Fara í efni

UPPFÆRT: VERKFALLI AFLÝST - Verkfallsaðgerðir og áhrif á þjónustu stofnana Stykkishólmsbæjar

09.03.2020
Fréttir

Uppfært kl. 00:52 þann 09.03.2020 - Nýr kjarasamningur Sambands íslenskra sveitarfélaga við fjórtán bæjarstarfsmannafélög innan BSRB (þ.m.t. SDS) var undirritaður rétt fyrir miðnætti og hefur því verkföllum verið aflýst.  

---------------------------------------------

Boðaðar hafa verið verkfallsaðgerðir aðildarfélaga BSRB og munu aðgerðirnar ná til fjölda starfa hjá Stykkishólmsbæ.

Munu verkfallsaðgerðir hafa töluverð áhrif á þjónustu Stykkishólmsbæjar þá daga sem aðgerðir standa yfir. Misjafnt er á milli stofnana sveitarfélagsins hver áhrif verkfallsins verða og í flestum tilvikum er um skerta þjónustu að ræða og/eða styttri opnunartíma. Ákveðnar stofnanir/deildir þurfa þó að loka alveg á meðan verkfallsaðgerðum stendur.

Fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir eru áætlaðar á eftirtöldum dögum:

  • Mánudaginn 9. mars
  • Þriðjudaginn 10. mars
  • Þriðjudaginn 17. mars
  • Miðvikudaginn 18. mars
  • Þriðjudaginn 24. mars
  • Fimmtudaginn 26. mars
  • Þriðjudaginn 31. mars
  • Miðvikudaginn 1. apríl

Stjórnendur munu þurfa að halda sig við það skipulag sem  venjulega ríkir á þeim dögum sem verkfallið nær til.  

VERKFALLSAÐGERÐIR MUNU HAFA EFTIRTALIN ÁHRIF Á ÞJÓNUSTU STYKKISHÓLMSBÆJAR

RÁÐHÚS STYKKISHÓLMSBÆJAR

Starfsemi mun verða með nokkuð hefðbundnum hætti.

SKÓLA- OG FRÆÐSLUSTARF

Skert þjónusta verður í Leikskólanum í Stykkishólmi og Grunnskólanum í Stykkishólmi, en starfsemi Tónlistakóla Stykkishólms verður óskert. Skólastjórnendur hafa nú þegar upplýst foreldra/forráðamenn um þann tíma sem nemendur geta dvalið í leik- og grunnskóla mánudaginn 9. mars og þriðjudaginn 10. mars.

Á Leikskólanum í Stykkishólmi verður viðverutímum skipt niður á börn á tveimur efstu deildunum en tvær yngstu deildirnar verða lokaðar. Hafa foreldrar/forráðamenn þegar fengið upplýsingar um þær stundir sem börn þeirra geta mætt ? sjá tilkynningu frá leikskólanum

Í Grunnskólanum í Stykkishólmi hafa foreldrar/forráðamenn þegar fengið tilkynningu um  kennslutíma barna. Engin starfsemi verður í Regnbogalandi (heilsdagsskóla). Vorfrí verður í skólanum 9. mars og því mun verkfall ekki áhrif á skólastarf þann dag. Maturinn kemur eins og fyrr frá eldhúsi Stykkishólmsbæjar og verður því ekki röskun á máltíðum nemenda.

Starfsemi Tónlistaskóla Stykkishólms verður með hefðbundnum hætti.

FÉLAGS- OG SKÓLAÞJÓNUSTA SNÆFELLINGA - HEIMAÞJÓNUSTU FYRIR ALDRAÐA OG FATLAÐA

Skert þjónusta verður hjá Félags- og skólaþjónustu. Heimaþjónustu fyrir aldraða og fatlaða á vegum sveitarfélagins fellur niður á meðan á verkfalli stendur.

Bent er á að hægt er að hafa samband við forstöðumann FSSF í síma 430 ? 7805 eða sveinn@fssf.is.

ELDHÚS STYKKISHÓLMSBÆJAR

Starfsmenn eldshúss Stykkishólmsbæjar eru með undanþáguheimild. Starfsemin verður með hefðbundum hætti. Matur verður keyrður heim til þeirra sem nýta sér þá þjónustu og verður því jafnframt með hefbundum hætti.

X-IÐ - FÉLAGSMIÐSTÖÐ

Verkfallið mun ekki hafa áhrif á starfsemi. 

ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐ STYKKISHÓLMS

Íþróttamiðstöð Stykkishólms verður opin fyrir æfingar á vegum Snæfells, en íþróttakennsla og önnur starfsemi fellur niður í íþróttamiðstöð.

SUNDLAUGIN Í STYKKISHÓLMI

Lokað verður í Sundlauginni í Stykkishólmi á meðan verkfalli stendur.

DVALARHEIMILI ALDRAÐRA STYKKISHÓLMI

Starfsmenn Dvalarheimilis aldraðra Stykkishólmi sem eru félagsmenn SDS eru með undanþáguheimild. Starfsemi dvalarheimilisins verður því óskert og með hefðbundnu sniði, en vakin er athygli á heimsóknarbanni.

EIGNA- OG FRAMKVÆMDADEILD

Starfsemi Þjónustumiðstöðvar Stykkishólmsbæjar mun verða með nokkuð hefðbundnum hætti þannig að þjónustustig við almenning og stofnanir sveitarfélagsins skerðist óverulega á meðan að á verkfalli stendur.

SÖFN

  • Amtsbókasafnið í Stykkishólmi - Óskert þjónusta
  • Eldfjalla- og vatnasafn ? Lokað
  • Byggðasafn Snæfellinga (Norska húsið) ? Óskert þjónusta
STYKKISHÓLMSHÖFN

Starfsemi Stykkishólmshafnar mun verða með hefðbundnum hætti.

BRUNAVARNIR STYKKISHÓLMS OG NÁGRENNIS

Starfsemi slökkviliðs mun verða með hefðbundnum hætti.  

 
Athugið að ef kemur til veikinda starfsfólks getur opnunartími og ofangreint fyrirkomulag breyst.

Jakob Björgvin Jakobsson
Bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar

Getum við bætt efni síðunnar?