Viðvera atvinnuráðgjafa
Regluleg viðvera atvinnuráðgjafa í Stykkishólmi hefst á ný n.k. mánudag. Atvinnuráðgjafi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi verður með skipulagða viðtalstíma í Ráðhúsinu í Stykkishólmi fyrsta mánudag hvers mánaðar í allan vetur.
Helga Guðjónsdóttir atvinnuráðgjafi verður með fyrsta viðtalstíma næstkomandi mánudag, 7. september, kl. 13:00 - 15:00, ásamt Helgu verður Sigursteinn Sigurðsson, verkefnastjóri menningar, einnig með ráðgjöf.
SSV ? þróun og ráðgjöf er hluti af stoðkerfi atvinnulífsins og veitir ráðgjöf á sviði atvinnumála og vinnur að þróun búsetuskilyrða á starfssvæði Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.