Fara í efni

Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld o.fl.

Málsnúmer 2411027

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd (SH) - 4. fundur - 19.11.2024

Lagt fram frumvarp til laga sem gerir m.a. ráð fyrir að leggja 2.500 króna innviðagjald á hvern farþega skemmtiferðaskipa fyrir hvern sólarhring sem siglt er við Íslands strendur.



Lagabreytingar gætu leitt af sér færri komur skemmtiferðaskipa til landsins og þá sérstaklega minni skipanna, sem hafa sótt heim minni byggðir á borð við Stykkishólm.



Einnig er lögð greinargóð yfirferð Bjargar Ágústsdóttur, bæjarstjóra Grundarfjarðarbæjar og fréttir af málinu.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd leggst gegn þeim álögum sem taka eigi gildi um næstkomandi áramót, enda fyrirvarinn of skammur fyrir slíka gjaldtöku. Ef umrædd gjöld verða að veruleika eru verulegar líkur á stoðunum verði kippt undan lífæð Stykkishólmshafnar með tilheyrandi þjónustuskerðingu. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd telur nauðsynlegt að slík gjöld eigi að skila sér til nærsamfélaganna, þ.e. sveitarfélaganna.

Samþykkt með þremur atkvæðum H-listans, gegn einu atkvæði Í-lista.


Bókun fulltrúa Í-lista:
Undirritaður telur eðlilegt að þessi gjöld verði innheimt en telur hinsvegar að þeir fjármunir sem innheimtast vegna gjaldtökunnar eigi að renna, að stæðstum hluta til sveitarfélaganna. Gildistöku breytinganna verði þó að miða við að þau félög sem eru að selja ferðir til Íslands hafi fyrirvara á að setja þessi gjöld inní verð ferðanna.

Lárus Ástmar Hannesson

Getum við bætt efni síðunnar?