Gestakort Stykkishólmsbæjar
Málsnúmer 1905006
Vakta málsnúmerAtvinnu- og nýsköpunarnefnd - 1. fundur - 28.05.2019
Bæjarstjóri hefur óskað eftir því að koma til fundar við atvinnumálanefnd til þess að ræða hugmyndir að Gestakorti Stykkishólmsbæjar.
Safna- og menningarmálanefnd - 108. fundur - 18.10.2019
Bæjarstjóri hefur óskað eftir að fá að koma til fundar við nefndina til þess að gera grein fyrir hugmynd að Gestakorti Stykkishólmsbæjar.
Um er að ræða hugmyndir að útvíkkun á safnakorti þannig að það nái einnig til annarrar þjónustu á vegum Stykkishólmsbæjar, t.d. sundlaugar og jafnvel tjaldsvæði í samvinnu við Mostra. Gestakort gæti jafnframt boðið upp á samstarf við Eflingu Stykkishólms eða atvinnurekendur í Stykkishólmi um afslátt á kjörum.
Hugmynd þessi var kynnt á 1. fundi atvinnu- og nýsköpunarnefndar Stykkishólmsbæjar fyrr á þessu ári, sem tók vel í hugmyndir að gestakorti Stykkishólmsbæjar og hvatti til þess að hugmyndin verði full unnin og fari í reynslu sem fyrst.
Um er að ræða hugmyndir að útvíkkun á safnakorti þannig að það nái einnig til annarrar þjónustu á vegum Stykkishólmsbæjar, t.d. sundlaugar og jafnvel tjaldsvæði í samvinnu við Mostra. Gestakort gæti jafnframt boðið upp á samstarf við Eflingu Stykkishólms eða atvinnurekendur í Stykkishólmi um afslátt á kjörum.
Hugmynd þessi var kynnt á 1. fundi atvinnu- og nýsköpunarnefndar Stykkishólmsbæjar fyrr á þessu ári, sem tók vel í hugmyndir að gestakorti Stykkishólmsbæjar og hvatti til þess að hugmyndin verði full unnin og fari í reynslu sem fyrst.
Safna- og menningarmálanefnd tekur vel í hugmynd að gestakorti Stykkishólmsbæjar og hvetur til þess að hugmyndin verði unnin áfram, enda sé tilgangur hugmyndarinnar m.a. sá að gestir sem sækja Stykkishólm nýti sér þá þjónustu sem er í boði í Stykkishólmi í ríkara mæli.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tekur vel í hugmyndir að gestakorti Stykkishólmsbæjar og hvetjur til þess að hugmyndin verði full unnin og fari í reynslu sem fyrst.