Ungir sem aldnir geta tekið þátt á landsmóti 50+
Landsmót 50+ er hafið í Stykkishólmi og fjöldi fólks mætt í bæinn. Þótt mótið sé að grunni hugsað fyrir fimmtuga og eldri geta allir 18 ára og eldri, sem áhuga hafa á keppnisíþróttum og vilja prófa nýjar greinar, keypt þátttökuarmband.
Með þátttökuarmbandi geta 18 ára og eldri keppt í götuhlaupi, götuhjólreiðum og mörgum fleiri greinum. Allir sem vilja það geta nálgast armböndin í íþróttamiðstöðinni í Stykkishólmi og kostar hvert armband 2.000 krónur, hægt er að nálgast armböndin alla helgina. Allir 18 ára og eldri sem vilja taka þátt í opnum greinum þurfa ekki að skrá sig með löngum fyrirvara í þær. Nóg er að mæta í íþróttamiðstöðina, kaupa armband og mæta í keppni eða prófa áhugaverðar greinar.
Búist er við gríðarlegum fjölda fólks í Stykkishólmi um helgina, bæði á Landsmót UMFÍ 50+ og yngri þátttakendur auk gesta á Dönskum dögum, sem fram fara í bænum á sama tíma um helgina.
Opnar greinar eru eftirfarandi:
Föstudagur
5 km götuhlaup (opið öllum með hvítt og rautt armband)
Kl. 17:00 - 18.00
Kl. 18:00 Mótssetning. Stuttur viðburður opin öllum.
Laugardagur
Hjólreiðar (opið öllum með hvítt og rautt armband)
Kl. 11:00 - 12:00
- Ræst er við afleggjara inn á Berserkjaveg við Kothraunskúlu.
Kynningargreinar - börn (frítt), 18 ára + með rauð eða hvít armbönd
Kl: 10:00 - 14:00: Píla, borðtennis og badminton í íþróttahúsinu.
- Ingibjörg Magnúsdóttir Íslandsmeistari í pílu verður með kynningu og kennslu.
- Borðtennissamband Íslands verður á staðnum.
- Björn Ásgeir og Bjössi málari halda utan um badmintonið.
Kl: 10:00 - 14:00: Petanque á malarvellinum við íþróttahúsið/sparkvöllinn. Petanque svipar til boccía, spilað á malarvelli með litlar stál kúlur.
Smelltu hér til að læra petanque
- Kl: 11:00 - 14:00: Biathlon á íþróttavellinum. Biathlon er skotfimi þar sem þú gengur/skokkar einn hring og skýtur síðan á skotksýfu með ragmagnsriffli.
- Kl: 13:00 - 16:00: Frisbígolf - fyrir aftan grunnskólann og tjaldsvæðið.
- Kl: 14:00 - 16:00: Leikjagarður í Hólmgarði. UMFÍ kemur með allskyns leiki sem hægt er að prófa, t.d. krikket, nokkrar frisbígolfkörfur og fleira þess háttar.