Vikupóstur stjórnenda
Kæru vinir
Núna er okkur stjórnendum efst í huga þakklæti til starfsfólks okkar sem hefur gert okkur kleift að vera með eins óskert skólastarf og raun ber vitni. Þá viljum við senda ykkur foreldrum þakkir fyrir ykkar þátt. Mörg ykkar eru að stíga inn í okkar störf og hjálpa til með nám barna ykkar. Þá þökkum við þær kveðjur og stuðning sem við höfum svo sannarlega fundið fyrir ?
Eins og staðan er núna vitum við að búið er að lengja samkomubannið út apríl. Það þýðir að við munum verða með skólastarfið í þessum fasa þangað til. Ef einhverjar breytingar verða á því munum við upplýsa ykkur um það eins fljótt og mögulegt er.
Við vorum beðnar um að koma eftirfarandi á framfæri við ykkur. Menntavísindasvið býður upp á fyrirlestraröð sem þau kalla Heimilin og háskólinn - fræðsla fyrir foreldra. Þið sjáið allt um þetta á eftirfarandi krækju: http://bakhjarl.menntamidja.is/heimilin-og-haskolinn-fraedsla-fyrir-foreldra/?fbclid=IwAR1sL0UHxR87sXtb5CZyMEO9aR-U1I_yOoAv1hVRBkhn2QHp64_jYMxnvDI
Megið þið eiga ánægjulegar stundir um páskana og munið VIÐ HLÝÐUM VÍÐI ?
Berglind og Lilja Írena