Fara í efni

Vel heppnuð hátíð að baki

19.08.2019
Fréttir

Liðna helgi voru Danskir dagar haldnirhátíðlegir í Stykkishólmi. Hólmarar létu vindinn ekki á sig fá og heppnaðisthátíðin vel. Bregðast þurfti við hvassviðri á laugardeginum og var markaður áhátíðarsvæði færður inn. Brekkusöngurinn sem upphaflega var auglýstur bak viðbankann var færður í skjólið í Hólmgarði og var ekki annað að sjá en Hólmararværu ánægðir með það. Vel var mætt í garðinn og vindurinn bar fallegan söngviðstaddra langt út fyrir bæjarmörk.  HljómsveitinStuðlabandið lék fyrir dansi í Reiðhöllini. Þar fór allt vel fram að sögn skipuleggjendaen yfir 400 miðar seldust á ballið.

Getum við bætt efni síðunnar?