Fara í efni

Tveir greindust í Stykkishólmi í dag - báðir í sóttkví

24.09.2020
Fréttir

Af þeim 42 sem fóru í skimun í Stykkishólmi í gær reyndust tveir smitaðir, en einstaklingarnir voru báðir í sóttkví. Nú eru því 9 skráðir í einangrun í Stykkishólmi með greind COVID-19 smit, þar af er einn einstaklingur sem tekur út einangrun í Reykjavík, en 23 eru skráðir í sóttkví. 

VARÚÐARRÁÐSTAFANIR ENN Í GILDI

Gripið var til ráðstafanna fyrr í vikunni, vegna þeirrar óvissu sem upp var komin á meðan verið var að afla nánari upplýsinga um umfang smita hér í samfélaginu, og má segja að þau viðbrögð hafi skilað árangri, en eins og staðan er í dag er ekki tilefni til þess að grípa til frekari ráðstafana. Þær varúðarráðstafanir sem gripið hefur verið til í stofnunum bæjarins eru enn í gildi, þ.m.t. hólfaskipting í skólastofnunum og heimsóknarbann á dvalarheimili aldraðra. Staðan verður endurmetin daglega.  

Íbúar eru hvattir til að fylgjast vel með tilkynningum frá skólum og öðrum stofnunum Stykkishólmsbæjar, sem og sóttvarnaryfirvöldum.

PERSÓNUBUNDNAR SMITVARNIR STERKASTA VÖRNIN

Í ljósi þessa eru íbúar enn á ný minntir á að fylgja leiðbeiningum embætti landlæknis varðandi persónubundnar smitvarnir. Einnig eru íbúar sem hafa einkenni COVID-19 hvattir til að hafa samband símleiðis við heilsugæslustöð sem metur þörf á sýnatöku.
Enn er mikið álag á smitrakningarteyminu sem vinnur hörðum höndum að því hafa samband við þá einstaklinga sem þurfa að sæta sóttkví.
Fólk er hvatt til að hafa hægt um sig, fylgjast grannt með þróun mála og forðast eins og hægt er að koma saman að óþörfu.

 

mso-padding-alt:0cm 0cm 0cm 0cm;">

Staðan

Fimmtu. 24. sept, 2020

Staður, heilsugæslustöð

sóttkví

greindir

einangrun

fjöldi sýna

sýni á bið

Búðardalur

0

1

0

40

0

Stykkishólmur

23

18

9

572

0

Grundarfjörður

7

1

0

77

0

Ólafsvík

2

2

0

93

0

Borgarnes

15

25

0

1321

0

Akranes

52

28

4

681

0

Samtals

99

75

13

2784

0

Getum við bætt efni síðunnar?