Fara í efni

Ungir sem aldnir geta tekið þátt á landsmóti 50+

23.06.2023
Fréttir

Landsmót 50+ er hafið í Stykkishólmi og fjöldi fólks mætt í bæinn. Þótt mótið sé að grunni hugsað fyrir fimmtuga og eldri geta allir 18 ára og eldri, sem áhuga hafa á keppnisíþróttum og vilja prófa nýjar greinar, keypt þátttökuarmband.

Með þátttökuarmbandi geta 18 ára og eldri keppt í götuhlaupi, götuhjólreiðum og mörgum fleiri greinum. Allir sem vilja það geta nálgast armböndin í íþróttamiðstöðinni í Stykkishólmi og kostar hvert armband 2.000 krónur, hægt er að nálgast armböndin alla helgina. Allir 18 ára og eldri sem vilja taka þátt í opnum greinum þurfa ekki að skrá sig með löngum fyrirvara í þær. Nóg er að mæta í íþróttamiðstöðina, kaupa armband og mæta í keppni eða prófa áhugaverðar greinar.

Búist er við gríðarlegum fjölda fólks í Stykkishólmi um helgina, bæði á Landsmót UMFÍ 50+ og yngri þátttakendur auk gesta á Dönskum dögum, sem fram fara í bænum á sama tíma um helgina.

Opnar greinar eru eftirfarandi:

Föstudagur

5 km götuhlaup (opið öllum með hvítt og rautt armband)

Kl. 17:00 - 18.00

Kl. 18:00 Mótssetning. Stuttur viðburður opin öllum.

Laugardagur

Hjólreiðar (opið öllum með hvítt og rautt armband)

Kl. 11:00 - 12:00

  • Ræst er við afleggjara inn á Berserkjaveg við Kothraunskúlu.

Kynningargreinar - börn (frítt), 18 ára + með rauð eða hvít armbönd

Kl: 10:00 - 14:00: Píla, borðtennis og badminton í íþróttahúsinu.

  • Ingibjörg Magnúsdóttir Íslandsmeistari í pílu verður með kynningu og kennslu.
  • Borðtennissamband Íslands verður á staðnum.
  • Björn Ásgeir og Bjössi málari halda utan um badmintonið.

Kl: 10:00 - 14:00: Petanque á malarvellinum við íþróttahúsið/sparkvöllinn. Petanque svipar til boccía, spilað á malarvelli með litlar stál kúlur.

Smelltu hér til að læra petanque

  • Kl: 11:00 - 14:00: Biathlon á íþróttavellinum. Biathlon er skotfimi þar sem þú gengur/skokkar einn hring og skýtur síðan á skotksýfu með ragmagnsriffli.
  • Kl: 13:00 - 16:00: Frisbígolf - fyrir aftan grunnskólann og tjaldsvæðið.
  • Kl: 14:00 - 16:00: Leikjagarður í Hólmgarði. UMFÍ kemur með allskyns leiki sem hægt er að prófa, t.d. krikket, nokkrar frisbígolfkörfur og fleira þess háttar.

Smelltu hér til að skoða dagskrá Landsmótsins

Mynd af vef UMFÍ
Getum við bætt efni síðunnar?