Tónleikar í Stykkishólmskirkju
Sunnudaginn 6. október munu þær IngibjörgFríða Helgadóttir og Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir halda tónleika íStykkishólmskirkju sem ber yfirskriftina konan í speglinum.
Þrjár Ingibjargir renna saman í eina konu,einn hugarheim, einn hljóm.
Tónleikaupplifun þar sem ljóð IngibjargarHaraldsdóttur fléttast inn í töfrandi hljóðheim Ingibjarga. Þar hljómalangspil, klarinett, spiladósir, kalimbur, píanó, rafhljóð, harmoníum ograddir.
Konan í speglinum er sönglagabálkur með nýjumlögum við ljóð Ingibjargar Haraldsdóttur. Ingibjörg Fríða og Ingibjörg Ýr hafaunnið að tónlistinni síðustu ár og hlutu nú í ár listamannalaun til aðfullvinna tónlistina og gera klára til flutnings og upptöku á plötu. Þær hafaflutt tónlistina við ýmis tækifæri og á tónleikum í Reykjavík, Þingvöllum,Siglufirði og á Egilsstöðum.
Ingibjörg Fríða á ættir að rekja í Stykkishólmog munu þær því dvelja í bænum vikuna fyrir tónleika, semja og æfa þar og bjóðabæjarbúum að hlýða á afraksturinn á tónleikum í Stykkishólmskirkju, sunnudaginn6. október klukkan 16:00. Aðgangur er ókeypis.
Tónleikarnir eru styrktir af launasjóðilistamanna