Fara í efni

Umhverfisverðlaun Stykkishólmsbæjar veitt í fyrsta sinn á næsta ári

07.09.2020
Fréttir

Gísli Pálsson, formaður umhverfis- og náttúruverndarnefndar, lagði fram tillögu á 53. fundi nefndarinnar þess efnis að Stykkishólmsbær veiti umhverfisverðlaun annað hvert ár.

Í tillögunni var lagt til að Stykkishólmsbær veiti, í samræmi við stefnu bæjarins sem og annara sveitarfélaga á Snæfellsnesi, einstaklingum og/eða fyrirtækjum í Stykkishólmi viðurkenningu sem vegna verka sinna og athafna eru þess verðug að hljóta umhverfisviðurkenningu Stykkishólmsbæjar, þ.e. viðurkenning til þeirra sem þykja skara fram úr á sviði umhverfismála og mun hvetja viðkomandi og aðra til góðra verka á þessu sviði. Þá kemur jafnframt til greina að veita viðurkenningu fyrir snyrtimennsku og fegrun umhverfisins, t.d. snyrtilegasta íbúðarlóðin eða fyrirtækjalóðin.

Tillagan er einnig í samræmi við Svæðisskipulag Snæfellsness 2014 - 2026, en þar er fjallað um hvernig stuðla megi t.a.m með bættri umhverfisvitund, að því að ferðalangar á Snæfellsnesi finni fyrir sterkum anda svæðisins og sem ein af leiðum til að ná því markmiði að umhverfis- og gæðastarf sé innleitt með markvissum hætti er nefnt sérstaklega að veita umhverfisverðlaun sem þessi.

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd taldi að umhverfisviðurkenning gæti hvatt íbúa og fyrirtæki til góðra verka á sviði umhverfismála og lagði fyrir bæjarstjórn drög að reglum um umhverfisverðlaun Stykkishólmsbæjar, nefndin lagði til við bæjarstjórn að samþykkja reglunar og að verðlaunin yrðu fyrst veitt árið 2021. Bæjarstjórn samþykkti tillöguna á síðasta fundi sínum.

Hægt er að skoða reglur um umhverfisverðlaun Stykkishólmsbæjar hér.

Getum við bætt efni síðunnar?