast við nýja nálgun við íbúðarlausnir og hagkvæmari nýtingu lóða. Jafnframt er leitast við að vernda svæði sem mikilvæg eru fyrir leik og útivist.
- Stýra lausnum í byggingarheimildum í átt til meiri gæða í íbúðarlausnum með áherslu á sól og skjól og bjartari íbúðir.
- Ná fram fallegu heildaryfirbragði byggðarinnar með því að hanna aðlaðandi götumyndir, áhugaverð rými á milli húsa, gönguvænna umhverfi og blandaða stærð íbúðareininga með mismunandi húsum og þakformum.
- Leggja áherslu á lýðheilsu og mannrækt með gatnahönnun sem tekur mið að umferðaröryggi, gróðri, götugögnum og góðri lýsingu ásamt samfélagsmótandi þáttum og aðgengi að náttúru og útivistarmöguleikum.
Skipulagsnefnd samþykkti fyrir sitt leyti, á 3. fundi sínum, tillögu að breytingu á deiliskipulagi Víkurhverfis með þeim minniháttar breytingum sem gerðar hafa verið til þess að koma til móts við athugasemdir sem bárust á auglýsingartíma tillögunnar. Nefndin samþykkti einnig fyrir sitt leyti tillögu skipulagsfulltrúa að svörum við athugasemdunum sem bárust.
Jafnframt fól nefndin skipulagsfulltrúa að kalla eftir viðbótargögnum sem sýna ásýnd nýbygginga á reit E-1d frá húsum við Víkurflöt 10 og Garðaflöt 9 en þau gögn hafi ekki áhrif á afgreiðslu nefndarinnar enda hafi breytingartillagan umtalsvert minni áhrif á útsýni frá þessum húsum heldur en deiliskipulag það sem nú er í gildi.
20.Birkilundur - Breyting á DSK
Málsnúmer 2209002Vakta málsnúmer
Í gildi er deiliskipulag frá 1987 en umrædd skipulagstillaga frá 2006 var aldrei auglýst í B-deild Stjórnartíðinda og hefur þar af leiðandi aldrei tekið gildi. einnig eru annmarkar á áritun tillögunnar og auglýsingaferli. Þrátt fyrir að deiliskipulagstillagan frá 2006 hafi ekki tekið gildi, eru vísbendingar um að unnið hafi verið eftir þessari skipulagstillögu í Birkilundi um árabil. Skipulagsfulltrúi leggur til að deiliskipulagið verði klárað í samræmi við 8. kafla skipulagslaga nr. 123/2010 og 1. mgr. 17. gr. laga um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús nr. 75/2008.
Á 3. fundi skipulagsnefndar samþykkti nefndin fyrir sitt leyti að gerð deiliskipulagstillögunnar verði kláruð í samræmi við 8. kafla skipulagslaga. Nefndin mælti með því að bæjarstjórn fari fram á að lóðarhafar/eigendur á deilskipulagssvæðinu stofni með sér félag lóðarhafa/eigenda í Birkilundi í Sauraskógi sbr. 1. mgr. 17. gr laga um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús nr. 75/2008. Í kjölfar stofnunar félagsins vinni skipulagsfulltrúi áfram með félaginu að endurskoðun tillögunnar áður en hún verður kynnt fyrir félagsmönnum og öðrum hagsmunaaðilum skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að því búnu undirbúa tillöguna til samþykktar bæjarstjórnar til auglýsingar skv. 1. mgr. 41. gr. laganna.
Afgreiðslunni er vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
21.Framlenging lóðarúthlutunar - Móholt 14-16
Málsnúmer 2010034Vakta málsnúmer
Lagt var fram erindi fyrrum lóðarhafa á 2. fundi bæjarráðs þar sem gert var grein fyrir ástæðum fyrir töfum á framkvæmdum á lóðinni. Bæjarráð taldi þá ekki forsendur fyrir því að framlengja byggingarfrest en samþykkti að lóðin yrði ekki auglýst laus til umsóknar í 4 vikur frá afgreiðslu þeirri þannig að fyrrum lóðarhafa gæfist ráðrúm til þess að senda sveitarfélaginu viðbótargögn sem gætu gefið tilefni til endurupptöku málsins skv. 24. stjórnsýslulaga.
Málinu vísað til afgreiðlu í bæjarstjórn.
22.Fundaráætlun bæjarstjórnar og bæjarráðs
Málsnúmer 1912004Vakta málsnúmer
23.Erindi frá Hesteigendafélagi Stykkishólms
Málsnúmer 2209011Vakta málsnúmer
Fundi slitið - kl. 19:55.
Borin var upp tillöga um að eftirfarandi mál verði tekið inn á dagskrá fundarins
með afbrigðum:
2209011 - Erindi frá Hesteigendafélagi Stykkishólms
Samþykkt samhljóða.
Er ofangreint mál sett inn sem mál nr. 23 á dagskrá fundarins.