Útskrift úr Leikskólanum í Stykkishólmi
Það er stór stund bæði fyrir foreldra og nemendur þegar einu skólastigi líkur og spennublandin tilhlökkun fyrir því sem tekur við í nýjum skóla. Á dögunum fór fram formleg útskrift úr Leikskólanum í Stykkishólmi. Vegna samkomubanns og tilmæla um að halda fjarlægð var útskriftin að þessu sinni í Stykkishólmskirkju þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja.
Sextán nemendur útskrifast þetta vorið og fluttu þau metnaðarfulla dagskrá fyrir fjölskyldur sínar í útskriftinni sem samanstóð af sönglögum og þulum. Leikskólastjórar afhentu börnunum kveðjuskjöl og birkiplöntur í tilefni þessara tímamóta og útskriftarnemarnir færðu leikskólanum sínum veglegar gjafir, eldstæði til að nota í útikennslunni í Nýræktinni og körfu með ýmsu góðgæti á kaffistofuna.
Útskriftarnemarnir færðu væntanlegum grunnskólakennara sínum mynd sem þau höfðu málað af sér en myndin mun taka á móti þeim í stofunni þeirra í grunnskólanum þegar þau mæta í haust og tengja þannig táknrænt skólana saman.
Grunnskólinn færði börnunum viðurkenningu fyrir þátttöku í vorskólanum í maí og einnig glaðning frá versluninni Kram í Stykkishólmi.
Mynd: Daníel Bergmann
Sextán nemendur útskrifast þetta vorið og fluttu þau metnaðarfulla dagskrá fyrir fjölskyldur sínar í útskriftinni sem samanstóð af sönglögum og þulum. Leikskólastjórar afhentu börnunum kveðjuskjöl og birkiplöntur í tilefni þessara tímamóta og útskriftarnemarnir færðu leikskólanum sínum veglegar gjafir, eldstæði til að nota í útikennslunni í Nýræktinni og körfu með ýmsu góðgæti á kaffistofuna.
Útskriftarnemarnir færðu væntanlegum grunnskólakennara sínum mynd sem þau höfðu málað af sér en myndin mun taka á móti þeim í stofunni þeirra í grunnskólanum þegar þau mæta í haust og tengja þannig táknrænt skólana saman.
Grunnskólinn færði börnunum viðurkenningu fyrir þátttöku í vorskólanum í maí og einnig glaðning frá versluninni Kram í Stykkishólmi.
Mynd: Daníel Bergmann