Fara í efni

Upplýsingasíða Stykkishólmsbæjar vegna COVID-19 (kórónaveirunnar)

13.03.2020
Fréttir

Stykkishólmsbær hefur sett upp sérstaka upplýsingasíðu á heimasíðu bæjarins vegna COVID-19 (kórónaveirunnar). 

Smelltu á hér eða á myndina hér fyrir neðan til að fara á fara á upplýsingasíðu Stykkishólmsbæjar


Á síðunni má finna samantekt tilkynninga Stykkishólmsbæjar í tengslum við COVID-19 veirunnar ásamt Viðbragðsáætlun Stykkishólmsbæjar við heimsfaraldri af völdum COVID-19, sem hefur þegar tekið gild og verið virkjuð, en viðbragðsáætlun þjónar þeim tilgangi að vera stjórnendum og forstöðumönnum sveitarfélagsins, sem og starfsmönnum, til stuðnings um það hvernig takast eigi á við afleiðingar neyðarástands sem kann að ógna lífi og heilsu almennings, umhverfi og/eða eignum. 

Á upplýsingarsíðunni er jafnframt safnað saman upplýsingum sem snúa að starfsemi sveitarfélaga almennt sem og upplýsingar sem margar hverjar eru aðgengilegar eru á vef Landlæknisembættisins eða Almannavarna. 

Þjónusta Stykkishólmsbæjar og stofnana hans gegnir mikilvægu hlutverki í samfélaginu okkar og því er nauðsynlegt að bærinn leggi fram skýrar reglur um hvernig leitast sé við að draga sem mest úr líkum á smitum innan starfsemi bæjarins. Mikilvægt er að á sama tíma að halda uppi daglegri starfsemi með sem minnstum röskunum og jafnframt að gera ráðstafanir fram í tímann um viðbrögð í skertri starfsemi. Stykkishólmsbær mun nálgast þetta verkefni af yfirvegun og fylgja tilmælum þar til bærra yfirvalda.
Getum við bætt efni síðunnar?